Allt um Kryddsíld 2022: Gestir í sal, húsband á staðnum og ólíkur hópur frá því í fyrra Snorri Másson skrifar 30. desember 2022 09:08 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi hafa umsjón með Kryddsíld ársins 2022. Stöð 2/Vilhelm Kryddsíld Stöðvar 2 verður á sínum stað í beinni útsendingu klukkan tvö á síðasta degi ársins, 31. desember. Þar koma saman leiðtogar allra stjórnmálaflokka á Alþingi og gera upp árið 2022 hvort tveggja á sviði stjórnmálanna og í hinu persónulega lífi. Hér má sjá stiklu fyrir þáttinn, sem hefur í meira en þrjátíu ár verið fastur liður í hátíðarhöldum fólks vítt og breitt um landið. Breytt samsetning þáttargesta Það dregur til tíðinda að sá hópur stjórnmálamanna sem Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi þáttarins taka á móti að þessu sinni er að fernu leyti ólíkur samsetningunni sem mætti á Hótel Borg í fyrra. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kemur í ár en vegna covid-sýkingar hans kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í hans stað í fyrra. Inga Sæland mætir hress til leiks en í fyrra forfallaðist hún, einmitt vegna þess sem var að hennar mati vafasöm viðvera Þórdísar Kolbrúnar í þættinum, sem var nýkomin úr einangrun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar sest í stól Loga Einarssonar, sem er hættur sem formaður flokksins. Loks verður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fulltrúi Pírata í stað Halldóru Mogensen í fyrra. Ákavítið hlífði engum frekar en fyrri daginn í útsendingunni í fyrra, sem var sú síðasta sem Logi Einarsson þáverandi formaður Samfylkingarinnar tók þátt í í bili.Vísir/Vilhelm Húsband og áhorfendur í sal Til viðbótar við líflegar umræður sem vænta má um innlend stjórnmál er í Kryddsíldinni vaninn að svipta hulunni af vali fréttastofunnar á manni ársins. Á því er engin undantekning í ár. Tekið verður á móti stjórnmálaleiðtogum í sérlega skrautlegu og hátíðlegu myndveri á Suðurlandsbraut við undirleik húsbands og í félagsskap gesta í sal, en gestirnir eru nýjung í þættinum. Þá er skemmtiatriðis að vænta undir lok þáttar eins og hefðin býður. Kryddsíld hefur verið fastur liður í áramótahefðum fjölda Íslendinga í meira en 30 ár.Vísir/Vilhelm Kryddsíld opin áskrifendum Kryddsíld hefst klukkan 14 og stendur til 16. Útsendingin er opin áskrifendum Stöðvar 2 í sjónvarpi og á www.sjonvarp.stod2.is. Þeir sem ekki hafa áskrift að stöðinni eru hvattir til að tryggja sér hana í tæka tíð á þessari vefslóð hér eða í þjónustuveri okkar í síma 1817. Tryggðu þér áskrift hér: https://kaup.stod2.is/order?productId=41319 . Hafa má samband við þjónustuver okkar í síma 1817 eða á netspjallinu hér. Kryddsíld Áramót Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Hér má sjá stiklu fyrir þáttinn, sem hefur í meira en þrjátíu ár verið fastur liður í hátíðarhöldum fólks vítt og breitt um landið. Breytt samsetning þáttargesta Það dregur til tíðinda að sá hópur stjórnmálamanna sem Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi þáttarins taka á móti að þessu sinni er að fernu leyti ólíkur samsetningunni sem mætti á Hótel Borg í fyrra. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kemur í ár en vegna covid-sýkingar hans kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í hans stað í fyrra. Inga Sæland mætir hress til leiks en í fyrra forfallaðist hún, einmitt vegna þess sem var að hennar mati vafasöm viðvera Þórdísar Kolbrúnar í þættinum, sem var nýkomin úr einangrun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar sest í stól Loga Einarssonar, sem er hættur sem formaður flokksins. Loks verður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fulltrúi Pírata í stað Halldóru Mogensen í fyrra. Ákavítið hlífði engum frekar en fyrri daginn í útsendingunni í fyrra, sem var sú síðasta sem Logi Einarsson þáverandi formaður Samfylkingarinnar tók þátt í í bili.Vísir/Vilhelm Húsband og áhorfendur í sal Til viðbótar við líflegar umræður sem vænta má um innlend stjórnmál er í Kryddsíldinni vaninn að svipta hulunni af vali fréttastofunnar á manni ársins. Á því er engin undantekning í ár. Tekið verður á móti stjórnmálaleiðtogum í sérlega skrautlegu og hátíðlegu myndveri á Suðurlandsbraut við undirleik húsbands og í félagsskap gesta í sal, en gestirnir eru nýjung í þættinum. Þá er skemmtiatriðis að vænta undir lok þáttar eins og hefðin býður. Kryddsíld hefur verið fastur liður í áramótahefðum fjölda Íslendinga í meira en 30 ár.Vísir/Vilhelm Kryddsíld opin áskrifendum Kryddsíld hefst klukkan 14 og stendur til 16. Útsendingin er opin áskrifendum Stöðvar 2 í sjónvarpi og á www.sjonvarp.stod2.is. Þeir sem ekki hafa áskrift að stöðinni eru hvattir til að tryggja sér hana í tæka tíð á þessari vefslóð hér eða í þjónustuveri okkar í síma 1817. Tryggðu þér áskrift hér: https://kaup.stod2.is/order?productId=41319 . Hafa má samband við þjónustuver okkar í síma 1817 eða á netspjallinu hér.
Kryddsíld Áramót Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira