Skoraði ótrúlega sigurkörfu frá miðju: „Hvað gerðist þarna?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2022 14:31 Pablo Bertone skorar körfuna mögnuðu. stöð 2 sport Pablo Bertone skoraði eina sérkennilegustu körfu ársins þegar Íslandsmeistarar Vals sigruðu Tindastól, 78-84, í 11. umferð Subway-deild karla í gær. Þessi lið mættust í eftirminnilegu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í vor og þau tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið þegar þau áttust við á Sauðárkróki í gær. Hjálmar Stefánsson kom Val þremur stigum yfir, 78-81, þegar hann setti niður tvö vítaskot. Tindastóll fór í sókn en þriggja stiga skot Antonios Woods geigaði. Frank Aron Booker tók frákastið og gaf boltann á Bertone sem var rétt fyrir innan miðju. Hann kastaði boltanum fram og sendingin var augljóslega ætluð Callum Lawson en boltinn endaði þess í stað ofan í körfunni. Staðan því orðin 78-84 og sigur Vals í höfn. Klippa: Ótrúleg sigurkarfa Pablos Bertone Stefán Árni Pálsson, sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport, áttaði sig ekki alveg á hvað hafði gerst fyrr en eftir nokkrar sekúndur. „Hvað gerðist þarna? Boltinn fór bara ofan í þarna. Ég sá það ekki,“ sagði Stefán Árni forviða. Körfuna ótrúlegu sem Bertone skoraði má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valur er á toppi Subway-deildarinnar með átján stig. Tindastóll er í 6. sætinu með tólf stig. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Þessi lið mættust í eftirminnilegu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í vor og þau tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið þegar þau áttust við á Sauðárkróki í gær. Hjálmar Stefánsson kom Val þremur stigum yfir, 78-81, þegar hann setti niður tvö vítaskot. Tindastóll fór í sókn en þriggja stiga skot Antonios Woods geigaði. Frank Aron Booker tók frákastið og gaf boltann á Bertone sem var rétt fyrir innan miðju. Hann kastaði boltanum fram og sendingin var augljóslega ætluð Callum Lawson en boltinn endaði þess í stað ofan í körfunni. Staðan því orðin 78-84 og sigur Vals í höfn. Klippa: Ótrúleg sigurkarfa Pablos Bertone Stefán Árni Pálsson, sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport, áttaði sig ekki alveg á hvað hafði gerst fyrr en eftir nokkrar sekúndur. „Hvað gerðist þarna? Boltinn fór bara ofan í þarna. Ég sá það ekki,“ sagði Stefán Árni forviða. Körfuna ótrúlegu sem Bertone skoraði má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valur er á toppi Subway-deildarinnar með átján stig. Tindastóll er í 6. sætinu með tólf stig.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira