Arsenal fer inn í nýja árið með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 17:01 Skytturnar eru á toppnum. Visionhaus/Getty Images Arsenal sótti Brighton heim og sýndi allar sínar bestu hliðar. Bukayo Saka kom Skyttunum yfir á annarri mínútu og Martin Ødegaard tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan 2-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eddie Nketiah gulltrygði sigurinn með marki snemma í síðari hálfleik óþarfi að spila það sem eftir lifði leiks. Kaoru Mitoma minnkaði muninn á 65. mínútu en Gabriel Martinelli kom Arsenal 4-1 yfir skömmu síðar. Ungstirnið Evan Ferguson minnkaði muninn í 4-2 og Mitoma hélt hann hefði skorað þriðja mark Brighton undir lok leiks en það var dæmt af. Lokatölur 2-4 og Arsenal fer inn í nýtt ár með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar. Enski boltinn Fótbolti
Arsenal sótti Brighton heim og sýndi allar sínar bestu hliðar. Bukayo Saka kom Skyttunum yfir á annarri mínútu og Martin Ødegaard tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan 2-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eddie Nketiah gulltrygði sigurinn með marki snemma í síðari hálfleik óþarfi að spila það sem eftir lifði leiks. Kaoru Mitoma minnkaði muninn á 65. mínútu en Gabriel Martinelli kom Arsenal 4-1 yfir skömmu síðar. Ungstirnið Evan Ferguson minnkaði muninn í 4-2 og Mitoma hélt hann hefði skorað þriðja mark Brighton undir lok leiks en það var dæmt af. Lokatölur 2-4 og Arsenal fer inn í nýtt ár með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar.