Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 30. desember 2022 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur eðlilegt að umræða verði innan ríkisstjórnar og á Alþingi um aukinn vopnaburð lögreglu. vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Jón segir að ákvörðunin sé tekin til þess að auka við öryggi lögreglumanna, sem leiði af sér aukið öryggi fyrir borgarana. Lögreglumenn verði sérstaklega þjálfaðir til þess að nýta rafbyssurnar sem Jón kallar rafvarnarvopn og ítarlegar verklagsreglur verði settar til þess að tryggja að nýting vopnanna sé í samræmi við aðstæður hverju sinni. Rafbyssurnar muni nýtast til þess að leysa mál með minni valdbeitingu en annars þyrfti. Jón fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri Grænna, er hissa á ákvörðun ráðherrans „Þetta kom mér verulega á óvart, að lesa þetta í morgun. Ég tel að það þurfi að fara fram dýpri umræða um þetta,“ segir Steinunn Þóra. Hún hefur efasemdir um að þetta sé rétta leiðin. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi, en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu verði háttað áður en henni séu veittar auknar heimildir. Rafvopnavæðing lögreglunnar verði rædd á ríkisstjórnarfundi og eðlilegt að það verði einhver umræða sömuleiðis á Alþingi. Flestir andvígir auknum vopnaburði Og þessu tengt, því í nýrri könnun sem Maskína gerir fyrir fréttastofuna er meðal annars spurt að því hversu hlynnt eða andvígt fólk sé því að vopnaburður lögreglunnar verði aukinn. Samkvæmt könnuninni eru flestir andvígir því að lögregla auki vopnaburð sinn. 19,3 prósent segjast mjög andvíg því og 22,5 prósent segjast fremur andvíg hugmyndinni. Tæp þrjátíu prósent merkja síðan við valkostinn í meðallagi. Aðeins 8,1 prósent segjast svo vera mjög hlynnt auknum vopnaburði lögreglu og rétt rúm tuttugu prósent eru fremur hlynnt hugmyndinni. Ef litið er til stjórnmálaskoðana þeirra sem þátt taka í könnuninni kemur í ljós að kjósendur Pírata og Sósíalista eru harðastir í andstöðu sinni en kjósendur Framsóknarflokks, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru hlynntastir hugmyndinni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Tæplega þúsund svöruðu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Jón segir að ákvörðunin sé tekin til þess að auka við öryggi lögreglumanna, sem leiði af sér aukið öryggi fyrir borgarana. Lögreglumenn verði sérstaklega þjálfaðir til þess að nýta rafbyssurnar sem Jón kallar rafvarnarvopn og ítarlegar verklagsreglur verði settar til þess að tryggja að nýting vopnanna sé í samræmi við aðstæður hverju sinni. Rafbyssurnar muni nýtast til þess að leysa mál með minni valdbeitingu en annars þyrfti. Jón fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri Grænna, er hissa á ákvörðun ráðherrans „Þetta kom mér verulega á óvart, að lesa þetta í morgun. Ég tel að það þurfi að fara fram dýpri umræða um þetta,“ segir Steinunn Þóra. Hún hefur efasemdir um að þetta sé rétta leiðin. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi, en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu verði háttað áður en henni séu veittar auknar heimildir. Rafvopnavæðing lögreglunnar verði rædd á ríkisstjórnarfundi og eðlilegt að það verði einhver umræða sömuleiðis á Alþingi. Flestir andvígir auknum vopnaburði Og þessu tengt, því í nýrri könnun sem Maskína gerir fyrir fréttastofuna er meðal annars spurt að því hversu hlynnt eða andvígt fólk sé því að vopnaburður lögreglunnar verði aukinn. Samkvæmt könnuninni eru flestir andvígir því að lögregla auki vopnaburð sinn. 19,3 prósent segjast mjög andvíg því og 22,5 prósent segjast fremur andvíg hugmyndinni. Tæp þrjátíu prósent merkja síðan við valkostinn í meðallagi. Aðeins 8,1 prósent segjast svo vera mjög hlynnt auknum vopnaburði lögreglu og rétt rúm tuttugu prósent eru fremur hlynnt hugmyndinni. Ef litið er til stjórnmálaskoðana þeirra sem þátt taka í könnuninni kemur í ljós að kjósendur Pírata og Sósíalista eru harðastir í andstöðu sinni en kjósendur Framsóknarflokks, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru hlynntastir hugmyndinni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Tæplega þúsund svöruðu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira