„Ég ætla ekkert að gefast upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2022 20:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var frábær á EM síðasta sumar en missti af leikjum Íslands í undankeppni HM vegna meiðslanna sem eru að hrjá hana. Alex Pantling/Getty Images Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig. „Ég myndi segja að það væri smá í það. Rosalega skemmtilegt að vera komin aftur og vonandi kemst ég sem fyrst í mitt besta form. Eins og ég segi, þetta eru krónísk meiðsli og ekki mikið af 100 prósent lausnum sem virka. Þetta er ekki eins og einver hnémeiðsli eða brotið bein, rosalega erfitt að komast í rétta meðferð,“ sagði Karólína Lea aðspurð hvort hún væri að nálgast sitt gamla form en þessi lunkni sóknarþenkjandi miðjumaður ræddi við Stöð 2 og Vísi nýverið. „Í rauninni ekki, ég var alltaf að fara spila þessa leiki. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) vissi alveg stöðuna og það vissu allir af þessu. þannig nei ég sé ekki eftir því að hafa keyrt mig í gegnum EM. Sé bara eftir því að hafa ekki komist upp úr riðlinum og fengið fleiri leiki.“ „Ég ætla ekkert að gefast upp. Vonandi vakna ég einn daginn og finn ekki fyrir þessu en þetta háir mér í raun ekkert í daglegu lífi. Kemur fyrir ef ég er búin að hlaupa mikið og mikið af stefnubreytingum, þá finn ég þetta. Ég þarf svolítið að bíða og vona að ég vakni einn daginn og þetta sé farið.“ Karólína Lea hafði sett sér markmið að ná að spila nokkrar mínútur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu en um var að ræða síðasta leik Bayern á árinu. „Það var magnað, var ekkert smá gaman. Stolt að hafa loksins náð þessu. Ég kom inn á eins og ég veit ekki hvað, var svo spennt að ég náði varla að snerta boltann. Það er bara hægt að byggja ofan á það og vonandi næ ég bara að sýna mitt besta form á næsta tímabili,“ sagði Karólína Lea að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
„Ég myndi segja að það væri smá í það. Rosalega skemmtilegt að vera komin aftur og vonandi kemst ég sem fyrst í mitt besta form. Eins og ég segi, þetta eru krónísk meiðsli og ekki mikið af 100 prósent lausnum sem virka. Þetta er ekki eins og einver hnémeiðsli eða brotið bein, rosalega erfitt að komast í rétta meðferð,“ sagði Karólína Lea aðspurð hvort hún væri að nálgast sitt gamla form en þessi lunkni sóknarþenkjandi miðjumaður ræddi við Stöð 2 og Vísi nýverið. „Í rauninni ekki, ég var alltaf að fara spila þessa leiki. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) vissi alveg stöðuna og það vissu allir af þessu. þannig nei ég sé ekki eftir því að hafa keyrt mig í gegnum EM. Sé bara eftir því að hafa ekki komist upp úr riðlinum og fengið fleiri leiki.“ „Ég ætla ekkert að gefast upp. Vonandi vakna ég einn daginn og finn ekki fyrir þessu en þetta háir mér í raun ekkert í daglegu lífi. Kemur fyrir ef ég er búin að hlaupa mikið og mikið af stefnubreytingum, þá finn ég þetta. Ég þarf svolítið að bíða og vona að ég vakni einn daginn og þetta sé farið.“ Karólína Lea hafði sett sér markmið að ná að spila nokkrar mínútur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu en um var að ræða síðasta leik Bayern á árinu. „Það var magnað, var ekkert smá gaman. Stolt að hafa loksins náð þessu. Ég kom inn á eins og ég veit ekki hvað, var svo spennt að ég náði varla að snerta boltann. Það er bara hægt að byggja ofan á það og vonandi næ ég bara að sýna mitt besta form á næsta tímabili,“ sagði Karólína Lea að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira