Enski boltinn

Ten Hag hrósaði Ras­h­ford sem byrjaði á bekknum í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erik ten Hag setti Marcus Rashford á bekkinn og var ánægður með svar framherjans.
Erik ten Hag setti Marcus Rashford á bekkinn og var ánægður með svar framherjans. Copa/Getty Images

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hrósaði Marcus Rashford eftir 1-0 sigur Rauðu djöflanna á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Rashford hóf leikinn á bekknum en kom inn í síðari hálfleik og gerbreytti gangi mála.

„Þetta var gaman að sjá eftir ákvörðunina [að setja Rashford á bekkinn]. Hann spilaði vel, var líflegur og skoraði markið. Allir verða að fylgja reglum og að spila svona í kjölfarið er besta svarið.“

Rashford hefur sjálfur staðfest af hverju hann var settur á bekkinn. Hann svaf yfir sig og kom nokkrum mínútum of seint á fund í aðdraganda leiksins.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Að mínu mati var síðari hálfleikurinn betri, Fred var að vinna seinni boltana og tengja vel við leikmenn eftir að hann kom inn af bekknum,“ bætti Ten Hag við.

„Stundum virka hlutirnir ekki eins og þeir eiga að gera. Úlfarnir sköpuðu sér ekki mörg færi en við verðum að vera beittari. Ég var ekki ánægður í hálfleik, sagði liðinu að með þessu hugarfari myndum við ekki vinna leikinn og að við yrðum að gefa 10 prósent aukalega í síðari hálfleik.“

Um miðvörðinn Luke Shaw

„Að hann sé örvfættur hjálpar honum að spila sem vinstri miðvörður. Úlfarnir eru með hraða á vængjunum og Shaw getur hjálpað til við að verjast því.“

Að endingu óskaði Ten Hag goðsögninni Sir Alex Ferguson til hamingju með 81 árs afmælið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×