Luka endaði árið með þriðja fimmtíu stiga leiknum í síðustu fimm leikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 10:30 Luka Doncic skoraði 51 stig þegar Dallas lagði San Antonio í nótt. Vísir/Getty Luka Doncic endaði árið 2022 heldur betur vel því hann skoraði 51 stig fyrir Dallas Mavericks þegar liðið lagði San Antonio Spurs í nótt. Þá var Joel Embiid með þrefalda tvennu í sigri Philadelphia 76´ers gegn Oklahoma City Thunder. Luka Doncic hefur verið frábær fyrir Dallas Mavericks á tímabilinu en hann er stigahæstur í NBA-deildinni með 34,2 stig að meðaltali í vetur. Hann var að sjálfsögðu í aðalhlutverki hjá liði Dalls í nótt þegar liðið vann sigur á San Antonio Spurs. Doncic skoraði hvorki meira né minna en 51 stig í 126-125 sigri liðsins en þetta er þriðji leikurinn af síðustu fimm þar sem Doncic skorar yfir 50 stig. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær 250 stigum, 50 fráköstum og 50 stoðsendingum á fimm leikja tímabili. Luka is averaging a 45/11/10 triple-double over his last 5 games. pic.twitter.com/UwxxVaALsD— NBA (@NBA) January 1, 2023 Leikurinn í nótt var æsispennandi en Tre Jones fékk tækifæri til að jafna í lokin en klikkaði á seinna vítaskotinu sínu. Doncic fór síðan á vítalínuna með 1,5 sekúndur eftir. Hann klikkaði á báðum, því seinna viljandi svo Spurs fengi minni tíma til að koma skoti á körfuna. „Þetta er ótrúlegt. Á mínum sjö árum í deildinni þá hef ég aldrei séð neinn gera það sem hann getur gert. Hann er í ótrúlegu formi, að spila eins og MVP. Augljóslega einn af bestu leikmönnunum í deildinni,“ sagði samherji Doncic hjá Dallas, Christian Wood. Þreföld tvenna hjá Embiid Joel Embiid skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Philadelphia 76´ers vann 115-96 sigur á Oklahoma City Thunder. Kamerúninn Embiid er næst stigahæstur í deildinni, á eftir Doncic, en 76´ers er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Paul George skoraði 45 stig fyrir LA Clippers í 131-130 tapi liðsins gegn Indiana Pacers. George sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll en þetta er hæsta stigaskor leikmanns hjá Clippers í vetur. Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar hann skoraði flautukörfu til að tryggja liðinu 126-123 sigur á Utah Jazz. Herro skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sigurkarfa hans undir lokin var glæsileg en hann keyrði þá upp völlinn eftir að Jazz hafði jafnað leikinn úr vítaskoti þegar rúmar sex sekúndur voru eftir. After his game-winner tonight, peep some of the most clutch shots from Tyler Herro's career so far pic.twitter.com/CRkkvUEDzz— NBA (@NBA) January 1, 2023 Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-123 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 102-103 Houston Rockets - New York Knicks 88-108 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 116-101 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 104-116 NBA Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Luka Doncic hefur verið frábær fyrir Dallas Mavericks á tímabilinu en hann er stigahæstur í NBA-deildinni með 34,2 stig að meðaltali í vetur. Hann var að sjálfsögðu í aðalhlutverki hjá liði Dalls í nótt þegar liðið vann sigur á San Antonio Spurs. Doncic skoraði hvorki meira né minna en 51 stig í 126-125 sigri liðsins en þetta er þriðji leikurinn af síðustu fimm þar sem Doncic skorar yfir 50 stig. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær 250 stigum, 50 fráköstum og 50 stoðsendingum á fimm leikja tímabili. Luka is averaging a 45/11/10 triple-double over his last 5 games. pic.twitter.com/UwxxVaALsD— NBA (@NBA) January 1, 2023 Leikurinn í nótt var æsispennandi en Tre Jones fékk tækifæri til að jafna í lokin en klikkaði á seinna vítaskotinu sínu. Doncic fór síðan á vítalínuna með 1,5 sekúndur eftir. Hann klikkaði á báðum, því seinna viljandi svo Spurs fengi minni tíma til að koma skoti á körfuna. „Þetta er ótrúlegt. Á mínum sjö árum í deildinni þá hef ég aldrei séð neinn gera það sem hann getur gert. Hann er í ótrúlegu formi, að spila eins og MVP. Augljóslega einn af bestu leikmönnunum í deildinni,“ sagði samherji Doncic hjá Dallas, Christian Wood. Þreföld tvenna hjá Embiid Joel Embiid skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Philadelphia 76´ers vann 115-96 sigur á Oklahoma City Thunder. Kamerúninn Embiid er næst stigahæstur í deildinni, á eftir Doncic, en 76´ers er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Paul George skoraði 45 stig fyrir LA Clippers í 131-130 tapi liðsins gegn Indiana Pacers. George sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll en þetta er hæsta stigaskor leikmanns hjá Clippers í vetur. Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar hann skoraði flautukörfu til að tryggja liðinu 126-123 sigur á Utah Jazz. Herro skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sigurkarfa hans undir lokin var glæsileg en hann keyrði þá upp völlinn eftir að Jazz hafði jafnað leikinn úr vítaskoti þegar rúmar sex sekúndur voru eftir. After his game-winner tonight, peep some of the most clutch shots from Tyler Herro's career so far pic.twitter.com/CRkkvUEDzz— NBA (@NBA) January 1, 2023 Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-123 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 102-103 Houston Rockets - New York Knicks 88-108 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 116-101 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 104-116
NBA Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira