Ekki skjóta sendiboðann Valgerður Árnadóttir skrifar 1. janúar 2023 17:31 Biskup Íslands vildi meina í nýlegu jólaávarpi sínu að þöggun ríki um Guð og Jesú. Það er ýmislegt hægt að segja um óvinsældir kirkjunnar og ástæður þess að fólk segir sig í hrönnum úr þjóðkirkjunni en biskupinn hefur eitthvað ruglast í hugtökum hvað það varðar. Sú þöggun sem hefur ríkt er þöggun kirkjunnar sjálfrar hvað varðar presta sem uppvísir hafa að verið að kyndbundnu- og kynferðisofbeldi gagnvart sóknarbörnum sínum. Með tilkomu internetsins hafa öll í samfélaginu rödd og margir kjósa að nota hana. En það má ekki ein manneskja koma fram og segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir án þess að þúsund annarra véfengja frásögn hennar og drusluskamma hana, jafnvel í tilvikum þar sem vitni eru að atburðum og gerendur biðjast afsökunar eru aðilar sem kjósa að trúa ekki þeim sem segja frá og saka þau jafnvel um að hafa átt ofbeldið skilið. Fólk sem stígur fram og segir frá ofbeldi er hugrakkt, það þarf mikinn styrk til að þola þá rætnu og ljótu umræðu sem þau verða fyrir í kjölfar þess og það tekur á andlega. Þetta vita þau sem kjósa að segja frá en gera það samt, þau gera það ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir aðra, til að vara aðra við ofbeldismönnum, til að skila skömminni og til að uppræta þá þöggun sem hefur ríkt um ofbeldi gegn konum og kvárum í gegnum aldirnar. Sagan segir okkur að siðferðislegar breytingar og byltingar hafa tekið tíma, það eru alltaf háværar raddir sem vilja halda sínum forréttindum og verja sína hagsmuni með því að mótmæla, gera lítið úr eða þagga niður raddir þeirra sem brotið er á. Það sorglegasta er þó að mörg þeirra sem gera lítið úr þeim sem varpa ljósi á upplifanir sínar hafa sjálf orðið fyrir óréttlæti og ofbeldi en ekki þorað að segja frá. Fólk sem triggerast af umræðunni og finnst jafnvel fyrst að þau þögðu að þá eigi aðrir að gera slíkt hið sama. Það er í eðli mannsins að verja sig og sínar hefðir og venjur jafnvel þegar þær gagnast okkur í raun ekki neitt nema til þess eins að viðhalda óbreyttu ástandi og þægindaramma. Nú um jólin var á RÚV sýnd hugljúf heimildamynd um Árna, einstæðing sem varð sameinaður stórfjölskyldu sem hann vissi ekki af fyrr en á áttræðisaldri, við fylgdum þessu einstaka ljúfmenni sem þrátt fyrir aldur sýndi það hugrekki að breyta lífi sínu, rífa sig upp og ferðast til vesturstrandar Bandaríkjanna til að opna hjarta sitt fyrir nýrri fjölskyldu og upplifunum. Ekki var annað hægt en að hrífast með og veitti saga hans von um að það sé aldrei of seint að ögra sér, að stíga út fyrir þægindarammann og breyta til, það getur jafnvel veitt hamingju og gleði sem man vissi ekki að man færi á mis við. Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þöggun og afneitun er ein stærsta andstaða við þær nauðsynlegu breytingar sem við þurfum sem mannkyn að gera til að lifa af sem tegund. Við sem höfum tileinkað okkur að varpa ljósi á þær ógnir sem steðja að verðum fyrir stöðugu aðkasti. Hvort sem við tölum um loftslagsbreytingar, fyrir réttindum jaðarsettra, gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, fyrir vernd dýra og náttúru eða jöfnuði manna þá mætum við andstöðu kverúlanta sem hæðast að okkur og kallar okkur „góða fólkið”, svona eins og það sé slæmt að reyna sitt besta að vera góð manneskja!? Margt baráttufólk brennur út og gefst upp til að fá frið. En það er hættulegt, því í skjóli þöggunar og ógagnsæis er td. hægt að selja ríkisbanka til útvalinna aðilla, fjársvelta heilbrigðiskerfi til að einkavæða það, spilling, kúgun og frændhygli grasserar og ójöfnuður eykst. Mengandi stóriðja rís og eyðileggur náttúru okkar og auðlindir. Hin valdamiklu gefa almenningi ekki réttindi eða bætt kjör á silfurfati, við höfum alltaf þurft berjast fyrir betrumbótum. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð, fari vel með sameiginlegar auðlindir okkar, tryggi velferð manna, dýra og náttúru og að við gerum það sem þarf til að sporna við loftslagbreytingum. Að kúldrast í eigin þægindaramma og vera á móti öllum breytingum, jafnvel lífsnauðsynlegum breytingum, er merki um stöðnun og óbreytt ástand mun ganga af okkur dauðum. Í upphafi árs ættum við öll að líta í eigin barm og hugsa okkur hvað við getum gert til að hafa áhrif til góðs og hvernig við notum rödd okkar. Verum meira eins og Árni í „Velkominn Árni” og tökum breytingum fagnandi því án þeirra þróumst við ekkert og upplifum ekkert nýtt. Gleðilegt nýtt ár! Höfunduur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og talskona átaksins Veganúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Biskup Íslands vildi meina í nýlegu jólaávarpi sínu að þöggun ríki um Guð og Jesú. Það er ýmislegt hægt að segja um óvinsældir kirkjunnar og ástæður þess að fólk segir sig í hrönnum úr þjóðkirkjunni en biskupinn hefur eitthvað ruglast í hugtökum hvað það varðar. Sú þöggun sem hefur ríkt er þöggun kirkjunnar sjálfrar hvað varðar presta sem uppvísir hafa að verið að kyndbundnu- og kynferðisofbeldi gagnvart sóknarbörnum sínum. Með tilkomu internetsins hafa öll í samfélaginu rödd og margir kjósa að nota hana. En það má ekki ein manneskja koma fram og segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir án þess að þúsund annarra véfengja frásögn hennar og drusluskamma hana, jafnvel í tilvikum þar sem vitni eru að atburðum og gerendur biðjast afsökunar eru aðilar sem kjósa að trúa ekki þeim sem segja frá og saka þau jafnvel um að hafa átt ofbeldið skilið. Fólk sem stígur fram og segir frá ofbeldi er hugrakkt, það þarf mikinn styrk til að þola þá rætnu og ljótu umræðu sem þau verða fyrir í kjölfar þess og það tekur á andlega. Þetta vita þau sem kjósa að segja frá en gera það samt, þau gera það ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir aðra, til að vara aðra við ofbeldismönnum, til að skila skömminni og til að uppræta þá þöggun sem hefur ríkt um ofbeldi gegn konum og kvárum í gegnum aldirnar. Sagan segir okkur að siðferðislegar breytingar og byltingar hafa tekið tíma, það eru alltaf háværar raddir sem vilja halda sínum forréttindum og verja sína hagsmuni með því að mótmæla, gera lítið úr eða þagga niður raddir þeirra sem brotið er á. Það sorglegasta er þó að mörg þeirra sem gera lítið úr þeim sem varpa ljósi á upplifanir sínar hafa sjálf orðið fyrir óréttlæti og ofbeldi en ekki þorað að segja frá. Fólk sem triggerast af umræðunni og finnst jafnvel fyrst að þau þögðu að þá eigi aðrir að gera slíkt hið sama. Það er í eðli mannsins að verja sig og sínar hefðir og venjur jafnvel þegar þær gagnast okkur í raun ekki neitt nema til þess eins að viðhalda óbreyttu ástandi og þægindaramma. Nú um jólin var á RÚV sýnd hugljúf heimildamynd um Árna, einstæðing sem varð sameinaður stórfjölskyldu sem hann vissi ekki af fyrr en á áttræðisaldri, við fylgdum þessu einstaka ljúfmenni sem þrátt fyrir aldur sýndi það hugrekki að breyta lífi sínu, rífa sig upp og ferðast til vesturstrandar Bandaríkjanna til að opna hjarta sitt fyrir nýrri fjölskyldu og upplifunum. Ekki var annað hægt en að hrífast með og veitti saga hans von um að það sé aldrei of seint að ögra sér, að stíga út fyrir þægindarammann og breyta til, það getur jafnvel veitt hamingju og gleði sem man vissi ekki að man færi á mis við. Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þöggun og afneitun er ein stærsta andstaða við þær nauðsynlegu breytingar sem við þurfum sem mannkyn að gera til að lifa af sem tegund. Við sem höfum tileinkað okkur að varpa ljósi á þær ógnir sem steðja að verðum fyrir stöðugu aðkasti. Hvort sem við tölum um loftslagsbreytingar, fyrir réttindum jaðarsettra, gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, fyrir vernd dýra og náttúru eða jöfnuði manna þá mætum við andstöðu kverúlanta sem hæðast að okkur og kallar okkur „góða fólkið”, svona eins og það sé slæmt að reyna sitt besta að vera góð manneskja!? Margt baráttufólk brennur út og gefst upp til að fá frið. En það er hættulegt, því í skjóli þöggunar og ógagnsæis er td. hægt að selja ríkisbanka til útvalinna aðilla, fjársvelta heilbrigðiskerfi til að einkavæða það, spilling, kúgun og frændhygli grasserar og ójöfnuður eykst. Mengandi stóriðja rís og eyðileggur náttúru okkar og auðlindir. Hin valdamiklu gefa almenningi ekki réttindi eða bætt kjör á silfurfati, við höfum alltaf þurft berjast fyrir betrumbótum. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð, fari vel með sameiginlegar auðlindir okkar, tryggi velferð manna, dýra og náttúru og að við gerum það sem þarf til að sporna við loftslagbreytingum. Að kúldrast í eigin þægindaramma og vera á móti öllum breytingum, jafnvel lífsnauðsynlegum breytingum, er merki um stöðnun og óbreytt ástand mun ganga af okkur dauðum. Í upphafi árs ættum við öll að líta í eigin barm og hugsa okkur hvað við getum gert til að hafa áhrif til góðs og hvernig við notum rödd okkar. Verum meira eins og Árni í „Velkominn Árni” og tökum breytingum fagnandi því án þeirra þróumst við ekkert og upplifum ekkert nýtt. Gleðilegt nýtt ár! Höfunduur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og talskona átaksins Veganúar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun