Aldrei fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð en árið 2022 Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 23:34 Alls voru 45 skotnir til bana á árinu 2021 í Svíþjóð. Árið 2022 létust 63 í slíkum árásum. EPA Aldrei hafa fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð á einu og sama árinu og á nýliðnu ári. Alls létust 63 í slíkum árásum á síðasta ári. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í dag að fjöldinn hafi farið í 63 eftir að ungur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan McDonald‘s-veitingastað í norðvesturhluta höfuðborgarinnar Stokkhólms á gamlársdag. Um er að ræða mikla fjölgun látinna í skotárásum frá árinu 2021 þegar skráð voru 45 slík dauðsföll í landinu. Á síðustu dögum ársins barst fjöldi tilkynninga um einstaka skotárásir og sprengjuárásir í Stokkhólmi. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að árásirnar hafi flestar beinst að mönnum sem hafi komið að ýmist ráninu á eða morðinu á rapparanum Einár sem var skotinn til bana í Stokkhólmi síðla árs 2021. Einár var einn vinsælasti tónlistarmaður Svíþjóðar og þekktur fyrir að hafa tengsl við glæpasamtök í höfuðborginni. Honum var rænt árið 2020 og skotinn til bana í október 2021, viku áður en hann átti að bera vitni í málinu gegn þeim mönnum sem rændu honum ári fyrr. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stöðuna grafalvarlega.EPA Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir í færslu á Facebook fyrr í dag að það sé illskiljanlegt að staðan sé þannig að 63 hafi verið skotnir til bana í landinu á einu ári. „Ekkert annað land, sem ekki á í stríði, glímir við þetta.“ Kristersson segir að til samanburðar megi nefna að í Finnlandi hafi tveir verið skotnir til bana á síðasta ári og í Danmörku og Noregi hafi þeir verið fjórir. Nauðsynlegt sé að grípa áfram til markvissra aðgerða til að stemma stigu við þessari þróun. „Þessir menn munu ekki hætta að skjóta hvern annan til bana fyrr en þeir einfaldlega geta það ekki lengur. Þar sem þeir verða læstir inni, þar sem lögreglunni hefur tekist að ná þeim og þar sem dómstólar hafa sakfellt þá,“ segir Kristersson. Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í dag að fjöldinn hafi farið í 63 eftir að ungur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan McDonald‘s-veitingastað í norðvesturhluta höfuðborgarinnar Stokkhólms á gamlársdag. Um er að ræða mikla fjölgun látinna í skotárásum frá árinu 2021 þegar skráð voru 45 slík dauðsföll í landinu. Á síðustu dögum ársins barst fjöldi tilkynninga um einstaka skotárásir og sprengjuárásir í Stokkhólmi. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að árásirnar hafi flestar beinst að mönnum sem hafi komið að ýmist ráninu á eða morðinu á rapparanum Einár sem var skotinn til bana í Stokkhólmi síðla árs 2021. Einár var einn vinsælasti tónlistarmaður Svíþjóðar og þekktur fyrir að hafa tengsl við glæpasamtök í höfuðborginni. Honum var rænt árið 2020 og skotinn til bana í október 2021, viku áður en hann átti að bera vitni í málinu gegn þeim mönnum sem rændu honum ári fyrr. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stöðuna grafalvarlega.EPA Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir í færslu á Facebook fyrr í dag að það sé illskiljanlegt að staðan sé þannig að 63 hafi verið skotnir til bana í landinu á einu ári. „Ekkert annað land, sem ekki á í stríði, glímir við þetta.“ Kristersson segir að til samanburðar megi nefna að í Finnlandi hafi tveir verið skotnir til bana á síðasta ári og í Danmörku og Noregi hafi þeir verið fjórir. Nauðsynlegt sé að grípa áfram til markvissra aðgerða til að stemma stigu við þessari þróun. „Þessir menn munu ekki hætta að skjóta hvern annan til bana fyrr en þeir einfaldlega geta það ekki lengur. Þar sem þeir verða læstir inni, þar sem lögreglunni hefur tekist að ná þeim og þar sem dómstólar hafa sakfellt þá,“ segir Kristersson.
Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Sjá meira
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45
Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51