Mikilvægt að huga að forvörnum: „Vatnið finnur sér alltaf leið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. janúar 2023 13:08 Vatnstjón getur verið gríðarlega kostnaðarsamt og jafnvel óbótaskylt. Því er mikilvægt að sinna forvörnum. Myndin sýnir vatnsleka í Háskóla Íslands. Vísir/Egill Mikilvægt er að sinna forvörnum svo ekki komi til vatnstjóns vegna mikillar frosthörku í vetur segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sérstaklega þurfi að huga að útveggjum og þakrennum. Forstjóri verslunar í Reykjavík segir betur hafa farið en á horfðist vegna leka um áramótin. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu snemma í morgun og brýndi fyrir fólki að huga að því að moka frá niðurföllum svo ekki komi til vatnstjóns þegar tekur að hlýna en þónokkuð hefur verið um útköll undanfarið vegna vatnsleka. Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal á Íslandi segir betur hafa farið en á horfðist þegar að leki varð á lager fyrirtækisins nú um áramótin. „Slökkviliðið kom mjög snöggt. Fljótir og öruggir og held ég bara á klukkutíma þá náðu þeir að þurrka þetta upp. og svo komu menn frá tryggingafélaginu, undirverktakar þeirra og þeir skófu og hreinsuðu og settu blásara á og svona.“ Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. „Gott er að moka af svölum hjá sér snjónum og tryggja að niðurfall frá svölum virki. Moka frá húsveggjum og í raun og veru búa til rás meðfram húsveggnum svo blautur snjór liggi ekki upp að húsinu því ef það eru einhvers staðar sprungur sem leynast þá finnur vatnið sér alltaf leið. Síðan er það sem er svona erfiðara að fást við en það eru þakrennur. Það getur oft verið ansi flókið að ná klaka og snjó úr þakrennum þegar allt er gaddfreðið. Það er svona einn af þessum þáttum líka sem er valdur af mörgum þessum lka sem er núna þessa dagana. Það er töluvert um óbótaskylda leka. Það er snjór sem kemst undir þakið og svo hlýnar aðeins eins og í gær og þá bráðnar snjórinn og vatn fer að leka inn um sprungur og annað þvíumlíkt.“ Sigrún minnir sumarhúsaeigendur sérstaklega á að huga að eignum sínum. „Við erum svona að ýta á fólk að tékka á sumarhúsunum sínum og athuga hvort það sé ekki örugglega rennsli á öllu vatninu því ef það er frosið einhvers staðar í lögnum þá fer ekkert endilega að leka þar fyrr en fer að hlýna meir.“ Tryggingar Slökkvilið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu snemma í morgun og brýndi fyrir fólki að huga að því að moka frá niðurföllum svo ekki komi til vatnstjóns þegar tekur að hlýna en þónokkuð hefur verið um útköll undanfarið vegna vatnsleka. Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal á Íslandi segir betur hafa farið en á horfðist þegar að leki varð á lager fyrirtækisins nú um áramótin. „Slökkviliðið kom mjög snöggt. Fljótir og öruggir og held ég bara á klukkutíma þá náðu þeir að þurrka þetta upp. og svo komu menn frá tryggingafélaginu, undirverktakar þeirra og þeir skófu og hreinsuðu og settu blásara á og svona.“ Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. „Gott er að moka af svölum hjá sér snjónum og tryggja að niðurfall frá svölum virki. Moka frá húsveggjum og í raun og veru búa til rás meðfram húsveggnum svo blautur snjór liggi ekki upp að húsinu því ef það eru einhvers staðar sprungur sem leynast þá finnur vatnið sér alltaf leið. Síðan er það sem er svona erfiðara að fást við en það eru þakrennur. Það getur oft verið ansi flókið að ná klaka og snjó úr þakrennum þegar allt er gaddfreðið. Það er svona einn af þessum þáttum líka sem er valdur af mörgum þessum lka sem er núna þessa dagana. Það er töluvert um óbótaskylda leka. Það er snjór sem kemst undir þakið og svo hlýnar aðeins eins og í gær og þá bráðnar snjórinn og vatn fer að leka inn um sprungur og annað þvíumlíkt.“ Sigrún minnir sumarhúsaeigendur sérstaklega á að huga að eignum sínum. „Við erum svona að ýta á fólk að tékka á sumarhúsunum sínum og athuga hvort það sé ekki örugglega rennsli á öllu vatninu því ef það er frosið einhvers staðar í lögnum þá fer ekkert endilega að leka þar fyrr en fer að hlýna meir.“
Tryggingar Slökkvilið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira