Veðmálaskandall skekur snókerheiminn Valur Páll Eiríksson skrifar 4. janúar 2023 10:45 Zhao Xintong var dæmdur í bann í gær. Will Matthews/PA Images via Getty Images Tíu kínverskir snókerspilarar hafa verið dæmdir í bann af Alþjóðasnókersambandinu vegna gruns um aðild þeirra að stórfelldu veðmálasvindli innan íþróttarinnar. Alþjóðasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem greint er frá því að Jason Ferguson, stjórnarformaður sambandsins, hafi ákveðið að banna þá Zhang Jiankang og Zhao Xintong frá því að taka þátt á heimsmótaröðinni í snóker. Þeir sæta rannsókn vegna ásakana um hagræðingu úrslita og er ákvörðun sambandsins hluti af víðtækri rannsókn vegna slíks, sem talið er stafa af veðmálasvindli. Zhao Xintong átti að spila við fjórfaldan heimsmeistara Mark Selby á hinu árlega Masters-móti sem hefst í Alexandra Palace í Lundúnum um helgina, en ljóst er að ekki verður af því. Xintong fagnaði sigri á breska meistaramótinu árið 2021. Þeir Xintong og Jiankang eru níundi og tíundi í röð kínverskra snókerspilara sem hafa hlotið bann vegna meints veðmálasvindls. Liang Wenbo var fyrstur í október en sjö snókerspilarar voru skikkaðir í bann í desember. Þeir Lu Ning, Li Hang, Zhao Jianbo, Bai Langning og Chang Bingyu voru bannaðir snemma í desember. Yan Bingtao, sigurvegari Masters-mótsins árið 2021, fylgdi um miðjan mánuðinn og Chen Zifan varð sá áttundi í lok desember. Í tilkynningu Alþjóðasnókersambandsins segir að „víðtæk rannsókn þess væri langt komin“ og að tilkynningar vegna hennar sé að vænta fljótlega. Þegar henni lýkur verði möguleikar á kærum gegn mönnunum tíu skoðaðar. Snóker Kína Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira
Alþjóðasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem greint er frá því að Jason Ferguson, stjórnarformaður sambandsins, hafi ákveðið að banna þá Zhang Jiankang og Zhao Xintong frá því að taka þátt á heimsmótaröðinni í snóker. Þeir sæta rannsókn vegna ásakana um hagræðingu úrslita og er ákvörðun sambandsins hluti af víðtækri rannsókn vegna slíks, sem talið er stafa af veðmálasvindli. Zhao Xintong átti að spila við fjórfaldan heimsmeistara Mark Selby á hinu árlega Masters-móti sem hefst í Alexandra Palace í Lundúnum um helgina, en ljóst er að ekki verður af því. Xintong fagnaði sigri á breska meistaramótinu árið 2021. Þeir Xintong og Jiankang eru níundi og tíundi í röð kínverskra snókerspilara sem hafa hlotið bann vegna meints veðmálasvindls. Liang Wenbo var fyrstur í október en sjö snókerspilarar voru skikkaðir í bann í desember. Þeir Lu Ning, Li Hang, Zhao Jianbo, Bai Langning og Chang Bingyu voru bannaðir snemma í desember. Yan Bingtao, sigurvegari Masters-mótsins árið 2021, fylgdi um miðjan mánuðinn og Chen Zifan varð sá áttundi í lok desember. Í tilkynningu Alþjóðasnókersambandsins segir að „víðtæk rannsókn þess væri langt komin“ og að tilkynningar vegna hennar sé að vænta fljótlega. Þegar henni lýkur verði möguleikar á kærum gegn mönnunum tíu skoðaðar.
Snóker Kína Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira