Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2023 14:09 Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi með Eflingu í desember síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. Tilboðið var lagt fram á fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem hófst fyrir stundu með ríkissáttasemjara. Þar segir að samtökin leggi til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar og gerður var við 18 af 19 aðildarfélögum Starfsgreinarsambandsins. Sem fyrr segir segist samninganefnd SA þó tilbúin til að ræða aðlögun kjarasamningsins að þörfum Eflingarfólks, en þó innan þess ramma sem samningurinn við Starfsgreinasambandið markaði. Bjóða afturvirkni frá 1. nóvember verði samningurinn undirritaður innan viku Í tilboðinu kemur fram að SA bjóði að kjarasamningurinn gildi afturvirkt frá 1. nóvember, svo fremi sem hann verði undirritaður innan viku, eigi síðar en 11. janúar næstkomandi. Samninganefnd Eflingar á fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í desember á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Í tilboðinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir forsendur kjarasamningsins sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, fór fyrir samninganefnd samtakanna á fundinum í dag. Hann segir að blæbrigðamunur sé á tilboði SA til Eflingar og þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru við Starfsgreinasambandið í desember. Klippa: Blæbrigðamunur á tilboði SA Þar er sú afstaða Samtaka atvinnulífsins að nýir kjarasamningar sem þau hafi gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarmanna og iðnaðarmanna og gildi fyrir um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði, séu stefnumarkandi, áréttuð. Í tilboðinu segir að Samtök atvinnulífsins sjái ekki málefnalegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks framfærsluálags á félagsvæði Eflingar á höfuðborgarsvæðinu, Kjós, Hveragerði, Ölfusi og Grímsnses- og Grafningshreppi. Í síðasta tilboði Eflingar til SA var meðal annars gert ráð fyrir fimmtán þúsund króna flatri framfærsluuppbót. Í tilboðinu lýsa samtökin sig reiðubúin til að ræða nánar sérstöðu félagsmanna Eflingar en þó með því skilyrði að það verði innan kostnaðarrama og meginlína þess samnings sem gerður var við Starfsgreinasambandið. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Tilboðið var lagt fram á fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem hófst fyrir stundu með ríkissáttasemjara. Þar segir að samtökin leggi til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar og gerður var við 18 af 19 aðildarfélögum Starfsgreinarsambandsins. Sem fyrr segir segist samninganefnd SA þó tilbúin til að ræða aðlögun kjarasamningsins að þörfum Eflingarfólks, en þó innan þess ramma sem samningurinn við Starfsgreinasambandið markaði. Bjóða afturvirkni frá 1. nóvember verði samningurinn undirritaður innan viku Í tilboðinu kemur fram að SA bjóði að kjarasamningurinn gildi afturvirkt frá 1. nóvember, svo fremi sem hann verði undirritaður innan viku, eigi síðar en 11. janúar næstkomandi. Samninganefnd Eflingar á fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í desember á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Í tilboðinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir forsendur kjarasamningsins sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, fór fyrir samninganefnd samtakanna á fundinum í dag. Hann segir að blæbrigðamunur sé á tilboði SA til Eflingar og þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru við Starfsgreinasambandið í desember. Klippa: Blæbrigðamunur á tilboði SA Þar er sú afstaða Samtaka atvinnulífsins að nýir kjarasamningar sem þau hafi gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarmanna og iðnaðarmanna og gildi fyrir um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði, séu stefnumarkandi, áréttuð. Í tilboðinu segir að Samtök atvinnulífsins sjái ekki málefnalegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks framfærsluálags á félagsvæði Eflingar á höfuðborgarsvæðinu, Kjós, Hveragerði, Ölfusi og Grímsnses- og Grafningshreppi. Í síðasta tilboði Eflingar til SA var meðal annars gert ráð fyrir fimmtán þúsund króna flatri framfærsluuppbót. Í tilboðinu lýsa samtökin sig reiðubúin til að ræða nánar sérstöðu félagsmanna Eflingar en þó með því skilyrði að það verði innan kostnaðarrama og meginlína þess samnings sem gerður var við Starfsgreinasambandið.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16
Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21
„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49