Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2023 14:09 Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi með Eflingu í desember síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. Tilboðið var lagt fram á fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem hófst fyrir stundu með ríkissáttasemjara. Þar segir að samtökin leggi til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar og gerður var við 18 af 19 aðildarfélögum Starfsgreinarsambandsins. Sem fyrr segir segist samninganefnd SA þó tilbúin til að ræða aðlögun kjarasamningsins að þörfum Eflingarfólks, en þó innan þess ramma sem samningurinn við Starfsgreinasambandið markaði. Bjóða afturvirkni frá 1. nóvember verði samningurinn undirritaður innan viku Í tilboðinu kemur fram að SA bjóði að kjarasamningurinn gildi afturvirkt frá 1. nóvember, svo fremi sem hann verði undirritaður innan viku, eigi síðar en 11. janúar næstkomandi. Samninganefnd Eflingar á fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í desember á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Í tilboðinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir forsendur kjarasamningsins sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, fór fyrir samninganefnd samtakanna á fundinum í dag. Hann segir að blæbrigðamunur sé á tilboði SA til Eflingar og þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru við Starfsgreinasambandið í desember. Klippa: Blæbrigðamunur á tilboði SA Þar er sú afstaða Samtaka atvinnulífsins að nýir kjarasamningar sem þau hafi gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarmanna og iðnaðarmanna og gildi fyrir um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði, séu stefnumarkandi, áréttuð. Í tilboðinu segir að Samtök atvinnulífsins sjái ekki málefnalegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks framfærsluálags á félagsvæði Eflingar á höfuðborgarsvæðinu, Kjós, Hveragerði, Ölfusi og Grímsnses- og Grafningshreppi. Í síðasta tilboði Eflingar til SA var meðal annars gert ráð fyrir fimmtán þúsund króna flatri framfærsluuppbót. Í tilboðinu lýsa samtökin sig reiðubúin til að ræða nánar sérstöðu félagsmanna Eflingar en þó með því skilyrði að það verði innan kostnaðarrama og meginlína þess samnings sem gerður var við Starfsgreinasambandið. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tilboðið var lagt fram á fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem hófst fyrir stundu með ríkissáttasemjara. Þar segir að samtökin leggi til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar og gerður var við 18 af 19 aðildarfélögum Starfsgreinarsambandsins. Sem fyrr segir segist samninganefnd SA þó tilbúin til að ræða aðlögun kjarasamningsins að þörfum Eflingarfólks, en þó innan þess ramma sem samningurinn við Starfsgreinasambandið markaði. Bjóða afturvirkni frá 1. nóvember verði samningurinn undirritaður innan viku Í tilboðinu kemur fram að SA bjóði að kjarasamningurinn gildi afturvirkt frá 1. nóvember, svo fremi sem hann verði undirritaður innan viku, eigi síðar en 11. janúar næstkomandi. Samninganefnd Eflingar á fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í desember á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Í tilboðinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir forsendur kjarasamningsins sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, fór fyrir samninganefnd samtakanna á fundinum í dag. Hann segir að blæbrigðamunur sé á tilboði SA til Eflingar og þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru við Starfsgreinasambandið í desember. Klippa: Blæbrigðamunur á tilboði SA Þar er sú afstaða Samtaka atvinnulífsins að nýir kjarasamningar sem þau hafi gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarmanna og iðnaðarmanna og gildi fyrir um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði, séu stefnumarkandi, áréttuð. Í tilboðinu segir að Samtök atvinnulífsins sjái ekki málefnalegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks framfærsluálags á félagsvæði Eflingar á höfuðborgarsvæðinu, Kjós, Hveragerði, Ölfusi og Grímsnses- og Grafningshreppi. Í síðasta tilboði Eflingar til SA var meðal annars gert ráð fyrir fimmtán þúsund króna flatri framfærsluuppbót. Í tilboðinu lýsa samtökin sig reiðubúin til að ræða nánar sérstöðu félagsmanna Eflingar en þó með því skilyrði að það verði innan kostnaðarrama og meginlína þess samnings sem gerður var við Starfsgreinasambandið.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16
Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21
„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49