Ýmsar leiðir til að takmarka tjón áður en hlýna fer um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2023 20:31 Sigrún Þorsteinsdóttir er forvarnarfulltrúi VÍS. sigurjón ólason Fjölmargar tjónatilkynningar hafa borist tryggingafélaginu VÍS vegna snjóþyngsla og óttast forvarnarfulltrúi félagsins holskeflu tilkynninga þegar hlýna fer um helgina. Hún fór yfir það hvernig takmarka má tjón. Svona líta mörg húsþök út eftir síðustu daga, en tilkynningarnar sem borist hafa VÍS snúa flestar að vatnstjóni. Grýlukertin geta einnig verið hættuleg fyrir gangandi vegfarendur.vísir „Í raun og veru eru lagnir að gefa sig og allskonar lagnagrindur og fleira sem hafa verið að gefa sig og vatnstjón sums staðar mjög alvarleg komið í kjölfarið,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Um síðustu helgi fór hitastig yfir frostmark með þeim afleiðingum að snjór bráðnaði á þökum og upp við húsveggi. „Og þá fórum við að fá mikið af tilkynningum um leka frá þökum, frá gluggum og svölum. Þetta eru í flestum tilvikum tjón sem eru ekki bótaskyld.“ Tjónin er ekki bótaskyld þar sem vatnið sem flæðir inn í hús kemur að utan. „Og mjög mikilvægt að fólk geri það sem það getur til að fyrirbyggja að slíkt tjón verði og við höfum alveg áhyggjur af næstu helgi því þá fer hitastig aftur yfir núll gráðurnar.“ Gott að búa til vatnsrásir Sjálf er Sigrún búin að gera ráðstafanir en hún hefur mokað snjó frá húsveggjum. „Það þarf ekki stórt bil. Þetta er svona snjóskóflubreidd sem maður þarf og þarna gerir maður það að verkum að vatnið á greiða leið til að renna og eins líka er það að taka af niðurföllum og búa til vatnsrásir í kringum niðurföllin.“ Einnig sé mikilvægt að moka af svölum og frá gluggum. „Og eins ef það er hægt að moka frá þakrennum en auðvitað aldrei með því að setja sig í hættu.“ Hitaþræðir sniðugir fyrir næstu kuldatíð Þá hvetur hún fólk til að skoða þann möguleika að setja upp hitaþræði í þakrennur. „Og kveikja síðan á þeim á veturna það er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli því þeir gera það að verkum að vatnið á alltaf greiða leið af þakinu.“ Í sjónvarpsfréttinni má sjá snjóklumpa og grýlukerti á þaki. Á lóðinni við hliðina á er búið að hreinsa af þakrennunum og er það gert með því að berja létt á rennuna og þá ættu grýlukerti og snjóklumpar að falla. Veður Tryggingar VÍS Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Svona líta mörg húsþök út eftir síðustu daga, en tilkynningarnar sem borist hafa VÍS snúa flestar að vatnstjóni. Grýlukertin geta einnig verið hættuleg fyrir gangandi vegfarendur.vísir „Í raun og veru eru lagnir að gefa sig og allskonar lagnagrindur og fleira sem hafa verið að gefa sig og vatnstjón sums staðar mjög alvarleg komið í kjölfarið,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Um síðustu helgi fór hitastig yfir frostmark með þeim afleiðingum að snjór bráðnaði á þökum og upp við húsveggi. „Og þá fórum við að fá mikið af tilkynningum um leka frá þökum, frá gluggum og svölum. Þetta eru í flestum tilvikum tjón sem eru ekki bótaskyld.“ Tjónin er ekki bótaskyld þar sem vatnið sem flæðir inn í hús kemur að utan. „Og mjög mikilvægt að fólk geri það sem það getur til að fyrirbyggja að slíkt tjón verði og við höfum alveg áhyggjur af næstu helgi því þá fer hitastig aftur yfir núll gráðurnar.“ Gott að búa til vatnsrásir Sjálf er Sigrún búin að gera ráðstafanir en hún hefur mokað snjó frá húsveggjum. „Það þarf ekki stórt bil. Þetta er svona snjóskóflubreidd sem maður þarf og þarna gerir maður það að verkum að vatnið á greiða leið til að renna og eins líka er það að taka af niðurföllum og búa til vatnsrásir í kringum niðurföllin.“ Einnig sé mikilvægt að moka af svölum og frá gluggum. „Og eins ef það er hægt að moka frá þakrennum en auðvitað aldrei með því að setja sig í hættu.“ Hitaþræðir sniðugir fyrir næstu kuldatíð Þá hvetur hún fólk til að skoða þann möguleika að setja upp hitaþræði í þakrennur. „Og kveikja síðan á þeim á veturna það er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli því þeir gera það að verkum að vatnið á alltaf greiða leið af þakinu.“ Í sjónvarpsfréttinni má sjá snjóklumpa og grýlukerti á þaki. Á lóðinni við hliðina á er búið að hreinsa af þakrennunum og er það gert með því að berja létt á rennuna og þá ættu grýlukerti og snjóklumpar að falla.
Veður Tryggingar VÍS Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira