„Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 20:12 Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri myndarinnar segir kvikmyndina fjalla um sjö vini sem fara í skelfilegan samkvæmisleik í matarboði. „leggja símana á borðið, lesa upp öll skilaboð og setja öll símtöl á „speaker“ og það fer bara svakalega illa,“ segir Elsa. Þetta er martröð margra, er þetta grínmynd eða spennumynd? „Bara allt í bland en hún er mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg,“ segir Elsa. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona segir áhorfendur geta átt von á miklu ferðalagi við áhorf. „Við förum í gegnum mjög mikinn tilfinningaskala. Þetta er mjög spennandi, skemmtilegt og hræðilegt.“ Hilmir Snær Guðnason, leikari bætir því við að myndin taki á alvarlegum hlutum en sé á sama tíma mjög fyndin. Myndin fjallar að þeirra sögn um venjulegt fólk í Reykjavík og gerist í nútímanum. Þá eigi margir að geta tengt við kringumstæðurnar sem komi fram í kvikmyndinni. Viðtalið við hópinn má sjá hér að ofan. Kvikmyndin verður frumsýnd þann 6. janúar næstkomandi og má sjá stiklu úr myndinni hér að neðan. Menning Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri myndarinnar segir kvikmyndina fjalla um sjö vini sem fara í skelfilegan samkvæmisleik í matarboði. „leggja símana á borðið, lesa upp öll skilaboð og setja öll símtöl á „speaker“ og það fer bara svakalega illa,“ segir Elsa. Þetta er martröð margra, er þetta grínmynd eða spennumynd? „Bara allt í bland en hún er mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg,“ segir Elsa. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona segir áhorfendur geta átt von á miklu ferðalagi við áhorf. „Við förum í gegnum mjög mikinn tilfinningaskala. Þetta er mjög spennandi, skemmtilegt og hræðilegt.“ Hilmir Snær Guðnason, leikari bætir því við að myndin taki á alvarlegum hlutum en sé á sama tíma mjög fyndin. Myndin fjallar að þeirra sögn um venjulegt fólk í Reykjavík og gerist í nútímanum. Þá eigi margir að geta tengt við kringumstæðurnar sem komi fram í kvikmyndinni. Viðtalið við hópinn má sjá hér að ofan. Kvikmyndin verður frumsýnd þann 6. janúar næstkomandi og má sjá stiklu úr myndinni hér að neðan.
Menning Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira