Arna fer fram á að rannsókn á hendur sér verði felld niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 06:51 Arna er fyrir miðju á myndinni, við hlið Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Vísir/Vilhelm Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, hefur farið þess á leit við dómstóla að rannsókn héraðssaksóknara á hendur henni verði úrskurðuð ólögmæt og felld niður. Frá þessu greinir Morgunblaðið en í umfjöllun blaðsins segir að Arna hafi haft réttarstöðu sakbornings í þrjú ár vegna rannsóknar á meintum brotum Samherja í Namibíu en hún hafi ekkert heyrt frá héraðssaksóknara í sautján mánuði. Að sögn Halldórs Brynjars Halldórssonar, lögmanns Örnu, var þess óskað síðasta vor að réttarstöðu Örnu yrði breytt, þar sem ekkert benti til þess að hún hefði gerst sek um saknæma háttsemi. „Við ítrekuðum kröfuna í tvígang en þegar alltaf var svarað á sama veg, án þess að nein efnisleg afstaða væri tekin, sáum við ekki aðra færa leið en láta á þetta reyna fyrir dómstólum,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Í greinargerð sem hefur verið lögð fyrir dómstóla segir einnig að Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sé vanhæfur til að annast rannsóknina sökum þess að hann sé bróðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni. Er Finnur sagður hafa byggt á gögnum og fréttaskrifum frá bróður sínum. Halldór segir það ekki hafa legið fyrir fyrr en nýlega að Finnur hefði yfirumsjón með rannsókninni. „Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að Finnur Þór færi þannig með stjórn rannsóknar, sem bróðir hans Ingi Freyr hefði tekið þátt í að vinna upp í hendurnar á honum, var ákveðið að tilefni væri orðið til þess að leita aðkomu dómstóla.“ Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en í umfjöllun blaðsins segir að Arna hafi haft réttarstöðu sakbornings í þrjú ár vegna rannsóknar á meintum brotum Samherja í Namibíu en hún hafi ekkert heyrt frá héraðssaksóknara í sautján mánuði. Að sögn Halldórs Brynjars Halldórssonar, lögmanns Örnu, var þess óskað síðasta vor að réttarstöðu Örnu yrði breytt, þar sem ekkert benti til þess að hún hefði gerst sek um saknæma háttsemi. „Við ítrekuðum kröfuna í tvígang en þegar alltaf var svarað á sama veg, án þess að nein efnisleg afstaða væri tekin, sáum við ekki aðra færa leið en láta á þetta reyna fyrir dómstólum,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Í greinargerð sem hefur verið lögð fyrir dómstóla segir einnig að Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sé vanhæfur til að annast rannsóknina sökum þess að hann sé bróðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni. Er Finnur sagður hafa byggt á gögnum og fréttaskrifum frá bróður sínum. Halldór segir það ekki hafa legið fyrir fyrr en nýlega að Finnur hefði yfirumsjón með rannsókninni. „Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að Finnur Þór færi þannig með stjórn rannsóknar, sem bróðir hans Ingi Freyr hefði tekið þátt í að vinna upp í hendurnar á honum, var ákveðið að tilefni væri orðið til þess að leita aðkomu dómstóla.“
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira