Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. janúar 2023 07:48 Kevin McCarthy ræðir við blaðamenn eftir að í ljós var komið að honum hafði mistekist að ná kjöri þriðja daginn í röð og í elleftu tilrauns. AP Photo/Jose Luis Magana Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. Nú hafa þingmenn greitt ellefu sinnum atkvæði um tillöguna og ávallt er niðurstaðan sú að enginn nær tilskyldum meirihluta, hvorki McCarthy né aðrir. Á þessu hefur gengið í þrjá daga. Þetta hefur leitt til þess að bandarískt stjórnkerfi er að hluta til lamað því nýir þingmenn geta ekki svarið embættiseið sinn. Viðlíka ástand hefur ekki sést á Bandaríkjaþingi síðan á tímum borgarastríðsins. Kevin McCarthy er leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þegar þeir náðu átta manna meirihuta í deildinni í síðustu kosningum hefði það átt að vera formsatriði að kjósa hann sem forseta þingsins. Vandamálið er hópur lengst til hægri í Repúblikanaflokknum sem telur um tuttugu þingmenn sem vilja ekki sjá McCarthy í embættinu. Demókratar kjósa síðan ávallt sitt forsetaefni og þannig nær enginn tilskyldum meirihluta. Því er komin upp pattstaða á þinginu sem ekki hefur sést síðan 1860 þegar þingmenn komu sér ekki saman um forseta í miðri deilunni um þrælahald. Þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að komast að niðurstöðu. Washington Post segir að teikn séu á lofti um að McCarthy nái að sannfæra nokkra af andófsmönnunum um að greiða sér atkvæði með frekari eftirgjöf. Hann hafi meðal annars fallist á kröfu þeirra um að hver og einn þingmaður geti lagt fram tillögu um vantraust á forseta og um fleiri nefndarsæti til uppreisnarmannanna. „Mér líður vel, ég var mjög jákvæður í gær. Ég er enn jákvæðari í dag. Ég tel að við höfum átt mjög góðar viðræður,“ sagði McCarty þegar hann yfirgaf þinghúsið seint í gærkvöldi. Óljóst er þó hvenær viðsemjendur McCarthy gætu gengið honum á hönd. Hugmynd forsetaefnisins er að grynnka í röðum andófsmannanna og setja þannig þrýsting á þá sem enn þráast við. Sumir þeirra sitja enn sem fastast við sinn keip. Matt Gaetz, þingmaður flokksins frá Flórída, greiddi Donald Trump atkvæði sitt sem forseti þingsins í gær. Hann hefur sagt að honum sé sama þó að innanflokkserjur repúblikana leiði til þess að demókratinn Hakeem Jeffries verði kjörinn þingforseti. Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Nú hafa þingmenn greitt ellefu sinnum atkvæði um tillöguna og ávallt er niðurstaðan sú að enginn nær tilskyldum meirihluta, hvorki McCarthy né aðrir. Á þessu hefur gengið í þrjá daga. Þetta hefur leitt til þess að bandarískt stjórnkerfi er að hluta til lamað því nýir þingmenn geta ekki svarið embættiseið sinn. Viðlíka ástand hefur ekki sést á Bandaríkjaþingi síðan á tímum borgarastríðsins. Kevin McCarthy er leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þegar þeir náðu átta manna meirihuta í deildinni í síðustu kosningum hefði það átt að vera formsatriði að kjósa hann sem forseta þingsins. Vandamálið er hópur lengst til hægri í Repúblikanaflokknum sem telur um tuttugu þingmenn sem vilja ekki sjá McCarthy í embættinu. Demókratar kjósa síðan ávallt sitt forsetaefni og þannig nær enginn tilskyldum meirihluta. Því er komin upp pattstaða á þinginu sem ekki hefur sést síðan 1860 þegar þingmenn komu sér ekki saman um forseta í miðri deilunni um þrælahald. Þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að komast að niðurstöðu. Washington Post segir að teikn séu á lofti um að McCarthy nái að sannfæra nokkra af andófsmönnunum um að greiða sér atkvæði með frekari eftirgjöf. Hann hafi meðal annars fallist á kröfu þeirra um að hver og einn þingmaður geti lagt fram tillögu um vantraust á forseta og um fleiri nefndarsæti til uppreisnarmannanna. „Mér líður vel, ég var mjög jákvæður í gær. Ég er enn jákvæðari í dag. Ég tel að við höfum átt mjög góðar viðræður,“ sagði McCarty þegar hann yfirgaf þinghúsið seint í gærkvöldi. Óljóst er þó hvenær viðsemjendur McCarthy gætu gengið honum á hönd. Hugmynd forsetaefnisins er að grynnka í röðum andófsmannanna og setja þannig þrýsting á þá sem enn þráast við. Sumir þeirra sitja enn sem fastast við sinn keip. Matt Gaetz, þingmaður flokksins frá Flórída, greiddi Donald Trump atkvæði sitt sem forseti þingsins í gær. Hann hefur sagt að honum sé sama þó að innanflokkserjur repúblikana leiði til þess að demókratinn Hakeem Jeffries verði kjörinn þingforseti.
Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33