Alberti Klahn dæmdar 26 milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2023 14:13 Albert Klahn Skaftason var dæmdur í tólf mánaða fangelsi á sínum tíma. Hann var sýknaður við endurupptöku málsins löngu síðar. Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Alberti Klahn Skaftasyni, sakborningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, 26 milljónir króna í miskabætur. Albert krafðist 200 milljóna króna í bætur en Héraðsdómur féllst á 26 milljóna bótagreiðslu vegna frelsissviptingar og sakfellingar í tengslum við málið á sínum tíma sem reist var á gallaðri rannsókn og málsmeðferð. Ríkið þarf að greiða ellefu milljónir króna en Albert fékk greiddar 15 milljónir króna í bætur frá ríkinu árið 2019. Albert var árið 1980 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að flytja lík Guðmundar Einarsson í bifreið í Hafnarfjarðarhraun í tvígang árið 1974. Hann afplánaði rúma tvo mánuði í fangelsi áður en honum var veitt reynslulausn. Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku máls Alberts árið 2017 og var það tekið fyrir í Hæstarétti ásamt málum fleiri karlmanna. Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Ári síðar var með nýjum lögum veitt heimild til að greiða bætur vegna sýknudómsins. Alberti voru dæmdar 15 milljónir króna í bætur. Hann fór svo sjálfur í bótamál við ríkið og féll dómur í dag. Fær hann ellefu milljónir til viðbótar frá ríkinu. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Albert krafðist 200 milljóna króna í bætur en Héraðsdómur féllst á 26 milljóna bótagreiðslu vegna frelsissviptingar og sakfellingar í tengslum við málið á sínum tíma sem reist var á gallaðri rannsókn og málsmeðferð. Ríkið þarf að greiða ellefu milljónir króna en Albert fékk greiddar 15 milljónir króna í bætur frá ríkinu árið 2019. Albert var árið 1980 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að flytja lík Guðmundar Einarsson í bifreið í Hafnarfjarðarhraun í tvígang árið 1974. Hann afplánaði rúma tvo mánuði í fangelsi áður en honum var veitt reynslulausn. Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku máls Alberts árið 2017 og var það tekið fyrir í Hæstarétti ásamt málum fleiri karlmanna. Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Ári síðar var með nýjum lögum veitt heimild til að greiða bætur vegna sýknudómsins. Alberti voru dæmdar 15 milljónir króna í bætur. Hann fór svo sjálfur í bótamál við ríkið og féll dómur í dag. Fær hann ellefu milljónir til viðbótar frá ríkinu.
Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira