„Vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. janúar 2023 09:01 Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, körfuboltadómari, lagði flautuna á hilluna í síðasta mánuði. Ástæðan er svívirðingar, dónaskapur og persónuníð. Formaður dómaranefndar KKÍ, Jón Bender, segir starfsumhverfið óboðlegt og undanskilur ekki yngri flokka. „Það er mjög erfitt að vera dómari í dag og hefur bara jafnvel versnað eftir Covid,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2. „Það eru ekki bara körfuboltadómarar sem finna fyrir þessu, heldur aðrir dómarar líka í öðrum íþróttum og þetta er eitthvað sem þarf að laga.“ „Fyrir framhaldið getur þetta haft þá þýðingu að það verði erfiðara að fá nýliða í dómgæslu og það viljum við ekki sjá. Það hefur verið nógu erfitt fyrir. Þannig að við þurfum að bæta umhverfið og fá alla þá aðstoð sem við getum til þess að halda áfram að fjölga og gera starfsumhverfið betra.“ Þá segir Jón að félögin beri að einhverju leyti ábyrgð á málum sem þessum. „Já, að einhverju leyti. Það er kannski ekki alfarið þeirra, en þau stýra ekki alveg hverjir koma í húsin. En vissulega þurfa þau að hjálpa okkur að hafa þetta eins og þetta á að vera. Og ekki bara félögin, heldur sérsamböndin og aðrir.“ Jón segir enn fremur að staðan hafi versnað á undanförnum árum. „Klárlega. Eins og ég segi þá held ég að þetta hafi versnað eftir Covid og í Covid. Maður sér það líka bara almennt í samfélaginu.“ Jóni þykir sérstaklega slæmt að heyra þegar fólk svívirðir dómara persónulega. „Já og persónulegum. Og það er það sem er slæmt. Það er eitt að púa á dómarann, en það er annað að nota persónulegar svívirðingar.“ Þá segist Jón sem betur fer ekki vita til þess að fleiri dómarar séu að íhuga að leggja flautuna á hilluna. „Sem betur fer veit ég ekki af því enn þá, en þetta er allt brothætt. Vonandi verður það ekki og vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli.“ Viðtalið við Jón í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jón Bender, formaður KKDÍ. Subway-deild karla Tengdar fréttir Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
„Það er mjög erfitt að vera dómari í dag og hefur bara jafnvel versnað eftir Covid,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2. „Það eru ekki bara körfuboltadómarar sem finna fyrir þessu, heldur aðrir dómarar líka í öðrum íþróttum og þetta er eitthvað sem þarf að laga.“ „Fyrir framhaldið getur þetta haft þá þýðingu að það verði erfiðara að fá nýliða í dómgæslu og það viljum við ekki sjá. Það hefur verið nógu erfitt fyrir. Þannig að við þurfum að bæta umhverfið og fá alla þá aðstoð sem við getum til þess að halda áfram að fjölga og gera starfsumhverfið betra.“ Þá segir Jón að félögin beri að einhverju leyti ábyrgð á málum sem þessum. „Já, að einhverju leyti. Það er kannski ekki alfarið þeirra, en þau stýra ekki alveg hverjir koma í húsin. En vissulega þurfa þau að hjálpa okkur að hafa þetta eins og þetta á að vera. Og ekki bara félögin, heldur sérsamböndin og aðrir.“ Jón segir enn fremur að staðan hafi versnað á undanförnum árum. „Klárlega. Eins og ég segi þá held ég að þetta hafi versnað eftir Covid og í Covid. Maður sér það líka bara almennt í samfélaginu.“ Jóni þykir sérstaklega slæmt að heyra þegar fólk svívirðir dómara persónulega. „Já og persónulegum. Og það er það sem er slæmt. Það er eitt að púa á dómarann, en það er annað að nota persónulegar svívirðingar.“ Þá segist Jón sem betur fer ekki vita til þess að fleiri dómarar séu að íhuga að leggja flautuna á hilluna. „Sem betur fer veit ég ekki af því enn þá, en þetta er allt brothætt. Vonandi verður það ekki og vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli.“ Viðtalið við Jón í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jón Bender, formaður KKDÍ.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00