Falleinkunn ef staðan batnar ekki með nýju skipulagi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2023 11:34 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að úrbóta sé þörf innan spítalans á þessu ári með nýju skipulagi. Hann segir spítalann sinna of mörgum verkefnum sem ættu með réttu ekki að heyra undir hann en bylgja veirusýkinga hefur gert stjórnendum erfitt fyrir við að létta álagið. Ófremdarástand ríkir nú á Landsspítalanum líkt og oft áður. Sérfræðilæknir sagði upp vegna „stríðsástands á bráðamóttöku“ í vikunni. Bæði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafna því að spítalinn sé vanfjármagnaður. Spurður hvort hann taki undir þau sjónarmið ráðherranna segir Runólfur: „Þetta er ekki einfalt mál, vegna þess að spítalinn er að sinna margvíslegum hlutverkum sem er ekki gert ráð fyrir að hann sinni. Meðal þess er öldrunarþjónusta sem talað er um að eigi heima annars staðar innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Við fengum fjárveitingar fyrir árið 2023 í samræmi við okkar rekstraráætlun. Það eru hins vegar margvísleg verkefni sem þarf að vinna og fjármagna til að ráða bót á þessum vandræðum sem við erum stöðugt í,“ segir Runólfur og bætir við að hann geri ráð fyrir að slík verkefni verði fjármögnuð sérstaklega. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Annað sem skiptir miklu máli fyrir Landspítalann er að nú erum við að taka upp fjármögnun þar sem greitt verður fyrir unnin verk,“ segir Runólfur sem bindur vonir við að slík fjármögnun verði til bóta á þessu ári. Mögulega verði að auka fjárveitingar til að mæta auknum launagreiðslum ef spítalinn verður undir í samkeppni um starfsfólk. „Auðvitað verður spítalinn að vera samkeppnisfær,“ segir hann. Runólfur segir að illa hafi gengið að koma ýmsum verkefnum frá spítalanum. Hækkandi aldur þjóðarinnar spili þar inni í. „Okkur tókst ekki nægilega vel að undirbúa okkur fyrir það. Svo kom farsóttin og gerði illt verra og leiddi til manneklu meðal heilbrigðisstarfsmanna sem var farin að gæta sín fyrir,“ segir hann og nefnir að legurými hafi skort síðustu mánuðum. Stjórnendur spítalans hafi verið komnir áleiðis með að greiða úr þeim vanda. „Svo skall á okkur þessi bylgja veirusýkinga sem hefur gert okkur mjög erfitt fyrir síðustu vikur og það er mjög skiljanlegt að fólk sé orðið langþreytt.“ Með nýju skipulagi spítalans vonast hann til að staðan batni. „Ef við náum ekki úrbótum á þessu ári þá gef ég okkur bara falleinkunn fyrirfram,“ segir Runólfur Pálsson að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Ófremdarástand ríkir nú á Landsspítalanum líkt og oft áður. Sérfræðilæknir sagði upp vegna „stríðsástands á bráðamóttöku“ í vikunni. Bæði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafna því að spítalinn sé vanfjármagnaður. Spurður hvort hann taki undir þau sjónarmið ráðherranna segir Runólfur: „Þetta er ekki einfalt mál, vegna þess að spítalinn er að sinna margvíslegum hlutverkum sem er ekki gert ráð fyrir að hann sinni. Meðal þess er öldrunarþjónusta sem talað er um að eigi heima annars staðar innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Við fengum fjárveitingar fyrir árið 2023 í samræmi við okkar rekstraráætlun. Það eru hins vegar margvísleg verkefni sem þarf að vinna og fjármagna til að ráða bót á þessum vandræðum sem við erum stöðugt í,“ segir Runólfur og bætir við að hann geri ráð fyrir að slík verkefni verði fjármögnuð sérstaklega. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Annað sem skiptir miklu máli fyrir Landspítalann er að nú erum við að taka upp fjármögnun þar sem greitt verður fyrir unnin verk,“ segir Runólfur sem bindur vonir við að slík fjármögnun verði til bóta á þessu ári. Mögulega verði að auka fjárveitingar til að mæta auknum launagreiðslum ef spítalinn verður undir í samkeppni um starfsfólk. „Auðvitað verður spítalinn að vera samkeppnisfær,“ segir hann. Runólfur segir að illa hafi gengið að koma ýmsum verkefnum frá spítalanum. Hækkandi aldur þjóðarinnar spili þar inni í. „Okkur tókst ekki nægilega vel að undirbúa okkur fyrir það. Svo kom farsóttin og gerði illt verra og leiddi til manneklu meðal heilbrigðisstarfsmanna sem var farin að gæta sín fyrir,“ segir hann og nefnir að legurými hafi skort síðustu mánuðum. Stjórnendur spítalans hafi verið komnir áleiðis með að greiða úr þeim vanda. „Svo skall á okkur þessi bylgja veirusýkinga sem hefur gert okkur mjög erfitt fyrir síðustu vikur og það er mjög skiljanlegt að fólk sé orðið langþreytt.“ Með nýju skipulagi spítalans vonast hann til að staðan batni. „Ef við náum ekki úrbótum á þessu ári þá gef ég okkur bara falleinkunn fyrirfram,“ segir Runólfur Pálsson að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42
Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00