Enn ein þreföld tvenna hjá Doncic | James nálgast stigametið Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 10:00 Varnarmenn Kings réðu ekkert við LeBron James í leik liðanna í nótt. Getty Images Luka Doncic náði 9. þreföldu tvennu sinni á tímabilinu í sigri Maverics á Pelicans í NBA deildinni í nótt á meðan LeBron James nálgast stigamet Kareem Abdul-Jaabar óðfluga. James átti enn eina frábæra frammistöðuna er Lakers vann tveggja stiga sigur á Kings. Los Angeles Lakers 136-134 Sacramento Kings Dennis Schroder tryggði Lakers tveggja stiga sigur á Kings með tveimur stigum af vítalínunni í síðustu sókn Lakers í tveggja stiga sigri liðsins á Sacramento Kings en Schroder gerði alls 27 stig í leiknum. LeBron James var hins vegar allt í öllu í sigri Lakers og endaði stigahæsti leikmaður vallarins. James skoraði 37 stig í leiknum ásamt því að taka 8 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Það var enginn sem skoraði fleiri stig en James í þeim leikjum sem fóru fram í nótt. James er nú aðeins 422 stigum frá því að eigna sér stigamet NBA deildarinnar sem Kareem Abdul-Jaabar hefur átt í tæp 34 ár en Abdul-Jaabar skoraði 38.387 stig á sínum tíma. Ef James viðheldur 27,2 stiga meðaltali sínu þá verður hann orðinn stigahæsti leikmaður allra tíma eftir 16 leiki, þann 9. febrúar næstkomandi. Var þetta 5. sigurleikur Lakers í röð og 19. sigurinn í deildinni í vetur en liðið er í 12. sæti vesturdeildarinnar. Kings er hins vegar í 5. sæti vestursins með 20 sigurleiki. LeBron tonight in the Lakers W:37 points8 rebounds7 assists👑 pic.twitter.com/bskcG6tWeT— NBA (@NBA) January 8, 2023 New Orleans Pelicans 117-127 Dallas Mavericks Luka Doncic, leikmaður Mavericks, nældi sér í þrefalda tvennu er hann skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 10 stiga sigri Mavericks á Pelicans. Enginn leikmaður vallarins náði fleiri fráköstum, stoðsendingum eða stigum en Doncic í leiknum og var þetta 9. þrefalda tvenna hans á tímabilinu. Mavericks er nú bara einum sigurleik á eftir Pelicans í vesturhluta NBA deildarinnar, Pelicans er í 3. sæti með 24 sigra en Mavericks eru í því 4. með 23 sigurleiki. Luka recorded his 9th triple-double of the season in the Mavs W on Saturday night:34 PTS10 REB10 ASTFor more, download the NBA app:📲 https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/drqRl9uOFg— NBA (@NBA) January 8, 2023 Boston Celtics 121-116 San Antonio Spurs Celtics heldur toppsæti austurdeildar eftir fimm stiga sigur á Spurs í nótt þökk sé frábærum leik Jayson Tatum og Jaylen Brown, leikmönnum Celtics. Tatum var stigahæstur með 34 stig en Jaylen Brown bætti við öðrum 29 stigum fyrir Celtics. Celtics hefur tveggja sigurleikja forskot á Brooklyn Nets í efsta sæti austursins á meðan San Antonio Spurs er í 14. og næst neðsta sæti vesturdeildarinnar. Jayson Tatum and Jaylen Brown combined to lead the Celtics to the W in San Antonio ☘️Tatum: 34 PTS, 4 REB, 5 ThreesBrown: 29 PTS, 4 REB, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/qe6GeYLVj3— NBA (@NBA) January 8, 2023 Orlando Magic 115-101 Golden State Warriors Meistarar Warriors misstigu sig á heimavelli gegn Magic en gestirnir unnu 14 stiga sigur og var þetta fyrsti sigur Magic á Warriors í meira en 10 ár. Warriors voru án bæði Stephen Curry og Klay Thompson í leiknum. Í þeirra fjarveru var varamaðurinn Anthony Lamb stigahæstur með 26 stig. Hjá Magic var Paolo Banchero með flest stig, alls 25 stig. Warriors er í 9. sæti vesturdeildar með 20 sigurleiki en Magic er á sama tíma í 13. sæti austurdeildar með 15 sigurleiki. Paolo Banchero dropped a team-high 25 PTS and 4 threes in the Magic win in Golden State 👀 pic.twitter.com/LWIlhgIcnb— NBA (@NBA) January 8, 2023 Utah Jazz 118-126 Chicago Bulls Zach LaVine fór fyrir sínum mönnum í Bulls í átta stiga sigri þeirra á heimavelli gegn Jazz. LaVine gerði alls sex þriggja stiga körfur í leiknum og var stigahæsti leikmaður leiksins með 36 stig. DeMar DeRozan bætti við 35 stigum fyrir Bulls en Lauri Markkanen var stigahæsti leikmaður Jazz með 28 stig. Eftir sigurinn er Bulls í 9. sæti austurdeildar með 19 sigurleiki en Jazz er í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 20 sigurleiki. Heildarstöðuna í NBA deildinni má sjá með því að smella hér. DeMar DeRozan and Zach LaVine showed out to lead the Bulls to victory in Chicago 🔥DeMar: 35 PTS, 7 ASTLaVine: 36 PTS, 7 REB, 6 3PM pic.twitter.com/MPN6Y2GfW1— NBA (@NBA) January 8, 2023 NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Leik lokið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Los Angeles Lakers 136-134 Sacramento Kings Dennis Schroder tryggði Lakers tveggja stiga sigur á Kings með tveimur stigum af vítalínunni í síðustu sókn Lakers í tveggja stiga sigri liðsins á Sacramento Kings en Schroder gerði alls 27 stig í leiknum. LeBron James var hins vegar allt í öllu í sigri Lakers og endaði stigahæsti leikmaður vallarins. James skoraði 37 stig í leiknum ásamt því að taka 8 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Það var enginn sem skoraði fleiri stig en James í þeim leikjum sem fóru fram í nótt. James er nú aðeins 422 stigum frá því að eigna sér stigamet NBA deildarinnar sem Kareem Abdul-Jaabar hefur átt í tæp 34 ár en Abdul-Jaabar skoraði 38.387 stig á sínum tíma. Ef James viðheldur 27,2 stiga meðaltali sínu þá verður hann orðinn stigahæsti leikmaður allra tíma eftir 16 leiki, þann 9. febrúar næstkomandi. Var þetta 5. sigurleikur Lakers í röð og 19. sigurinn í deildinni í vetur en liðið er í 12. sæti vesturdeildarinnar. Kings er hins vegar í 5. sæti vestursins með 20 sigurleiki. LeBron tonight in the Lakers W:37 points8 rebounds7 assists👑 pic.twitter.com/bskcG6tWeT— NBA (@NBA) January 8, 2023 New Orleans Pelicans 117-127 Dallas Mavericks Luka Doncic, leikmaður Mavericks, nældi sér í þrefalda tvennu er hann skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 10 stiga sigri Mavericks á Pelicans. Enginn leikmaður vallarins náði fleiri fráköstum, stoðsendingum eða stigum en Doncic í leiknum og var þetta 9. þrefalda tvenna hans á tímabilinu. Mavericks er nú bara einum sigurleik á eftir Pelicans í vesturhluta NBA deildarinnar, Pelicans er í 3. sæti með 24 sigra en Mavericks eru í því 4. með 23 sigurleiki. Luka recorded his 9th triple-double of the season in the Mavs W on Saturday night:34 PTS10 REB10 ASTFor more, download the NBA app:📲 https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/drqRl9uOFg— NBA (@NBA) January 8, 2023 Boston Celtics 121-116 San Antonio Spurs Celtics heldur toppsæti austurdeildar eftir fimm stiga sigur á Spurs í nótt þökk sé frábærum leik Jayson Tatum og Jaylen Brown, leikmönnum Celtics. Tatum var stigahæstur með 34 stig en Jaylen Brown bætti við öðrum 29 stigum fyrir Celtics. Celtics hefur tveggja sigurleikja forskot á Brooklyn Nets í efsta sæti austursins á meðan San Antonio Spurs er í 14. og næst neðsta sæti vesturdeildarinnar. Jayson Tatum and Jaylen Brown combined to lead the Celtics to the W in San Antonio ☘️Tatum: 34 PTS, 4 REB, 5 ThreesBrown: 29 PTS, 4 REB, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/qe6GeYLVj3— NBA (@NBA) January 8, 2023 Orlando Magic 115-101 Golden State Warriors Meistarar Warriors misstigu sig á heimavelli gegn Magic en gestirnir unnu 14 stiga sigur og var þetta fyrsti sigur Magic á Warriors í meira en 10 ár. Warriors voru án bæði Stephen Curry og Klay Thompson í leiknum. Í þeirra fjarveru var varamaðurinn Anthony Lamb stigahæstur með 26 stig. Hjá Magic var Paolo Banchero með flest stig, alls 25 stig. Warriors er í 9. sæti vesturdeildar með 20 sigurleiki en Magic er á sama tíma í 13. sæti austurdeildar með 15 sigurleiki. Paolo Banchero dropped a team-high 25 PTS and 4 threes in the Magic win in Golden State 👀 pic.twitter.com/LWIlhgIcnb— NBA (@NBA) January 8, 2023 Utah Jazz 118-126 Chicago Bulls Zach LaVine fór fyrir sínum mönnum í Bulls í átta stiga sigri þeirra á heimavelli gegn Jazz. LaVine gerði alls sex þriggja stiga körfur í leiknum og var stigahæsti leikmaður leiksins með 36 stig. DeMar DeRozan bætti við 35 stigum fyrir Bulls en Lauri Markkanen var stigahæsti leikmaður Jazz með 28 stig. Eftir sigurinn er Bulls í 9. sæti austurdeildar með 19 sigurleiki en Jazz er í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 20 sigurleiki. Heildarstöðuna í NBA deildinni má sjá með því að smella hér. DeMar DeRozan and Zach LaVine showed out to lead the Bulls to victory in Chicago 🔥DeMar: 35 PTS, 7 ASTLaVine: 36 PTS, 7 REB, 6 3PM pic.twitter.com/MPN6Y2GfW1— NBA (@NBA) January 8, 2023
NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Leik lokið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn