„Framsókn“ Sigurðar Inga Heimir Eyvindarson skrifar 9. janúar 2023 11:01 Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Svo framsýnar voru hugmyndirnar að við austurbæjarstöð var einnig gert ráð fyrir aðkomu lesta utan af landsbyggðinni. Því miður fáum við aldrei að vita hvernig samfélagið hefði þróast ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika - og ekki hefði verið ráðist í að gera borgina að bílaborg að bandarískri fyrirmynd. Ekki frekar en við fáum nokkurn tíma að vita hvort almenningur hefði það betra ef framsóknarmenn hefðu ekki ákveðið að gefa nokkrum vel völdum vinum sínum fiskveiði auðlindina á sínum tíma, eins og velt var upp í áramótaskaupinu. Ætli þeir í framsókn viti hvað orðið framsókn þýði? Líklega ekki Sigurður Ingi, sem sló hugmyndir um lest milli Reykjaness og Reykjavíkur út af borðinu í gær. Taldi viturlegra að byggja upp vegi. „Ahhhhaahhha, haldið þið að lestir komist leiðar sinnar þegar okkar stærstu díselhákar komast hvorki lönd né strönd? Ahhahahhhahh!“ Kannski ekki Sigurður, en þær ættu a.m.k. að komast þegar vegirnir eru lokaðir vegna fastra smábíla þvers og kruss. Þessi framsýni Sigurðar Inga minnir á annan ámóta framtíðarsnilling, Steingrím J., sem sagði eitthvað á þessa leið, þegar til stóð að byggja Leifsstöð á sínum tíma: „Ahhhhaahhha, þetta er algjört rugl! Haldið þið að það verði endalaust til af flugfarþegum?! Það er miklu nær að efla skipaflotann. Siglingar eru framtíðin. Ahhahahhhahh.“ Nýsköpun, sjálfbærni og umhverfisvernd eru meðal markmiða sem viðurkennt er að manneskjunni sé nauðsynlegt að stefna að, eigi henni ekki að takast að tortíma sjálfri sér í endalausum ahhahahhhahh belgingi. Þeim markmiðum náum við ekki með því að neita að sjá aðrar lausnir en einkabílinn. Þeir voru framsýnir Bretarnir sem byggðu fyrstu almenningsjárnbraut veraldar, milli Liverpool og Manchester fyrir næstum 200 árum. Hvað hefði Steingrímur J. sagt við þeim pælingum? Kannski: „Ahhhhaahhha, hvaða rugl er í ykkur, það eru fullgóðir skipaskurðir milli borganna. Það er miklu nær að styrkja þá enn frekar.“? Þeir voru líka framsýnir Danirnir sem byrjuðu að byggja upp lestarkerfið þar skömmu á eftir Bretunum. Þegar lest milli Roskilde og Køben var tekin í notkun 1847 bjuggu líklega álíka margir á þessum tveimur stöðum og búa í dag í Reykjavík og Reykjanesbæ. Skipulagsmál ættu ætíð að vera á ábyrgð þeirra sem sjá lengra fram í tímann en nef þeirra nær. Sagan sýnir að öll viðleitni mannsins til þess að liðka um fyrir bílaumferð hefur orðið til þess að auka hana. Líklega veit Sigurður Ingi það ekki. Eða honum er kannski bara sama? Við ráðum því nefnilega sjálf, í hvernig samfélagi við viljum búa. Til þess höfum við alls konar lýðræðistól. Við getum látið skoðun okkar í ljós og komið athugasemdum á framfæri. Og svo getum við líka hætt að kjósa olíubelgi yfir okkur, hvort sem þeir eru úr framsókn, VG eða öðrum flokkum. Það er t.d. engin tilviljun eða náttúrulögmál að Amsterdam og Køben eru annálaðar reiðhjólaborgir. Það kostaði baráttu fólks og skilning yfirvalda. Upp úr 1970 stefndi allt í að báðar þessar borgir yrðu ósköp venjulegar bílaborgir, þrátt fyrir ríka hjólreiðahefð í báðum löndum. Einkabíllinn var einfaldlega málið. „Ahhhhaahhha, ætliði bara að hjóla út um allt? „Ahhhhaahhha!“ Höfundur er kennari og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Hjólreiðar Skipulag Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Svo framsýnar voru hugmyndirnar að við austurbæjarstöð var einnig gert ráð fyrir aðkomu lesta utan af landsbyggðinni. Því miður fáum við aldrei að vita hvernig samfélagið hefði þróast ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika - og ekki hefði verið ráðist í að gera borgina að bílaborg að bandarískri fyrirmynd. Ekki frekar en við fáum nokkurn tíma að vita hvort almenningur hefði það betra ef framsóknarmenn hefðu ekki ákveðið að gefa nokkrum vel völdum vinum sínum fiskveiði auðlindina á sínum tíma, eins og velt var upp í áramótaskaupinu. Ætli þeir í framsókn viti hvað orðið framsókn þýði? Líklega ekki Sigurður Ingi, sem sló hugmyndir um lest milli Reykjaness og Reykjavíkur út af borðinu í gær. Taldi viturlegra að byggja upp vegi. „Ahhhhaahhha, haldið þið að lestir komist leiðar sinnar þegar okkar stærstu díselhákar komast hvorki lönd né strönd? Ahhahahhhahh!“ Kannski ekki Sigurður, en þær ættu a.m.k. að komast þegar vegirnir eru lokaðir vegna fastra smábíla þvers og kruss. Þessi framsýni Sigurðar Inga minnir á annan ámóta framtíðarsnilling, Steingrím J., sem sagði eitthvað á þessa leið, þegar til stóð að byggja Leifsstöð á sínum tíma: „Ahhhhaahhha, þetta er algjört rugl! Haldið þið að það verði endalaust til af flugfarþegum?! Það er miklu nær að efla skipaflotann. Siglingar eru framtíðin. Ahhahahhhahh.“ Nýsköpun, sjálfbærni og umhverfisvernd eru meðal markmiða sem viðurkennt er að manneskjunni sé nauðsynlegt að stefna að, eigi henni ekki að takast að tortíma sjálfri sér í endalausum ahhahahhhahh belgingi. Þeim markmiðum náum við ekki með því að neita að sjá aðrar lausnir en einkabílinn. Þeir voru framsýnir Bretarnir sem byggðu fyrstu almenningsjárnbraut veraldar, milli Liverpool og Manchester fyrir næstum 200 árum. Hvað hefði Steingrímur J. sagt við þeim pælingum? Kannski: „Ahhhhaahhha, hvaða rugl er í ykkur, það eru fullgóðir skipaskurðir milli borganna. Það er miklu nær að styrkja þá enn frekar.“? Þeir voru líka framsýnir Danirnir sem byrjuðu að byggja upp lestarkerfið þar skömmu á eftir Bretunum. Þegar lest milli Roskilde og Køben var tekin í notkun 1847 bjuggu líklega álíka margir á þessum tveimur stöðum og búa í dag í Reykjavík og Reykjanesbæ. Skipulagsmál ættu ætíð að vera á ábyrgð þeirra sem sjá lengra fram í tímann en nef þeirra nær. Sagan sýnir að öll viðleitni mannsins til þess að liðka um fyrir bílaumferð hefur orðið til þess að auka hana. Líklega veit Sigurður Ingi það ekki. Eða honum er kannski bara sama? Við ráðum því nefnilega sjálf, í hvernig samfélagi við viljum búa. Til þess höfum við alls konar lýðræðistól. Við getum látið skoðun okkar í ljós og komið athugasemdum á framfæri. Og svo getum við líka hætt að kjósa olíubelgi yfir okkur, hvort sem þeir eru úr framsókn, VG eða öðrum flokkum. Það er t.d. engin tilviljun eða náttúrulögmál að Amsterdam og Køben eru annálaðar reiðhjólaborgir. Það kostaði baráttu fólks og skilning yfirvalda. Upp úr 1970 stefndi allt í að báðar þessar borgir yrðu ósköp venjulegar bílaborgir, þrátt fyrir ríka hjólreiðahefð í báðum löndum. Einkabíllinn var einfaldlega málið. „Ahhhhaahhha, ætliði bara að hjóla út um allt? „Ahhhhaahhha!“ Höfundur er kennari og tónlistarmaður.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun