„Ekki stærsti klúbburinn en hentar mér frábærlega á þessum tímapunkti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 10:30 Halldór Jóhann tekur við Nordsjælland í sumar. vísir/bára Halldór Jóhann Sigfússon tekur við starfi aðalþjálfara hjá Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur. Halldór klárar tímabilið sem aðstoðarþjálfari Holsterbro áður fyrrum landsliðsmaðurinn Arnór Atlason tekur við sem aðalþjálfari þar. Halldór hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Holsterbro á yfirstandandi leiktíð en hefur tekið mikinn þátt í starfi liðsins vegna veikinda aðalþjálfarans. Hann fagnar tækifærinu að verða aðalþjálfari í sterkri danskri deild. „Það var vitað í nóvember að Simon Dahl væri að fara frá Nordsjælland til Álaborgar, að taka við starfinu hans Arnórs Atla. Þegar ég tók þetta starf hjá Holsterbro var alltaf vitað að ég yrði bara í eitt ár, ég vissi að það væri búið að ráða þjálfara eftir þetta ár,“ segir Halldór í samtali við Vísi. „Ég kom hérna í ákveðna vinnu, það gekk mjög illa hjá liðinu í fyrra og Sören [Reinholdt Hansen, aðalþjálfari Holsterbro] var búinn að vera í veikindaleyfi svo ég var smá backup fyrir hann,“ „Við áttum leik Nordsjælland um 20. nóvember og svo eiginlega strax eftir það hafa þeir samband,“ segir Halldór um aðdragandann. „Þetta er frábært tækifæri. Auðvitað er þetta ekki stærsti klúbburinn í Danmörku en hentar mér frábærlega á þessum tímapunkti,“ segir Halldór. Hringnum lokað Líkt og Halldór nefnir að ofan þá hefur næsti þjálfari Holsterbro þegar verið ráðinn en það er Arnór Atlason sem mun taka við liðinu sem aðalþjálfari og því hætta sem aðstoðarþjálfari Álaborgar. Simon Dahl, núverandi þjálfari Nordsjælland, tekur við starfi Arnórs hjá Álaborg og nú er ljóst að Halldór taki við af Dahl hjá Nordsjælland og lokast því þriggja manna þjálfarahringekja. „Það er fyndið hvernig þetta verkaði allt saman,“ segir Halldór um þá hringekju. „Við verðum þá þrír íslenskir aðalþjálfarar hérna á næstu leiktíð, Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands] með Fredericia, ég með Nordsjælland og Arnór með Holsterbro,“ Arnór taki við betra búi Halldór nefnir að gengið hafi verið strembið hjá hans núverandi liði Holsterbro á síðustu leiktíð og segir hann að Arnór muni taka við betra búi en hann tók við í sumar. „Ég vil nú meina það. Við erum búnir að ná að stabilísera liðið mjög vel hérna í Holsterbro. Í heildina getum við verið sáttir en við höfum verið að glíma við óheppnismeiðsli sem hafa verið plaga okkur,“ „Mitt hlutverk var svo sem að laga varnarleikinn hjá liðinu sem hefur gengið mjög vel. Það hefur verið sterkasti hlutinn okkar í vetur,“ Danski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Halldór hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Holsterbro á yfirstandandi leiktíð en hefur tekið mikinn þátt í starfi liðsins vegna veikinda aðalþjálfarans. Hann fagnar tækifærinu að verða aðalþjálfari í sterkri danskri deild. „Það var vitað í nóvember að Simon Dahl væri að fara frá Nordsjælland til Álaborgar, að taka við starfinu hans Arnórs Atla. Þegar ég tók þetta starf hjá Holsterbro var alltaf vitað að ég yrði bara í eitt ár, ég vissi að það væri búið að ráða þjálfara eftir þetta ár,“ segir Halldór í samtali við Vísi. „Ég kom hérna í ákveðna vinnu, það gekk mjög illa hjá liðinu í fyrra og Sören [Reinholdt Hansen, aðalþjálfari Holsterbro] var búinn að vera í veikindaleyfi svo ég var smá backup fyrir hann,“ „Við áttum leik Nordsjælland um 20. nóvember og svo eiginlega strax eftir það hafa þeir samband,“ segir Halldór um aðdragandann. „Þetta er frábært tækifæri. Auðvitað er þetta ekki stærsti klúbburinn í Danmörku en hentar mér frábærlega á þessum tímapunkti,“ segir Halldór. Hringnum lokað Líkt og Halldór nefnir að ofan þá hefur næsti þjálfari Holsterbro þegar verið ráðinn en það er Arnór Atlason sem mun taka við liðinu sem aðalþjálfari og því hætta sem aðstoðarþjálfari Álaborgar. Simon Dahl, núverandi þjálfari Nordsjælland, tekur við starfi Arnórs hjá Álaborg og nú er ljóst að Halldór taki við af Dahl hjá Nordsjælland og lokast því þriggja manna þjálfarahringekja. „Það er fyndið hvernig þetta verkaði allt saman,“ segir Halldór um þá hringekju. „Við verðum þá þrír íslenskir aðalþjálfarar hérna á næstu leiktíð, Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands] með Fredericia, ég með Nordsjælland og Arnór með Holsterbro,“ Arnór taki við betra búi Halldór nefnir að gengið hafi verið strembið hjá hans núverandi liði Holsterbro á síðustu leiktíð og segir hann að Arnór muni taka við betra búi en hann tók við í sumar. „Ég vil nú meina það. Við erum búnir að ná að stabilísera liðið mjög vel hérna í Holsterbro. Í heildina getum við verið sáttir en við höfum verið að glíma við óheppnismeiðsli sem hafa verið plaga okkur,“ „Mitt hlutverk var svo sem að laga varnarleikinn hjá liðinu sem hefur gengið mjög vel. Það hefur verið sterkasti hlutinn okkar í vetur,“
Danski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita