Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2023 16:31 Lögreglumaður við RIchneck-grunnskólann í Virginíu eftir að sex ára drengur skaut kennara sinn í kennslustofu. AP/Billy Schueman/The Virginian-Pilot Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. Sex ára gamalt drengur skaut Abby Swerner, 25 ára gamlan kennara fyrsta bekkjar, með skammbyssu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu á föstudag. Lögregla sagði áverka hennar lífshættulega í fyrstu en nú er hún sögð í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Steve Drew, lögreglustjóri, segir að skotið hafi ekki verið óhapp heldur hluti af einhvers konar rifrildi. Lögregla hefur hvorki viljað veita nánari upplýsingar um tilefnið né hvernig barnið komst yfir byssuna eða hver á hana. Ekki er hægt að sækja sex ára börn til saka sem fullorðna í Virginíu og þá er drengurinn of ungur til að vera vistaður í ungmennafangelsi. Dómari gæti hins vegar svipt foreldra drengsins forræði og falið barnavernd að koma því fyrir. Phillip Jones, borgarstjóri í Newport News, vildi ekki upplýsa hvar drengnum er haldið á laugardag. Hann fengi þó alla þá þjónustu sem hann þyrfti á að halda. Washington Post hefur eftir móður drengs sem varð vitni að skotárásinni að skólabróðir hans hafi dregið skammbyssuna úr bakpoka sínum og beint henni að kennaranum. Kennarinn hafi ætlað að taka byssuna af honum en hann hafi þá hleypt af skoti. Kennarinn hafi sagt börnunum að taka til fótanna, Þau hafi þá hlaupið inn í aðra kennslustofu þar sem þau héldu kyrru fyrir. Sonur hennar hafi talið að byssukúlan hefði hæft kennarann í handlegginn eða höndina. Samskipti viðbragðsaðila á vettvangi bentu til þess að kennarinn hefði verið skotinn í kviðinn og í gengum höndina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Sex ára gamalt drengur skaut Abby Swerner, 25 ára gamlan kennara fyrsta bekkjar, með skammbyssu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu á föstudag. Lögregla sagði áverka hennar lífshættulega í fyrstu en nú er hún sögð í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Steve Drew, lögreglustjóri, segir að skotið hafi ekki verið óhapp heldur hluti af einhvers konar rifrildi. Lögregla hefur hvorki viljað veita nánari upplýsingar um tilefnið né hvernig barnið komst yfir byssuna eða hver á hana. Ekki er hægt að sækja sex ára börn til saka sem fullorðna í Virginíu og þá er drengurinn of ungur til að vera vistaður í ungmennafangelsi. Dómari gæti hins vegar svipt foreldra drengsins forræði og falið barnavernd að koma því fyrir. Phillip Jones, borgarstjóri í Newport News, vildi ekki upplýsa hvar drengnum er haldið á laugardag. Hann fengi þó alla þá þjónustu sem hann þyrfti á að halda. Washington Post hefur eftir móður drengs sem varð vitni að skotárásinni að skólabróðir hans hafi dregið skammbyssuna úr bakpoka sínum og beint henni að kennaranum. Kennarinn hafi ætlað að taka byssuna af honum en hann hafi þá hleypt af skoti. Kennarinn hafi sagt börnunum að taka til fótanna, Þau hafi þá hlaupið inn í aðra kennslustofu þar sem þau héldu kyrru fyrir. Sonur hennar hafi talið að byssukúlan hefði hæft kennarann í handlegginn eða höndina. Samskipti viðbragðsaðila á vettvangi bentu til þess að kennarinn hefði verið skotinn í kviðinn og í gengum höndina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira