Seinni bylgjan: Er ekki svolítið skrýtið að baráttumaðurinn hverfi í heilan mánuð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2023 12:00 Ágúst Þór Jóhannsson er að gera frábæra hluti sem þjálfari kvennaliðs Vals en liðið tapar öllum leikjum þegar hann er upptekinn með karlalandsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í Olís deild kvenna, er upptekinn með karlalandsliðinu þessa dagana í tengslum við HM í handbolta og stýrir því ekki sínu liði í Olís deild kvenna í þessum mánuði. Dagur Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari, og Óskar Bjarni Óskarsson munu stýra Valsliðinu á þessum tíma eins og í fyrra. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta í Seinni bylgjunni í gær. „Nú spyr ég ykkur. Byrjun á þér Einar. Ég veit að þú þekkir Gústa vel og allt það. Hvað finnst þér samt sem áður um þetta,“ spurði Svava Kristín. Ég myndi ekki sætta mig við þetta „Mér finnst þetta alls ekki gott. Auðvitað á bara þjálfarinn að sinna sinni vinnu sem þjálfari Vals. Hann á bara að vera á staðnum að mínu mati. Hann er mjög mikilvægur í þessu þjálfarateymi í karlalandsliðinu og þetta er bara að stangast á. Þetta er ákvörðun sem þau öll saman taka. Ef ég væri stjórnarmaður Vals þá myndi ég ekki sætta mig við þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Í fyrra töpuðu þær öllum leikjunum þegar hann var ekki. Fyrsti leikurinn er kominn núna og það er tap. Þetta er náttúrulega bara áhyggjuefni og þú getur alveg sett spurningarmerki við þetta. Ef að það tapast allir leikirnir þegar hann er í burtu þá get ég ekki ímyndað mér að Valur sé til í það að hann geri þetta aftur,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Ágúst Jóhannsson ekki með liði sínu Svava Kristín sýndi leikina sem Ágúst mun missa af en þar á meðal eru mögulega útileikir á móti Stjörnunni og KA/Þór. Hroðaleg tölfræði Hún fór síðan yfir tölfræði yfir árangur Valsliðsins þegar Ágúst er á staðnum eða þegar hann er upptekinn annars staðar. Valur hefur unnið 24 af 28 deildarleikjum og aðeins tapað þremur með hann á bekknum en hafa tapað öllum fjórum leikjum þegar hann er fjarverandi. „Það er engin tilviljun að Valur ræður Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hann er frábær þjálfari og væntanlega vilja þau hafa hann hjá liðinu til þess að þjálfa liðið í þeim leikjum sem eru í mótinu. Þetta segir sig sjálft. Dagur er frábær og Óskar er þarna líka og allt það. Ágúst er þjálfari liðsins. Hann dettur út í einhvern tíma og tölfræðin er náttúrulega bara hroðaleg,“ sagði Einar. Formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda „Þetta er alla vega einhver formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda miðað við töpin í deildinni. Svo þarftu bara að vega og meta. Ég held að þetta sé rosalega erfitt að vera í þjálfarateymi hjá karlalandsliðinu. Það er erfitt þegar þú ert með karlalið en hvað þá þegar þú ert með kvennalið og deildin er í gangi á meðan þeir fara út,“ sagði Sigurlaug. „Ef eitthvað er þá er Ágúst Jóhannsson einn harðasti baráttumaður íslenska kvennahandboltans. Hann lætur okkur vita af öllu sem honum vanhagar um og við kunnum vel að meta það. Alvöru baráttumál hjá Ágústi og við viljum koma kvennahandboltanum sem lengst. Er þá ekki svolítið skrýtið að þessi baráttumaður láti sig hverfa í heilan mánuð,“ spurði Svava Kristín. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Dagur Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari, og Óskar Bjarni Óskarsson munu stýra Valsliðinu á þessum tíma eins og í fyrra. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta í Seinni bylgjunni í gær. „Nú spyr ég ykkur. Byrjun á þér Einar. Ég veit að þú þekkir Gústa vel og allt það. Hvað finnst þér samt sem áður um þetta,“ spurði Svava Kristín. Ég myndi ekki sætta mig við þetta „Mér finnst þetta alls ekki gott. Auðvitað á bara þjálfarinn að sinna sinni vinnu sem þjálfari Vals. Hann á bara að vera á staðnum að mínu mati. Hann er mjög mikilvægur í þessu þjálfarateymi í karlalandsliðinu og þetta er bara að stangast á. Þetta er ákvörðun sem þau öll saman taka. Ef ég væri stjórnarmaður Vals þá myndi ég ekki sætta mig við þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Í fyrra töpuðu þær öllum leikjunum þegar hann var ekki. Fyrsti leikurinn er kominn núna og það er tap. Þetta er náttúrulega bara áhyggjuefni og þú getur alveg sett spurningarmerki við þetta. Ef að það tapast allir leikirnir þegar hann er í burtu þá get ég ekki ímyndað mér að Valur sé til í það að hann geri þetta aftur,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Ágúst Jóhannsson ekki með liði sínu Svava Kristín sýndi leikina sem Ágúst mun missa af en þar á meðal eru mögulega útileikir á móti Stjörnunni og KA/Þór. Hroðaleg tölfræði Hún fór síðan yfir tölfræði yfir árangur Valsliðsins þegar Ágúst er á staðnum eða þegar hann er upptekinn annars staðar. Valur hefur unnið 24 af 28 deildarleikjum og aðeins tapað þremur með hann á bekknum en hafa tapað öllum fjórum leikjum þegar hann er fjarverandi. „Það er engin tilviljun að Valur ræður Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hann er frábær þjálfari og væntanlega vilja þau hafa hann hjá liðinu til þess að þjálfa liðið í þeim leikjum sem eru í mótinu. Þetta segir sig sjálft. Dagur er frábær og Óskar er þarna líka og allt það. Ágúst er þjálfari liðsins. Hann dettur út í einhvern tíma og tölfræðin er náttúrulega bara hroðaleg,“ sagði Einar. Formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda „Þetta er alla vega einhver formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda miðað við töpin í deildinni. Svo þarftu bara að vega og meta. Ég held að þetta sé rosalega erfitt að vera í þjálfarateymi hjá karlalandsliðinu. Það er erfitt þegar þú ert með karlalið en hvað þá þegar þú ert með kvennalið og deildin er í gangi á meðan þeir fara út,“ sagði Sigurlaug. „Ef eitthvað er þá er Ágúst Jóhannsson einn harðasti baráttumaður íslenska kvennahandboltans. Hann lætur okkur vita af öllu sem honum vanhagar um og við kunnum vel að meta það. Alvöru baráttumál hjá Ágústi og við viljum koma kvennahandboltanum sem lengst. Er þá ekki svolítið skrýtið að þessi baráttumaður láti sig hverfa í heilan mánuð,“ spurði Svava Kristín. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira