„Alltaf verið dauðhræddur við níu til fimm pælinguna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. janúar 2023 11:34 Tómas Geir Howser varð frægur sem Tilfinninga-Tómas í Gettu betur árið 2015. Hann er orðinn leikari í dag. Stöð 2 Tómas Geir Howser Harðarson vann hug og hjörtu landsmanna með tilfinningaríkum fagnaðarlátum í Gettu betur árið 2015 og hlaut viðurnefnið Tilfinninga-Tómas. Í dag hefur hann lokið leiklistarnámi frá virtum skóla í Bretlandi og segist ætla að leggja allt í sölurnar til að ná árangri í leiklist. Tómas er leikaramenntaður frá Guildford School of Acting, einum virtasta leiklistarskóla í Bretlandi. Viðurnefnið Tilfinninga-Tómas sem festist við hann eftir þátttöku í Gettu Betur árið 2015 þegar hann keppti fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Tómas ákvað ungur að eftir menntaskóla ætlaði hann að læra leikarann. Hann sótti prufur í níu leiklistarskólum í Bretlandi, komst inn í tvo en ákvað að endingu að velja Guildford school of acting sem er sem fyrr segir einn af virtustu leiklistarskólum þar í landi. Á þriðja ári í náminu ákvað hann að flytja ekki heim til Íslands í bráð enda vill hann reyna fyrir sér úti og lifa og hrærast í harkinu sem fylgir því að reyna fyrir sér sem listamaður hið ytra. Ísland í dag ræddi við Tómas í London. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Dagvinna heillaði ekki Leiklistarnámið var að sögn Tómasar krefjandi og tilfinningalega erfitt. Hann segir að leiklist snúi að einhverju leiti um hæfileika en að miklu leyti geti flestir lært fagið. „Það er einhver gömul tugga að annað hvort sért þú með þetta eða ekki,“ útskýrir Tómas. „Hæfileikar gefa þér rosalega lítið ef þú leggur ekki vinnuna á móti.“ Já námið er allskonar og starfið líka en Tómas óttast ekki óvissuna sem fylgt getur listamannalífinu. „Það er ástæðan fyrir því að ég valdi þetta. Ég hef alltaf verið dauðhræddur við níu til fimm pælinguna.“ Fékk góð ráð frá afa Atvinnuöryggið er þó lítið og Tómas þarf því stöðugt að halda sér á tánum, ganga að fólki í bransanum, taka upp símann, kynna sig og sýna hvað í honum býr. „Hæ ég heiti tómas, ég er leikari. Viltu vinna með mér.“ Tómasi finnst sjarmerandi að lifa og hrærast í óvissunni í London. Það hefur þó lítið verið um hark hjá Tómasi sem er á góðu róli og heppinn með tækifæri. Í sumar og haust mátti finna hann í kvikmyndahúsum hér á landi þegar myndin Þrot var í sýningu. Þá fékk hann strax boð um verkefni eftir útskrift og í haust tók hann þátt í barnaleikriti sem ferðaðist um Kent svæðið í London. „Ég hef aldrei áður verið í barnaleikriti. Afi minn er leikari og hefur verið mikið í barnaleikritum.“ Afi hans er Magnús Ólafsson sem þekktur er sem bæjarstjórinn í Latabæ og karakterinn „Bjössi bolla“ sem flestir Íslendingar kannast við. „Hann gaf mér fullt af tækjum og tólum, hvað maður getur gert í barnaleikritum. Það var ótrúlega gaman.“ Alltaf opinn og einlægur Tómas á því ekki langt í að sækja hæfileikana. Til að bæta ofan á þá er pabbi Tómasar íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon sem slegið hefur í gegn sem lýsandi. Tómas á því ekki langt að sækja keppnisskapið sem skein i gegn í þátttöku hans í Gettu betur á sínum tíma þar sem Tilfinninga-Tómas varð til árið 2015. „Ég bjóst einhvern veginn við því að hann myndi endast í svona viku.“ Sjö árum síðar man fólk þó ennþá vel eftir þessu og kallar hann Tilfinninga-Tómas þegar hann kemur til landsins. „Ég er alinn upp við að vera mjög opinn tilfinningalega og „vulnerable“ og það hjálpar mér klárlega í leiklistinni að geta verið opinn og einlægur sem ég reyni að vera. Tilfinninga-Tómas á alveg vel við.“ Ísland í dag Leikhús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Bretland Tengdar fréttir Tilfinninga-Tómas djúpt snortinn eftir bókagjöf Tómas fékk óvænta gjöf frá barnabókahöfundinum Guðrúnu Helgadóttir. Guðrún hreifst af skeleggri frammistöða Tómasar í þættinum Útsvar seinastliðin föstudag. 2. nóvember 2016 23:58 Tilfinninga-Tómas fór alla leið í Spilakvöldi og vann 150 þúsund krónur Tómas Geir Howser, sem margir þekkja ef til vill sem Tilfinninga-Tómas, tók þátt í Spilakvöld á Stöð 2 á laugardaginn. 28. september 2016 13:30 „Tilfinninga“ Tómas laminn með hafnaboltakylfu í Tælandi „Ótrúlegt en satt brotnaði ég ekki nein staðar en á móti kemur lít èg út eins og Jared Leto í Fight club eftir að Edward Norton „felt like destroying something beautiful“.“ 2. apríl 2016 19:52 #TilfinningaTómas trendaði á Twitter Tómas Geir Howser Harðarson, einn liðsmanna Gettu betur-liðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ, vakti athygli fyrr í kvöld líkt og endranær. 11. mars 2015 23:34 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Í dag hefur hann lokið leiklistarnámi frá virtum skóla í Bretlandi og segist ætla að leggja allt í sölurnar til að ná árangri í leiklist. Tómas er leikaramenntaður frá Guildford School of Acting, einum virtasta leiklistarskóla í Bretlandi. Viðurnefnið Tilfinninga-Tómas sem festist við hann eftir þátttöku í Gettu Betur árið 2015 þegar hann keppti fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Tómas ákvað ungur að eftir menntaskóla ætlaði hann að læra leikarann. Hann sótti prufur í níu leiklistarskólum í Bretlandi, komst inn í tvo en ákvað að endingu að velja Guildford school of acting sem er sem fyrr segir einn af virtustu leiklistarskólum þar í landi. Á þriðja ári í náminu ákvað hann að flytja ekki heim til Íslands í bráð enda vill hann reyna fyrir sér úti og lifa og hrærast í harkinu sem fylgir því að reyna fyrir sér sem listamaður hið ytra. Ísland í dag ræddi við Tómas í London. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Dagvinna heillaði ekki Leiklistarnámið var að sögn Tómasar krefjandi og tilfinningalega erfitt. Hann segir að leiklist snúi að einhverju leiti um hæfileika en að miklu leyti geti flestir lært fagið. „Það er einhver gömul tugga að annað hvort sért þú með þetta eða ekki,“ útskýrir Tómas. „Hæfileikar gefa þér rosalega lítið ef þú leggur ekki vinnuna á móti.“ Já námið er allskonar og starfið líka en Tómas óttast ekki óvissuna sem fylgt getur listamannalífinu. „Það er ástæðan fyrir því að ég valdi þetta. Ég hef alltaf verið dauðhræddur við níu til fimm pælinguna.“ Fékk góð ráð frá afa Atvinnuöryggið er þó lítið og Tómas þarf því stöðugt að halda sér á tánum, ganga að fólki í bransanum, taka upp símann, kynna sig og sýna hvað í honum býr. „Hæ ég heiti tómas, ég er leikari. Viltu vinna með mér.“ Tómasi finnst sjarmerandi að lifa og hrærast í óvissunni í London. Það hefur þó lítið verið um hark hjá Tómasi sem er á góðu róli og heppinn með tækifæri. Í sumar og haust mátti finna hann í kvikmyndahúsum hér á landi þegar myndin Þrot var í sýningu. Þá fékk hann strax boð um verkefni eftir útskrift og í haust tók hann þátt í barnaleikriti sem ferðaðist um Kent svæðið í London. „Ég hef aldrei áður verið í barnaleikriti. Afi minn er leikari og hefur verið mikið í barnaleikritum.“ Afi hans er Magnús Ólafsson sem þekktur er sem bæjarstjórinn í Latabæ og karakterinn „Bjössi bolla“ sem flestir Íslendingar kannast við. „Hann gaf mér fullt af tækjum og tólum, hvað maður getur gert í barnaleikritum. Það var ótrúlega gaman.“ Alltaf opinn og einlægur Tómas á því ekki langt í að sækja hæfileikana. Til að bæta ofan á þá er pabbi Tómasar íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon sem slegið hefur í gegn sem lýsandi. Tómas á því ekki langt að sækja keppnisskapið sem skein i gegn í þátttöku hans í Gettu betur á sínum tíma þar sem Tilfinninga-Tómas varð til árið 2015. „Ég bjóst einhvern veginn við því að hann myndi endast í svona viku.“ Sjö árum síðar man fólk þó ennþá vel eftir þessu og kallar hann Tilfinninga-Tómas þegar hann kemur til landsins. „Ég er alinn upp við að vera mjög opinn tilfinningalega og „vulnerable“ og það hjálpar mér klárlega í leiklistinni að geta verið opinn og einlægur sem ég reyni að vera. Tilfinninga-Tómas á alveg vel við.“
Ísland í dag Leikhús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Bretland Tengdar fréttir Tilfinninga-Tómas djúpt snortinn eftir bókagjöf Tómas fékk óvænta gjöf frá barnabókahöfundinum Guðrúnu Helgadóttir. Guðrún hreifst af skeleggri frammistöða Tómasar í þættinum Útsvar seinastliðin föstudag. 2. nóvember 2016 23:58 Tilfinninga-Tómas fór alla leið í Spilakvöldi og vann 150 þúsund krónur Tómas Geir Howser, sem margir þekkja ef til vill sem Tilfinninga-Tómas, tók þátt í Spilakvöld á Stöð 2 á laugardaginn. 28. september 2016 13:30 „Tilfinninga“ Tómas laminn með hafnaboltakylfu í Tælandi „Ótrúlegt en satt brotnaði ég ekki nein staðar en á móti kemur lít èg út eins og Jared Leto í Fight club eftir að Edward Norton „felt like destroying something beautiful“.“ 2. apríl 2016 19:52 #TilfinningaTómas trendaði á Twitter Tómas Geir Howser Harðarson, einn liðsmanna Gettu betur-liðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ, vakti athygli fyrr í kvöld líkt og endranær. 11. mars 2015 23:34 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Tilfinninga-Tómas djúpt snortinn eftir bókagjöf Tómas fékk óvænta gjöf frá barnabókahöfundinum Guðrúnu Helgadóttir. Guðrún hreifst af skeleggri frammistöða Tómasar í þættinum Útsvar seinastliðin föstudag. 2. nóvember 2016 23:58
Tilfinninga-Tómas fór alla leið í Spilakvöldi og vann 150 þúsund krónur Tómas Geir Howser, sem margir þekkja ef til vill sem Tilfinninga-Tómas, tók þátt í Spilakvöld á Stöð 2 á laugardaginn. 28. september 2016 13:30
„Tilfinninga“ Tómas laminn með hafnaboltakylfu í Tælandi „Ótrúlegt en satt brotnaði ég ekki nein staðar en á móti kemur lít èg út eins og Jared Leto í Fight club eftir að Edward Norton „felt like destroying something beautiful“.“ 2. apríl 2016 19:52
#TilfinningaTómas trendaði á Twitter Tómas Geir Howser Harðarson, einn liðsmanna Gettu betur-liðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ, vakti athygli fyrr í kvöld líkt og endranær. 11. mars 2015 23:34