Fleiri leyniskjöl finnast hjá Biden Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. janúar 2023 06:57 Málið þykir afar vandræðalegt fyrir Joe Biden. AP/Patrick Semansky Enn syrtir í álinn hjá Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að fleiri skjöl finnast í hans persónulegu fórum sem áttu að vera háleynileg og aðeins geymd hjá viðeigandi stofnunum. Fyrsti skjalabunkinn fannst í nóvember í skrifstofum á vegum Biden í grennd við Hvíta húsið en ekki fréttist af málinu fyrr en í síðustu viku. Þar var um að ræða skýrslur frá leyniþjónustunni og efni um Úkraínu, Íran og Bretland sem átti að fara með með ítrustu leynd. Nú er kominn í ljós annar slíkur skjalabunki sem fannst á öðrum stað að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Ekki er ljóst hvað er að finna í þeim skjölum og Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um málið hingað til. Biden tjáði sig um fyrri skjalabunkann í gær þar sem hann sagðist vera hissa á fundinum og að hans fólk væri að reyna að varpa ljósi á málið í fullu samstarfi við dómsmálaráðuneytið. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Biden og Demókrata því þeir höfðu gert harða hríð að Donald Trump fyrrverandi forseta sem einnig sat á skjölum sem hann átti ekki að hafa undir höndum. Meðal annars gerði alríkislögreglan húsleit á heimili forsetans í Flórída og gerði þar upptæk um tíu þúsund skjöl af ýmsu tagi, sum háleynileg. Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Fyrsti skjalabunkinn fannst í nóvember í skrifstofum á vegum Biden í grennd við Hvíta húsið en ekki fréttist af málinu fyrr en í síðustu viku. Þar var um að ræða skýrslur frá leyniþjónustunni og efni um Úkraínu, Íran og Bretland sem átti að fara með með ítrustu leynd. Nú er kominn í ljós annar slíkur skjalabunki sem fannst á öðrum stað að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Ekki er ljóst hvað er að finna í þeim skjölum og Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um málið hingað til. Biden tjáði sig um fyrri skjalabunkann í gær þar sem hann sagðist vera hissa á fundinum og að hans fólk væri að reyna að varpa ljósi á málið í fullu samstarfi við dómsmálaráðuneytið. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Biden og Demókrata því þeir höfðu gert harða hríð að Donald Trump fyrrverandi forseta sem einnig sat á skjölum sem hann átti ekki að hafa undir höndum. Meðal annars gerði alríkislögreglan húsleit á heimili forsetans í Flórída og gerði þar upptæk um tíu þúsund skjöl af ýmsu tagi, sum háleynileg.
Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09