Sprenging í útköllum vegna veggjalúsa Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 10:34 Steinar Smári, meindýraeyðir fer að meðaltali í eitt útkall á viku vegna veggjalúsa Vísir/Bjarni Meindýraeyðir segir sprengingu í útköllum vegna veggjalúsa á íslenskum heimilum. Þrátt fyrir að fást við óværur af öllu tagi, starfs síns vegna, segir hann að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að heilt vistkerfi af veggjalúsum hefði fundist í rúmi ungrar stúlku í Grafarvogi. Ófögnuðurinn kom í ljós eftir að stúlkan, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, hafði fundið fyrir bitum og óþægindum um margra vikna skeið og grunaði um að mýbit væri að ræða. Talið er að padda hafi leynst með í ferðatösku úr ferðalagi frá Frakklandi og þannig komist inn á heimilið og dreift sér svo um munaði. Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson kom að aðgerðum í Grafarvogi en þetta tilfelli er svo sannarlega ekki það eina sem hann hefur fengist við af þessu tagi undanfarið. Það var ekki fögur sjón sem blasti við fjölskyldu í Grafarvogi þegar rúmgafl var tekinn frá rúmi heimasætunnar, eftir að hún fann sífelt fleiri bit á líkama sínum. „Veggjalýs eru orðnar mjög algengar hér á landi, því miður. Ég fer að meðaltali í eitt útkall á viku en alveg upp í þrisvar í viku,“ segir Steinar í samtali við fréttastofu. Steinar sagði marga rugla veggjalúsinni við veggjatítlur ,þá tegund skordýra sem finnast inni í húsum og éta timbur og eru algengar í Skandinavíu. Að hans mati ætti frekar að styðjast við enska heitið, bed bugs og þýða nafnið á þessari óværu sem rúmlús. Steinar er eðli málsins samkvæmt öllu vanur, hann segir þó að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. „Það er hræðilegt að vita til þess að einhver padda ráðist á þig á meðan þú sefur. Alveg hrikalegt.“ Sem fyrr segir eru útköll af þessu tagi orðin óhugnalega mörg hér á landi. Steinar segist finna fyrir mikilli fjölgun undanfarið ár. „Það var slatti af þessu fyrir covid. Svo dalaði þetta í faraldrinum þegar ferðamenn hættu að koma og fólk ferðaðist minna. En nú er komin sprenging aftur, það er búið að vera brjálað að gera undanfarið ár, ekki síst á hótelum og í airbnb íbúðum.“ Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að heilt vistkerfi af veggjalúsum hefði fundist í rúmi ungrar stúlku í Grafarvogi. Ófögnuðurinn kom í ljós eftir að stúlkan, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, hafði fundið fyrir bitum og óþægindum um margra vikna skeið og grunaði um að mýbit væri að ræða. Talið er að padda hafi leynst með í ferðatösku úr ferðalagi frá Frakklandi og þannig komist inn á heimilið og dreift sér svo um munaði. Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson kom að aðgerðum í Grafarvogi en þetta tilfelli er svo sannarlega ekki það eina sem hann hefur fengist við af þessu tagi undanfarið. Það var ekki fögur sjón sem blasti við fjölskyldu í Grafarvogi þegar rúmgafl var tekinn frá rúmi heimasætunnar, eftir að hún fann sífelt fleiri bit á líkama sínum. „Veggjalýs eru orðnar mjög algengar hér á landi, því miður. Ég fer að meðaltali í eitt útkall á viku en alveg upp í þrisvar í viku,“ segir Steinar í samtali við fréttastofu. Steinar sagði marga rugla veggjalúsinni við veggjatítlur ,þá tegund skordýra sem finnast inni í húsum og éta timbur og eru algengar í Skandinavíu. Að hans mati ætti frekar að styðjast við enska heitið, bed bugs og þýða nafnið á þessari óværu sem rúmlús. Steinar er eðli málsins samkvæmt öllu vanur, hann segir þó að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. „Það er hræðilegt að vita til þess að einhver padda ráðist á þig á meðan þú sefur. Alveg hrikalegt.“ Sem fyrr segir eru útköll af þessu tagi orðin óhugnalega mörg hér á landi. Steinar segist finna fyrir mikilli fjölgun undanfarið ár. „Það var slatti af þessu fyrir covid. Svo dalaði þetta í faraldrinum þegar ferðamenn hættu að koma og fólk ferðaðist minna. En nú er komin sprenging aftur, það er búið að vera brjálað að gera undanfarið ár, ekki síst á hótelum og í airbnb íbúðum.“
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00