Svíar gagnrýndir heima fyrir: „Ég vil helst ekki tjá mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 09:01 Jim Gottfridsson vildi sem minnst segja um rútumálið. Samsett/Getty Svíar hófu leik á HM karla í handbolta í gær er þeir lögðu Brasilíu örugglega, 26-18, á heimavelli í Scandinavium-höllinni í Gautaborg. Það er hins vegar koma liðsins í höllina sem hefur sætt gagnrýni. Landsliðið dvelur á Hótel Opalen í miðri Gautaborg, sem er staðsett aðeins 300 metra frá keppnishöllinni. Síðast þegar liðið lék á heimavelli, á HM 2011, gisti liðið um fimm kílómetra fyrir utan borgina. „Það eru ókostir við að vera staðsettir ekki fyrir utan bæinn. En það er mikill kostur að geta farið um allt án vandræða,“ segir markvörðurinn Mikael Appelgren. „Nú þurfum við ekki að eyða tíma í ferðir og slíkt vesen. Umferðin í Gautaborg er algjörlega vonlaus,“ segir landsliðsþjálfarinn Glenn Solberg um staðsetningu liðsins. Sjónvarpsstöðvarnar vilja rútumyndir Svíar þurfa samt að glíma við bílaumferðina í Gautaborg. Þrátt fyrir þá stuttu fjarlægð sem er á milli hótels og hallar tók liðið rútu þar á milli. Það þykir gagnrýnivert, enda um óþarfa útblástur að ræða þar sem það tæki liðið örfáar mínútur að ganga milli staða. „Ég vil helst ekki tjá mig um það,“ segir Jim Gottfridsson, stjarna sænska liðsins. „Þetta hefur að gera með sjónvarpsstöðvarnar. Þeir vilja ná myndum af okkur að stíga út úr rútunni,“ segir þjálfarinn Solberg. Menn vilji ekki taka stanslausar myndir á leiðinni Svíar segja þetta einnig mikilvægt vegna undirbúnings fyrir leik. „Með þessum hætti er gott að geta einblínt á það sem við þurfum að gera,“ segir Solberg, en óvíst er að heilt sænskt landslið yrði látið í friði á röltinu í keppnishöllina. „Þú hefur ekki beint tíma til að taka 55 selfie á leiðinni í leikinn, þú vilt heldur komast á staðinn í rútunni, í þinni búbblu,“ segir Gottfridsson, og vísar þar til Covid-reglna í tengslum við mótið. Öll lið voru skimuð fyrir veirunni fyrir mót og verða að taka hraðpróf eftir riðlakeppnina, áður en keppni í milliriðlum hefst. Svíar stefna hraðbyr á milliriðil mótsins en þar munu þeir mæta Íslendingum ef bæði lið komast þangað. Sá riðill verður einnig leikinn í Gautaborg. HM 2023 í handbolta Svíþjóð Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Landsliðið dvelur á Hótel Opalen í miðri Gautaborg, sem er staðsett aðeins 300 metra frá keppnishöllinni. Síðast þegar liðið lék á heimavelli, á HM 2011, gisti liðið um fimm kílómetra fyrir utan borgina. „Það eru ókostir við að vera staðsettir ekki fyrir utan bæinn. En það er mikill kostur að geta farið um allt án vandræða,“ segir markvörðurinn Mikael Appelgren. „Nú þurfum við ekki að eyða tíma í ferðir og slíkt vesen. Umferðin í Gautaborg er algjörlega vonlaus,“ segir landsliðsþjálfarinn Glenn Solberg um staðsetningu liðsins. Sjónvarpsstöðvarnar vilja rútumyndir Svíar þurfa samt að glíma við bílaumferðina í Gautaborg. Þrátt fyrir þá stuttu fjarlægð sem er á milli hótels og hallar tók liðið rútu þar á milli. Það þykir gagnrýnivert, enda um óþarfa útblástur að ræða þar sem það tæki liðið örfáar mínútur að ganga milli staða. „Ég vil helst ekki tjá mig um það,“ segir Jim Gottfridsson, stjarna sænska liðsins. „Þetta hefur að gera með sjónvarpsstöðvarnar. Þeir vilja ná myndum af okkur að stíga út úr rútunni,“ segir þjálfarinn Solberg. Menn vilji ekki taka stanslausar myndir á leiðinni Svíar segja þetta einnig mikilvægt vegna undirbúnings fyrir leik. „Með þessum hætti er gott að geta einblínt á það sem við þurfum að gera,“ segir Solberg, en óvíst er að heilt sænskt landslið yrði látið í friði á röltinu í keppnishöllina. „Þú hefur ekki beint tíma til að taka 55 selfie á leiðinni í leikinn, þú vilt heldur komast á staðinn í rútunni, í þinni búbblu,“ segir Gottfridsson, og vísar þar til Covid-reglna í tengslum við mótið. Öll lið voru skimuð fyrir veirunni fyrir mót og verða að taka hraðpróf eftir riðlakeppnina, áður en keppni í milliriðlum hefst. Svíar stefna hraðbyr á milliriðil mótsins en þar munu þeir mæta Íslendingum ef bæði lið komast þangað. Sá riðill verður einnig leikinn í Gautaborg.
HM 2023 í handbolta Svíþjóð Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira