Hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 15:08 Maðurinn sem varð fyrir því að gröfumaður frá fyrirtækinu Óskatak sturtaði úr fullri skóflu af snjó yfir sig er strætóbílstjóri. Hann segist slasaður eftir atvikið og hyggst kæra gröfumanninn fyrir tilraun til manndráps. Atvikið átti sér stað síðdegis í gær. Í samtali við fréttastofu segir maðurinn, sem ekki vildi koma fram undir nafni að svo stöddu, að hann hefði verið að keyra strætisvagn í Kópavogi þegar grafa var fyrir vagninum og gröfubílstjórinn hefði neitað að færa sig. Hann hafi farið út úr strætisvagninum til að biðja bíla fyrir aftan að færa sig en þá hafi gröfumaðurinn byrjað að öskra á sig. „Hann byrjar að öskra á mig og segist ætla að drepa mig. Hann sturtaði ekki einu sinni heldur tvisvar úr snjóskóflunni og í seinna skiptið fór allt yfir mig,“ segir bílstjórinn. Hann segir að mikill ís hafi verið í snjónum sem hann fékk yfir sig og hann hafi meitt sig mikið bæði í hálsi og baki. Þá hafi maðurinn hótað því að slá til hans með skóflunni á gröfunni. Strætóbílstjórinn leitaði á sjúkrahús í dag þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Hann er að sögn enn mjög verkjaður í hálsi og baki og sér fram á að vera frá vinnu í að minnsta kosti 10-20 daga. Hann hefur ráðfært sig við lögfræðing og hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn á gröfunni var við vinnu á vegum fyrirtækisins Óskatak. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, að hann hefði verið sendur í ótímabundið leyfi og að málið væri í skoðun. Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó funduðu í dag og lauk fundinum nú fyrir skömmu. Þeir vildu ekki tjá sig um efni fundarins eða frekar um málið þegar fréttastofa leitaðist eftir viðbrögðum. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða staðfesti í samtali við fréttastofu að maðurinn sé starfsmaður á þeirra vegum. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrir utan að hann segir að það sé litið alvarlegum augum og sé í skoðun. Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15 Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðdegis í gær. Í samtali við fréttastofu segir maðurinn, sem ekki vildi koma fram undir nafni að svo stöddu, að hann hefði verið að keyra strætisvagn í Kópavogi þegar grafa var fyrir vagninum og gröfubílstjórinn hefði neitað að færa sig. Hann hafi farið út úr strætisvagninum til að biðja bíla fyrir aftan að færa sig en þá hafi gröfumaðurinn byrjað að öskra á sig. „Hann byrjar að öskra á mig og segist ætla að drepa mig. Hann sturtaði ekki einu sinni heldur tvisvar úr snjóskóflunni og í seinna skiptið fór allt yfir mig,“ segir bílstjórinn. Hann segir að mikill ís hafi verið í snjónum sem hann fékk yfir sig og hann hafi meitt sig mikið bæði í hálsi og baki. Þá hafi maðurinn hótað því að slá til hans með skóflunni á gröfunni. Strætóbílstjórinn leitaði á sjúkrahús í dag þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Hann er að sögn enn mjög verkjaður í hálsi og baki og sér fram á að vera frá vinnu í að minnsta kosti 10-20 daga. Hann hefur ráðfært sig við lögfræðing og hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn á gröfunni var við vinnu á vegum fyrirtækisins Óskatak. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, að hann hefði verið sendur í ótímabundið leyfi og að málið væri í skoðun. Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó funduðu í dag og lauk fundinum nú fyrir skömmu. Þeir vildu ekki tjá sig um efni fundarins eða frekar um málið þegar fréttastofa leitaðist eftir viðbrögðum. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða staðfesti í samtali við fréttastofu að maðurinn sé starfsmaður á þeirra vegum. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrir utan að hann segir að það sé litið alvarlegum augum og sé í skoðun.
Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15 Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15
Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent