Óheppilegt myndband virðist vera að leiða til afsagnar ráðherrans Snorri Másson skrifar 14. janúar 2023 14:22 Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hún birti það sem verður að heita óheppileg áramótakveðja til Þjóðverja á gamlársdag. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir afsögn hennar og nú herma þýskir miðlar að af henni verði. Lambrecht sé á leið úr þýsku stjórninni. Þegar fjallað var um myndband Lambrecht í Íslandi í dag í vikunni hafði enn ekki verið greint frá yfirvofandi afsögn hennar. Nú segir Süddeutsche Zeitung að Lambrecht sé á útleið – og það ekki aðeins vegna myndbandsins, heldur einnig vegna lakrar frammistöðu. Myndbandið má sjá í innslaginu hér að ofan á fyrstu mínútu. Lambrecht óskaði stuðningsmönnum sínum og Þjóðverjum öllum gleðilegs nýs árs í myndbandsávarpi á Instagram undir flugeldagný. Það sem helst þykir misheppnað í myndbandinu er að á sama tíma og heyra má sakleysislegar flugeldasprengjur dynja í bakgrunninum, vísar Lambrecht til stríðsins í Úkraínu, þar sem sambærileg hljóð eru auðvitað spurning um líf og dauða. Christine Lambrecht er þrautreyndur stjórnmálamaður úr flokki þýskra Sósíaldemókrata og hefur verið varnarmálaráðherra í samsteypustjórn Olaf Scholz frá því að hún var mynduð árið 2021.Instagram Um leið beinist gagnrýnin að inntaki ávarpsins: „Þvílíkt ár, árið 2022,“ segir ráðherrann, „það hefur fært okkur ótrúlegar áskoranir. Í miðri Evrópu geisar styrjöld. Í tengslum við styrjöldina varð ég fyrir margvíslegum hughrifum, ég fékk að hitta alls konar áhugavert og flott fólk og fyrir það er ég hjartanlega þakklát.“ Að vekja helst athygli á þeim persónulegu kynnum sem hún hafi haft af áhugaverðum persónum í tengslum við styrjöldina hefur verið sagt ósmekklegt af hálfu ráðherrans - og að það geri lítið úr alvöru málsins. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir enn barist í Soledar en sveitum Rússa hafi fjölgað úr 250 í 280 Úkraínumenn halda enn borginni Soledar en hersveitum Rússa í Úkraínu hefur fjölgað úr 250 í 280 frá því í síðustu viku. Þetta sagði Hanna Maliar, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi í morgun. 12. janúar 2023 12:36 Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01 „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. 13. janúar 2023 09:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Þegar fjallað var um myndband Lambrecht í Íslandi í dag í vikunni hafði enn ekki verið greint frá yfirvofandi afsögn hennar. Nú segir Süddeutsche Zeitung að Lambrecht sé á útleið – og það ekki aðeins vegna myndbandsins, heldur einnig vegna lakrar frammistöðu. Myndbandið má sjá í innslaginu hér að ofan á fyrstu mínútu. Lambrecht óskaði stuðningsmönnum sínum og Þjóðverjum öllum gleðilegs nýs árs í myndbandsávarpi á Instagram undir flugeldagný. Það sem helst þykir misheppnað í myndbandinu er að á sama tíma og heyra má sakleysislegar flugeldasprengjur dynja í bakgrunninum, vísar Lambrecht til stríðsins í Úkraínu, þar sem sambærileg hljóð eru auðvitað spurning um líf og dauða. Christine Lambrecht er þrautreyndur stjórnmálamaður úr flokki þýskra Sósíaldemókrata og hefur verið varnarmálaráðherra í samsteypustjórn Olaf Scholz frá því að hún var mynduð árið 2021.Instagram Um leið beinist gagnrýnin að inntaki ávarpsins: „Þvílíkt ár, árið 2022,“ segir ráðherrann, „það hefur fært okkur ótrúlegar áskoranir. Í miðri Evrópu geisar styrjöld. Í tengslum við styrjöldina varð ég fyrir margvíslegum hughrifum, ég fékk að hitta alls konar áhugavert og flott fólk og fyrir það er ég hjartanlega þakklát.“ Að vekja helst athygli á þeim persónulegu kynnum sem hún hafi haft af áhugaverðum persónum í tengslum við styrjöldina hefur verið sagt ósmekklegt af hálfu ráðherrans - og að það geri lítið úr alvöru málsins.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir enn barist í Soledar en sveitum Rússa hafi fjölgað úr 250 í 280 Úkraínumenn halda enn borginni Soledar en hersveitum Rússa í Úkraínu hefur fjölgað úr 250 í 280 frá því í síðustu viku. Þetta sagði Hanna Maliar, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi í morgun. 12. janúar 2023 12:36 Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01 „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. 13. janúar 2023 09:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Segir enn barist í Soledar en sveitum Rússa hafi fjölgað úr 250 í 280 Úkraínumenn halda enn borginni Soledar en hersveitum Rússa í Úkraínu hefur fjölgað úr 250 í 280 frá því í síðustu viku. Þetta sagði Hanna Maliar, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi í morgun. 12. janúar 2023 12:36
Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01
„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. 13. janúar 2023 09:01