Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 08:01 Michael Pollan höfundur How to Change Your Minds á Netflix var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um hugvíkkandi efni í læknisfræði í Hörpu. Hann telur slík efni geta verið bylting í meðferð við geðsjúkdómum en mikilvægt sé að nálgast viðfangsefnið á faglegan máta og láta vísindin ráða för. Vísir/Arnar Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst. Michael Pollan er bandarískur rithöfundur og blaðamaður sem hefur um árabil skrifað og gefið út metsölubækur um andlega og líkamlega heilsu og samband manneskjunnar viðmat og ávanabindandi efni. Þá er hann prófessor við Berkeley háskólann þar sem sem hann leiðir þverfaglegt rannsóknarstarf um vísindi og umhverfismál. Bók hans How to Change Your Mind sem fjallar um hugvíkkandi efni og áhrif þeirra varð kveikjan af vinsælli þáttaröð með sama heiti á Netflix sem sýnd var á síðasta ári um efnin sílósibin, MDMA , LSD og Meskalín. Gríðarlega spennandi tímar Pollan var fyrirlesar á ráðstefnu um hugvíkkandi efni sem lyf sem haldin var í Hörpu í vikunni. Hann telur hugvíkkandi efni fela í sér gríðarlega spennandi tækifæri í meðferð við geðröskunum. „Þegar fólk hugsar til efna eins og LSD eða sílósibin sem unnið er úr svoköllum ofskynjunarsveppum tengir það helst við unglinga í partýum eða sturlunarástands fólks eftir að hafa notað slík efni. Mörgum finnst fjarstæðukennt að þessi efni geti nýst sem lyf við geðsjúkdómum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á slíkum efnum síðustu 20-25 ár hafa hins vegar sýnt fram á afar jákvæðar niðurstöður þegar kemur að notkun slíkra efna við geðröskunum eins og t.d. þunglyndi, dauðahræðslu og áfallaröskun. En þá er það gert undir handleiðslu fagfólks og í vernduðu umhverfi,“ segir Pollan. Þá hafi rannsóknir og áhugi á hugvíkkandi efnum tekið algjörum stakkaskiptum síðustu misseri. „Þetta eru sögulegir tímar þegar kemur að slíkri nálgun við geðröskunum,“ segir Pollan. Hann segir að sífellt fleiri glími við geðraskanir og því mikil þörf á nýjum úrræðum. „Þessi efni fela í sér mikla möguleika og ég tel nauðsynlegt fyrir meðferðaraðila að kynn sér þessi mál vel. Ég veit að þunglyndi, sjálfsvíg og fíkn eru algeng vandamál hér á landi eins og í Bandaríkjunum og fara vaxandi. Það þarf ný tæki til að fást við þau og þessi hugvíkkandi efni gætu verið til þess fallin,“ segir Pollan. Varar við að farið sé of geyst Hann segir hins vegar mikilvægt að leyfa vísindunum og rannsóknum að ráða ferðinni. „Nixon Bandaríkjaforseti bannaði slík efni á sjöunda áratugnum en þar á undan var blómaskeið þeirra alls ráðandi. Við þurfum að gæta þess nú að fara ekki of geyst. Það er t.d. mikilvægt að fólk sé meðvitað um að ef þessi efni eru misnotuð eða ekki notuð á réttan hátt þá geta þau haft skaðleg áhrif. Þannig að það er afar mikilvægt að við leyfum vísindunum að ráða ferðinni í þetta skiptið. Það er einmitt það sem þessi ráðstefna fjallar um,“ segir Pollan. Pollan leggur áherslu á að það þurfi fyrst og fremst að nálgast þessi efni á faglegan máta. „Sumir eru of upprifnir yfir þessum nýjum lyfjum. Við erum öll að leita af einhverri lausn til að hjálpa fólki og samfélaginu. Það er hins vegar ekki alltaf eins auðvelt og það virðist stundum vera. Það getur orðið bakslag í þessum málum og ég hef vissar áhyggjur af því,“ segir Pollan. Pollan segir ánægjulegt að finna áhugann hér á landi fyrir þessum fræðum. „Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga á þessum fræðum hér á landi. Til að mynda mátti sjá þingmenn, lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk á ráðstefnunni. Þetta er upphafið af mikilvægu samtali um þessi mál. Mér finnst forréttindi að fá að vera hluti af því,“ segir Michael Pollan að lokum. Hugvíkkandi efni Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Michael Pollan er bandarískur rithöfundur og blaðamaður sem hefur um árabil skrifað og gefið út metsölubækur um andlega og líkamlega heilsu og samband manneskjunnar viðmat og ávanabindandi efni. Þá er hann prófessor við Berkeley háskólann þar sem sem hann leiðir þverfaglegt rannsóknarstarf um vísindi og umhverfismál. Bók hans How to Change Your Mind sem fjallar um hugvíkkandi efni og áhrif þeirra varð kveikjan af vinsælli þáttaröð með sama heiti á Netflix sem sýnd var á síðasta ári um efnin sílósibin, MDMA , LSD og Meskalín. Gríðarlega spennandi tímar Pollan var fyrirlesar á ráðstefnu um hugvíkkandi efni sem lyf sem haldin var í Hörpu í vikunni. Hann telur hugvíkkandi efni fela í sér gríðarlega spennandi tækifæri í meðferð við geðröskunum. „Þegar fólk hugsar til efna eins og LSD eða sílósibin sem unnið er úr svoköllum ofskynjunarsveppum tengir það helst við unglinga í partýum eða sturlunarástands fólks eftir að hafa notað slík efni. Mörgum finnst fjarstæðukennt að þessi efni geti nýst sem lyf við geðsjúkdómum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á slíkum efnum síðustu 20-25 ár hafa hins vegar sýnt fram á afar jákvæðar niðurstöður þegar kemur að notkun slíkra efna við geðröskunum eins og t.d. þunglyndi, dauðahræðslu og áfallaröskun. En þá er það gert undir handleiðslu fagfólks og í vernduðu umhverfi,“ segir Pollan. Þá hafi rannsóknir og áhugi á hugvíkkandi efnum tekið algjörum stakkaskiptum síðustu misseri. „Þetta eru sögulegir tímar þegar kemur að slíkri nálgun við geðröskunum,“ segir Pollan. Hann segir að sífellt fleiri glími við geðraskanir og því mikil þörf á nýjum úrræðum. „Þessi efni fela í sér mikla möguleika og ég tel nauðsynlegt fyrir meðferðaraðila að kynn sér þessi mál vel. Ég veit að þunglyndi, sjálfsvíg og fíkn eru algeng vandamál hér á landi eins og í Bandaríkjunum og fara vaxandi. Það þarf ný tæki til að fást við þau og þessi hugvíkkandi efni gætu verið til þess fallin,“ segir Pollan. Varar við að farið sé of geyst Hann segir hins vegar mikilvægt að leyfa vísindunum og rannsóknum að ráða ferðinni. „Nixon Bandaríkjaforseti bannaði slík efni á sjöunda áratugnum en þar á undan var blómaskeið þeirra alls ráðandi. Við þurfum að gæta þess nú að fara ekki of geyst. Það er t.d. mikilvægt að fólk sé meðvitað um að ef þessi efni eru misnotuð eða ekki notuð á réttan hátt þá geta þau haft skaðleg áhrif. Þannig að það er afar mikilvægt að við leyfum vísindunum að ráða ferðinni í þetta skiptið. Það er einmitt það sem þessi ráðstefna fjallar um,“ segir Pollan. Pollan leggur áherslu á að það þurfi fyrst og fremst að nálgast þessi efni á faglegan máta. „Sumir eru of upprifnir yfir þessum nýjum lyfjum. Við erum öll að leita af einhverri lausn til að hjálpa fólki og samfélaginu. Það er hins vegar ekki alltaf eins auðvelt og það virðist stundum vera. Það getur orðið bakslag í þessum málum og ég hef vissar áhyggjur af því,“ segir Pollan. Pollan segir ánægjulegt að finna áhugann hér á landi fyrir þessum fræðum. „Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga á þessum fræðum hér á landi. Til að mynda mátti sjá þingmenn, lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk á ráðstefnunni. Þetta er upphafið af mikilvægu samtali um þessi mál. Mér finnst forréttindi að fá að vera hluti af því,“ segir Michael Pollan að lokum.
Hugvíkkandi efni Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira