Yfirgengilegur hugtakaruglingur að kalla þrettándaskessuna ofbeldishótun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 19:26 Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, fordæmir athæfið. Hann segir að hins vegar megi ekki gengisfella alvarleg hugtök. Vísir/Vilhelm/Samsett Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, segir yfirgengilegan hugtakarugling að kalla nafnbót þrettándaskessunnar í Eyjum rasisma eða ofbeldishótun. Hann segir athæfið skýrlega hafa verið dómgreindarlaust smekkleysi en ekki megi gengisfella hugtökin. Sema Erla Serdar segir Páli að líta sér nær. Páll fjallar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að málið hafi kallað á skýra og afdráttarlausa afsökunarbeiðni frá ÍBV. Bæði opinberlega og til Eddu Falak persónulega. „En að kalla þetta ''hatursorðræðu'', ''rasisma'' eða ''ofbeldishótun'' er einfaldlega yfirgengilegur hugtakaruglingur - og óðaverðbólga í orðanotkun. Hvaða hugtök ætla menn að nota um þessi fyrirbrigði þegar þau skjóta raunverulega upp kollinum ef búið er að gengisfella þau svona rækilega? Þegar þessi hugtök eru notuð svona gáleysislega er beinlínis verið að gera lítið úr þolendum raunverulegrar hatursorðræðu, ofbeldis og rasisma.“ Normalísering á hatursorðræðu Sema Erla Serdar baráttukona skrifar athugasemd við færslu Páls og segir ekki vel séð að fólk í „yfirburða- og valdastöðu“ skilgreini hugtökin fyrir þolendur. Hún segir Páli að gera betur og hætta að taka þátt í „normalíseringu á hatursorðræðu.“ Skilgreiningarvald á hugtökunum ætti ekki að vera í höndum Páls. „Að því sögðu hvet ég þig og stuðningsfólk þitt hér til þess að kynna sér skilgreiningar og birtingarmyndir hatursorðræðu. Þið munuð þá mögulega sjá að það að uppnefna konu af erlendum uppruna (út frá erlendu ættarnafni hennar), setja nafn hennar á svarta brúðu og láta hana ganga innan um brennandi kyndla er auðvitað ekkert annað en kvenfyrirlitning og hatursorðræða,“ segir Sema Erla. Páll svarar um hæl og segir að ákveðinn vandi felist í tali um „skilgreiningarvald.“ Aðdróttanir Semu Erlu um kvenfyrirlitningu og kvenhatur fái ekki staðist. „Það er nefnilega ekki hægt að taka hugtök sem eiga við um einhver þokkalega skilgreind fyrirbrigði og heimfæra undir þau hvaða fyrirbrigði önnur sem er. Þá verður úr því hugtakaruglingurinn sem færslan mín er um; algjörlega laus við ''kvenfyrirlitningu og hatur''. En þú tókst þér sem sagt ''skilgreiningarvaldið'' yfir færslunni minni.“ Vestmannaeyjar Áramót ÍBV Tengdar fréttir Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18 ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Páll fjallar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að málið hafi kallað á skýra og afdráttarlausa afsökunarbeiðni frá ÍBV. Bæði opinberlega og til Eddu Falak persónulega. „En að kalla þetta ''hatursorðræðu'', ''rasisma'' eða ''ofbeldishótun'' er einfaldlega yfirgengilegur hugtakaruglingur - og óðaverðbólga í orðanotkun. Hvaða hugtök ætla menn að nota um þessi fyrirbrigði þegar þau skjóta raunverulega upp kollinum ef búið er að gengisfella þau svona rækilega? Þegar þessi hugtök eru notuð svona gáleysislega er beinlínis verið að gera lítið úr þolendum raunverulegrar hatursorðræðu, ofbeldis og rasisma.“ Normalísering á hatursorðræðu Sema Erla Serdar baráttukona skrifar athugasemd við færslu Páls og segir ekki vel séð að fólk í „yfirburða- og valdastöðu“ skilgreini hugtökin fyrir þolendur. Hún segir Páli að gera betur og hætta að taka þátt í „normalíseringu á hatursorðræðu.“ Skilgreiningarvald á hugtökunum ætti ekki að vera í höndum Páls. „Að því sögðu hvet ég þig og stuðningsfólk þitt hér til þess að kynna sér skilgreiningar og birtingarmyndir hatursorðræðu. Þið munuð þá mögulega sjá að það að uppnefna konu af erlendum uppruna (út frá erlendu ættarnafni hennar), setja nafn hennar á svarta brúðu og láta hana ganga innan um brennandi kyndla er auðvitað ekkert annað en kvenfyrirlitning og hatursorðræða,“ segir Sema Erla. Páll svarar um hæl og segir að ákveðinn vandi felist í tali um „skilgreiningarvald.“ Aðdróttanir Semu Erlu um kvenfyrirlitningu og kvenhatur fái ekki staðist. „Það er nefnilega ekki hægt að taka hugtök sem eiga við um einhver þokkalega skilgreind fyrirbrigði og heimfæra undir þau hvaða fyrirbrigði önnur sem er. Þá verður úr því hugtakaruglingurinn sem færslan mín er um; algjörlega laus við ''kvenfyrirlitningu og hatur''. En þú tókst þér sem sagt ''skilgreiningarvaldið'' yfir færslunni minni.“
Vestmannaeyjar Áramót ÍBV Tengdar fréttir Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18 ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18
ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13