Af hverju þarf Eflingarfólk að fá meira en landsbyggðarfólk Stefán Ólafsson skrifar 14. janúar 2023 13:32 Mun hærri húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu skýrir hvers vegna Eflingarfólk þarf meiri hækkanir en Starfsgreinasambandið (SGS) samdi um nýlega, einfaldlega til að ná endum saman. Greidd húsaleiga er að meðaltali 220.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 152.000 kr. á landsbyggðinni, eða um 68.000 krónum hærri – í hverjum mánuði. Kaupverð íbúða er sömuleiðis miklu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Enginn kemst undan húsnæðiskostnaðinum. Þetta er sýnt á einfaldan hátt á meðfylgjandi myndum, sem miðast við fullvinnandi einhleypa einstaklinga í verkalýðsstétt, sem búa í leiguhúsnæði (50 fm íbúð) og eru á meðallaunum samkvæmt hinum nýja samningi SGS. Mánaðarlaun eru 426 þúsund. Af þeim er dreginn skattur og iðgjöld í lífeyrissjóði (um 86 þúsund kr.), en við bætast húsaleigubætur (40.633 kr.). Þá standa eftir rúmar 380 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur til að greiða framfærslukostnað. Framfærslukostnaður án húsnæðiskostnaðar einhleypra á höfuðborgarsvæðinu er um 256 þúsund kr. um þessar mundir og meðal húsaleiga fyrir litla íbúð (50 fm) er 165.000 kr. Einstaklingur í þessari stöðu nær ekki endum saman. Hann vantar rúmar 40 þúsund kr. aukalega í ráðstöfunartekjur á mánuði til þess. Þess vegna þarf Eflingarfólk meiri launahækkun en SGS samningurinn skilar. Aðstæður eru hins vegar öðruvísi á landsbyggðinni þar sem húsnæðiskostnaður er mun minni, eða sem nemur um 55 þúsund krónum fyrir litla leiguíbúð (50 fm að stærð). Samsvarandi munur er á húsnæði af öðrum stærðum. Á næstu mynd má sjá hvernig samsvarandi afkomudæmi fyrir landsbyggðina lítur út. Allt annað en leiga er eins í þessum samanburði. Meðalleiga skv. uppreiknuðum upplýsingum frá Þjóðskrá fyrir 50 fm íbúð er um 110 þúsund krónur á landsbyggðinni á meðan hún er um 165 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir svona litlar íbúðir er leigan lægri en meðalleiga á svæðunum, sem nefnd var í byrjun greinarinnar. Þetta skilar þeim sem er á meðaltaxta Starfsgreinasambandsins um 14 þúsund krónum í afgang í hverjum mánuði á meðan Eflingarfólk þarf að glíma við um 40 þúsund króna halla. SGS samningurinn er þannig meira viðunandi fyrir landsbyggðarfólk en fyrir Eflingarfólk, þó ekki séu þetta glæsileg kjör. Allir hljóta að skilja að laun þurfa að duga fyrir framfærslu og ef húsnæðiskostnaður er allur annar þurfa kjarasamningar að reyna að brúa það, ef ekki tekst að gera það með húsnæðisbótum. Þær eru hinar sömu hjá láglaunafólki á meðaltaxta SGS (eins og sést á myndunum) en þegar laun fara upp fyrir það skila þær sér betur til landsbyggðarfólks en á höfuðborgarsvæðið. Það er alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum. Verkalýðsforingjar á landsbyggðinni þurfa að viðurkenna þennan grundvallarmun og ættu að fagna því ef Eflingu tækist að gera stöðu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu meira viðunandi, í stað þess að ganga í lið með atvinnurekendum við að þvinga ófullnægjandi samning upp á Eflingarfólk. En um 55 þúsund kr. vantar inn í ráðstöfunartekjur verkafólks á HB-svæði til að jafna afkomustöðuna milli Eflingarfólks og landsbyggðarfólks á almennum vinnumarkaði. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Gögnin koma frá Ríkisskattstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Húsnæðismál Stefán Ólafsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mun hærri húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu skýrir hvers vegna Eflingarfólk þarf meiri hækkanir en Starfsgreinasambandið (SGS) samdi um nýlega, einfaldlega til að ná endum saman. Greidd húsaleiga er að meðaltali 220.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 152.000 kr. á landsbyggðinni, eða um 68.000 krónum hærri – í hverjum mánuði. Kaupverð íbúða er sömuleiðis miklu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Enginn kemst undan húsnæðiskostnaðinum. Þetta er sýnt á einfaldan hátt á meðfylgjandi myndum, sem miðast við fullvinnandi einhleypa einstaklinga í verkalýðsstétt, sem búa í leiguhúsnæði (50 fm íbúð) og eru á meðallaunum samkvæmt hinum nýja samningi SGS. Mánaðarlaun eru 426 þúsund. Af þeim er dreginn skattur og iðgjöld í lífeyrissjóði (um 86 þúsund kr.), en við bætast húsaleigubætur (40.633 kr.). Þá standa eftir rúmar 380 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur til að greiða framfærslukostnað. Framfærslukostnaður án húsnæðiskostnaðar einhleypra á höfuðborgarsvæðinu er um 256 þúsund kr. um þessar mundir og meðal húsaleiga fyrir litla íbúð (50 fm) er 165.000 kr. Einstaklingur í þessari stöðu nær ekki endum saman. Hann vantar rúmar 40 þúsund kr. aukalega í ráðstöfunartekjur á mánuði til þess. Þess vegna þarf Eflingarfólk meiri launahækkun en SGS samningurinn skilar. Aðstæður eru hins vegar öðruvísi á landsbyggðinni þar sem húsnæðiskostnaður er mun minni, eða sem nemur um 55 þúsund krónum fyrir litla leiguíbúð (50 fm að stærð). Samsvarandi munur er á húsnæði af öðrum stærðum. Á næstu mynd má sjá hvernig samsvarandi afkomudæmi fyrir landsbyggðina lítur út. Allt annað en leiga er eins í þessum samanburði. Meðalleiga skv. uppreiknuðum upplýsingum frá Þjóðskrá fyrir 50 fm íbúð er um 110 þúsund krónur á landsbyggðinni á meðan hún er um 165 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir svona litlar íbúðir er leigan lægri en meðalleiga á svæðunum, sem nefnd var í byrjun greinarinnar. Þetta skilar þeim sem er á meðaltaxta Starfsgreinasambandsins um 14 þúsund krónum í afgang í hverjum mánuði á meðan Eflingarfólk þarf að glíma við um 40 þúsund króna halla. SGS samningurinn er þannig meira viðunandi fyrir landsbyggðarfólk en fyrir Eflingarfólk, þó ekki séu þetta glæsileg kjör. Allir hljóta að skilja að laun þurfa að duga fyrir framfærslu og ef húsnæðiskostnaður er allur annar þurfa kjarasamningar að reyna að brúa það, ef ekki tekst að gera það með húsnæðisbótum. Þær eru hinar sömu hjá láglaunafólki á meðaltaxta SGS (eins og sést á myndunum) en þegar laun fara upp fyrir það skila þær sér betur til landsbyggðarfólks en á höfuðborgarsvæðið. Það er alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum. Verkalýðsforingjar á landsbyggðinni þurfa að viðurkenna þennan grundvallarmun og ættu að fagna því ef Eflingu tækist að gera stöðu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu meira viðunandi, í stað þess að ganga í lið með atvinnurekendum við að þvinga ófullnægjandi samning upp á Eflingarfólk. En um 55 þúsund kr. vantar inn í ráðstöfunartekjur verkafólks á HB-svæði til að jafna afkomustöðuna milli Eflingarfólks og landsbyggðarfólks á almennum vinnumarkaði. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Gögnin koma frá Ríkisskattstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar