Fjarskiptalæknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. janúar 2023 08:00 Jón Magnús Kristjánsson leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra. VÍSIR/ARNAR Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans. Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðaþjónustu, leiddi vinnu hópsins en hann segir töluverðar áskoranir í bráðaþjónustu á landsvísu, ekki síst á landsbyggðinni. „Það hefur hingað til ekki verið heildaryfirlit yfir þjónustuna á landsvísu og það hefur verið mjög mismunandi hvernig heilsugæslustöðvar og sjúkrahús heilbrigðisstofnana hafa verið tækjum búin til að geta skipulagt sína þjónustu,“ segir hann. Teymið lagði meðal annars til að stofnuð yrði svokölluð bráðafjarheilbrigðismiðstöð og snýr tillagan sem talin er vænlegust til árangurs að því að fjarskiptalæknir hefji störf. Hann verði einn til að byrja með og myndi þá starfa utan dagvinnutíma á virkum dögum. Um er að ræða kerfi að erlendri fyrirmynd sem yrði aðlagað íslenskum aðstæðum. Hægt að byrja tiltölulega fljótt „Það ætti að vera hægt að byrja með þessa starfsemi tiltölulega fljótt, það er innan þriggja mánaða eða eitthvað svoleiðis, og síðan að útvíkka hana yfir í sólarhringsþjónustu á um það bil tveimur árum,“ segir Jón. „Kostnaðurinn verður í kringum 230 milljónir á ári þegar þetta er orðið sólarhringsþjónusta en þetta fyrsta ár þá yrði kostnaðurinn sirka hundrað milljónir,“ segir hann enn fremur. Hvað aðrar tillögur varðar er tímaramminn oftast eitt til tvö ár en annars allt að fimm ár. Kostnaðurinn er ekki mikill, sérstaklega í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur þegar veitt 330 milljónum í kaup á tækjabúnað. Fjarskiptalæknirinn feli í sér mestan kostnað „Það eru ekki mjög margar tillögur af þessum 39 sem fela einhvern verulegan kostnað í för með sér. Mest snýst þetta um samvinnu, samhæfingu og gæðamál. En það eru þarna nokkrar tillögur sem fela í sér kostnað og þessi með fjarskiptalækninn er sínu stærst,“ segir Jón. Þó tillögurnar séu af ýmsum toga og snúi að hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum þá er þeim ekki ætlað að lagfæra þann gríðarlegan vanda sem bráðamóttaka Landspítala standi fyrir. Vandinn þar sé af örlítið öðrum toga en vandinn á landsvísu. „Það er verið að vinna að því annars staðar, það er svolítið forsenda þessarar skýrslu að sú vinna haldi áfram. Hins vegar mun þetta bæta bráðaþjónustu í heild sinni fyrir landið allt og koma því í betra horf,“ segir Jón. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsugæsla Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðaþjónustu, leiddi vinnu hópsins en hann segir töluverðar áskoranir í bráðaþjónustu á landsvísu, ekki síst á landsbyggðinni. „Það hefur hingað til ekki verið heildaryfirlit yfir þjónustuna á landsvísu og það hefur verið mjög mismunandi hvernig heilsugæslustöðvar og sjúkrahús heilbrigðisstofnana hafa verið tækjum búin til að geta skipulagt sína þjónustu,“ segir hann. Teymið lagði meðal annars til að stofnuð yrði svokölluð bráðafjarheilbrigðismiðstöð og snýr tillagan sem talin er vænlegust til árangurs að því að fjarskiptalæknir hefji störf. Hann verði einn til að byrja með og myndi þá starfa utan dagvinnutíma á virkum dögum. Um er að ræða kerfi að erlendri fyrirmynd sem yrði aðlagað íslenskum aðstæðum. Hægt að byrja tiltölulega fljótt „Það ætti að vera hægt að byrja með þessa starfsemi tiltölulega fljótt, það er innan þriggja mánaða eða eitthvað svoleiðis, og síðan að útvíkka hana yfir í sólarhringsþjónustu á um það bil tveimur árum,“ segir Jón. „Kostnaðurinn verður í kringum 230 milljónir á ári þegar þetta er orðið sólarhringsþjónusta en þetta fyrsta ár þá yrði kostnaðurinn sirka hundrað milljónir,“ segir hann enn fremur. Hvað aðrar tillögur varðar er tímaramminn oftast eitt til tvö ár en annars allt að fimm ár. Kostnaðurinn er ekki mikill, sérstaklega í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur þegar veitt 330 milljónum í kaup á tækjabúnað. Fjarskiptalæknirinn feli í sér mestan kostnað „Það eru ekki mjög margar tillögur af þessum 39 sem fela einhvern verulegan kostnað í för með sér. Mest snýst þetta um samvinnu, samhæfingu og gæðamál. En það eru þarna nokkrar tillögur sem fela í sér kostnað og þessi með fjarskiptalækninn er sínu stærst,“ segir Jón. Þó tillögurnar séu af ýmsum toga og snúi að hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum þá er þeim ekki ætlað að lagfæra þann gríðarlegan vanda sem bráðamóttaka Landspítala standi fyrir. Vandinn þar sé af örlítið öðrum toga en vandinn á landsvísu. „Það er verið að vinna að því annars staðar, það er svolítið forsenda þessarar skýrslu að sú vinna haldi áfram. Hins vegar mun þetta bæta bráðaþjónustu í heild sinni fyrir landið allt og koma því í betra horf,“ segir Jón.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsugæsla Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44