Vill banna kvendómara á HM karla Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2023 08:31 Systurnar Julie og Charlotte Bonaventura dæmdu á HM karla árið 2017 og eru enn að. Getty/Slavko Midzor Þrjú af dómarapörunum sem valin voru til að dæma á HM karla í handbolta eru skipuð konum. Ummæli fyrrverandi heims- og Evrópumeistarans Christians Shwarzer þess efnis að konur ættu ekki að dæma hjá körlum, og öfugt, hafa fallið í grýttan jarðveg. Konur hafa dæmt á stórmótum karla í handbolta síðustu ár og einnig til að mynda í sterkustu landsdeild heims, þýsku deildinni, sem og í Meistaradeild Evrópu. Við það er hinn 53 ára gamli Schwarzer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2007, ósáttur en hann sagði í hlaðvarpsþætti sínum, samkvæmt frétt Bild: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú hugmynd kom upp að leyfa konum að dæma hjá körlum. Ég hefði ekki látið það gerast því þær geta dæmt hjá konum og karlar dæmt hjá körlum.“ Á meðal kvenna sem dæma á HM í Svíþjóð og Póllandi eru frönsku systurnar Charlotte og Julie Bonaventura, sem dæmdu einn af stórleikjum helgarinnar þegar Ísland og Ungverjaland mættust. Sorgmæddur og segir stopp Danski handboltasérfræðingurinn margreyndi Bent Nyegaard sá systurnar dæma þann leik og furðar sig á ummælum Schwarzer. „Maður verður bara pirraður og sorgmæddur yfir því að þetta sé einhver umræða. Sérstaklega þegar þetta kemur frá einhverjum sem er svona langt frá heiminum sem við lifum í, í dag. Þess vegna segi ég bara „stopp nú!“. Það eina sem skiptir máli er að ef þú hefur nógu mikla hæfileika þá skiptir engu máli hvort þú ert karl eða kona,“ sagði Nyegaard. At tænke sig i 2023 https://t.co/J1Z93qBS6F— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 15, 2023 Í samtali við Bild sagðist Schwarzer ekki sjá eftir ummælum sínum: „Ég var spurður út í dómara og sagði að ég teldi betra að konur myndu dæma HM kvenna en karlar dæma HM karla. Það er bara mín skoðun. Það þýðir ekki að ég hafi nokkuð á móti þeim. Það hvort að þær dæmi betur eða verr er opin spurning. Þetta er bara mín skoðun. Ég tel að það væri betra að karlar dæmdu hjá körlum en konur hjá konum. Það hefur ekkert með frammistöðu dómara að gera. Það er ekki heldur kvenhatur. Ég á dásamalega konu sjálfur og hef ekkert á móti konum,“ sagði Schwarzer. Samskiptin góð þegar Merz og Kuttler dæmdu leik Íslands og Þýskalands Þýska kvendómaraparið Maike Merz og Tanja Kuttler tjáði sig um málið við ARD í Þýskalandi. „Það góða er að við finnum engan mun. Okkur líður eins og við séum fullkomlega samþykktar. Tilfinningin er alltaf sú að samband okkar við leikmenn og þjálfara sé gott, og það skipti ekki máli hver það sé sem dæmir,“ sagði Kuttler. Fleiri en Nyegaard hafa mótmælt hugmyndum Schwarzer og þar á meðal er Johannes Golla, landsliðsmaður Þýskalands. „Fyrir mér er enginn munur á því hver dæmir leiki. Tveir kvendómarar [Merz og Kuttler] dæma í þýsku deildinni og eru einnig hér á HM. Þær voru einnig í vináttulandsleik sem við spiluðum við Ísland. Þar voru samskiptin á vellinum góð og full af virðingu,“ sagði Golla. HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Konur hafa dæmt á stórmótum karla í handbolta síðustu ár og einnig til að mynda í sterkustu landsdeild heims, þýsku deildinni, sem og í Meistaradeild Evrópu. Við það er hinn 53 ára gamli Schwarzer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2007, ósáttur en hann sagði í hlaðvarpsþætti sínum, samkvæmt frétt Bild: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú hugmynd kom upp að leyfa konum að dæma hjá körlum. Ég hefði ekki látið það gerast því þær geta dæmt hjá konum og karlar dæmt hjá körlum.“ Á meðal kvenna sem dæma á HM í Svíþjóð og Póllandi eru frönsku systurnar Charlotte og Julie Bonaventura, sem dæmdu einn af stórleikjum helgarinnar þegar Ísland og Ungverjaland mættust. Sorgmæddur og segir stopp Danski handboltasérfræðingurinn margreyndi Bent Nyegaard sá systurnar dæma þann leik og furðar sig á ummælum Schwarzer. „Maður verður bara pirraður og sorgmæddur yfir því að þetta sé einhver umræða. Sérstaklega þegar þetta kemur frá einhverjum sem er svona langt frá heiminum sem við lifum í, í dag. Þess vegna segi ég bara „stopp nú!“. Það eina sem skiptir máli er að ef þú hefur nógu mikla hæfileika þá skiptir engu máli hvort þú ert karl eða kona,“ sagði Nyegaard. At tænke sig i 2023 https://t.co/J1Z93qBS6F— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 15, 2023 Í samtali við Bild sagðist Schwarzer ekki sjá eftir ummælum sínum: „Ég var spurður út í dómara og sagði að ég teldi betra að konur myndu dæma HM kvenna en karlar dæma HM karla. Það er bara mín skoðun. Það þýðir ekki að ég hafi nokkuð á móti þeim. Það hvort að þær dæmi betur eða verr er opin spurning. Þetta er bara mín skoðun. Ég tel að það væri betra að karlar dæmdu hjá körlum en konur hjá konum. Það hefur ekkert með frammistöðu dómara að gera. Það er ekki heldur kvenhatur. Ég á dásamalega konu sjálfur og hef ekkert á móti konum,“ sagði Schwarzer. Samskiptin góð þegar Merz og Kuttler dæmdu leik Íslands og Þýskalands Þýska kvendómaraparið Maike Merz og Tanja Kuttler tjáði sig um málið við ARD í Þýskalandi. „Það góða er að við finnum engan mun. Okkur líður eins og við séum fullkomlega samþykktar. Tilfinningin er alltaf sú að samband okkar við leikmenn og þjálfara sé gott, og það skipti ekki máli hver það sé sem dæmir,“ sagði Kuttler. Fleiri en Nyegaard hafa mótmælt hugmyndum Schwarzer og þar á meðal er Johannes Golla, landsliðsmaður Þýskalands. „Fyrir mér er enginn munur á því hver dæmir leiki. Tveir kvendómarar [Merz og Kuttler] dæma í þýsku deildinni og eru einnig hér á HM. Þær voru einnig í vináttulandsleik sem við spiluðum við Ísland. Þar voru samskiptin á vellinum góð og full af virðingu,“ sagði Golla.
HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira