Samfélagsleg áhrif af sambúð með Landsvirkjun Anna Björk Hjaltadóttir skrifar 17. janúar 2023 07:00 Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 6. janúar síðastliðinn við sveitastjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Harald Þór Jónsson, kemur fram að skoða þurfi áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar á samfélagið. Samfélagsleg áhrif Landsvirkjunar á þetta litla samfélag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þaðan sem ég er ættuð og ber sterkar taugar til, hafa lengi verið mér hugleikin. Ég tek undir þetta hjá Haraldi. Á árunum 2005-2015 bjó ég á Austurlandi og tók þátt í uppbyggingu og rekstri á álverinu á Reyðarfirði. Þar varð ég vitni að fórnum sem voru gerðar á umhverfinu með það að markmiði að vera til hagsbóta fyrir samfélagið. Framkvæmdirnar voru mjög umdeildar og ekki allir sáttir við þær. Hins vegar upplifði ég, persónulega, breytingarnar á samfélaginu að mestu sem jákvæðar. Eftir dvölina á Austurlandi flutti ég á höfuðborgarsvæðið, nær heimaslóðum í Gnúpverjahreppi. Vitandi af fyrirætlunum um Hvammsvirkjun og reynslu af breytingu á samfélagi að austan fór ég að fylgjast með og rýna í áhrif af veru Landsvirkjunar í sveitinni og fyrirhuguðu virkjanabrölti. Ég sá aftur á móti hvergi þau jákvæðu áhrif sem ég hafði upplifað fyrir austan, heldur þvert á móti neikvæð áhrif. Samband Landsvirkjunar við samfélagið Samband Landsvirkjunar við samfélagið í Gnúpverjahreppi (núverandi Skeiða- og Gnúpverjahreppi) hófst við byggingu Búrfellsvirkjunar á sjöunda áratug síðustu aldar. Báðir aðilar höfðu hag af sambandinu. Samfélagið fékk aukið fjármagn í sveitarsjóð sem gerði þeim kleift að reisa eitt stærsta félagsheimili Suðurlands og íbúar fengu vinnu bæði við uppbyggingu og rekstur virkjunarinnar. Þegar ég ólst upp heyrði ég oft talað um hvað sveitin væri heppin að hafa Landsvirkjun. Þakklæti í garð Landsvirkjunar var eitthvað sem ég skynjaði oft hjá eldri kynslóðinni og ég man að ég hugsaði oft á yngri árum hversu heppin við værum að hafa Landsvirkjun. Ég var meira að segja með plön um að ná mér í menntun sem myndi henta orkuiðnaðinum þar sem ég gæti búið í sveitinni og unnið í Búrfelli. Þeir sveitungar sem fengu vinnu í Búrfelli voru taldir heppnir og fólk ánægt með að fyrirtækið væri að ráða íbúa. Einnig fengu ungmenni, þar á meðal ég, vel launuð sumarstörf við að sinna umhverfi virkjunarsvæðisins og græða upp land og rækta skóga. En með tímanum hefur þetta samband súrnað þar sem stóri aðilinn í sambandinu vill ávallt meira. Mér dettur oft í hug samlíking á sambandinu við staðalmyndir ríka valdakarlsins og undirokuðu eiginkonunnar þar sem ríki valdakarlinn ætlast til þess að eiginkonan hlýði sér í einu og öllu þar sem hann sé svo góður við hana. Hann fái að ganga á rétt hennar gegn því að hún njóti gæðanna sem fylgja fjármagni ríka karlsins. Landsvirkjun ætlast nú til þess að samfélagið og sveitastjórnir við Þjórsá hagi sér eins og undirokuð eiginkona og veiti sér framkvæmdaleyfi til þess að byggja 95 megavatta Hvammsvirkjun. Til þess að hún geti orðið að veruleika þarf að koma fyrir 4 ferkílómetra stóru inntakslóni. Ef af verður yrði þetta næststærsta lónið í Þjórsá, fjórum sinnum stærra en Bjarnalón við Búrfellsvirkjun. Til samanburðar þá er allt landsvæði Seltjarnaness 2 ferkílómetrar. Ef lónið yrði sett yfir höfuðborgarsvæðið þá myndi það drekkja öllu landi sem er vestan við Suðurgötu, þ.e. allur Vesturbærinn og Seltjarnanesið. Þetta lón á að setja niður í miðri sveit, yfir lönd bænda og íbúa. Eftir að Landsvirkjun fór að verða ágengari á samfélagið með fyrirætlanir um Hvammsvirkjun fóru að heyrast gagnrýnisraddir í garð fyrirtækisins. Þessar gagnrýnisraddir fengu þá oft andsvar, sérstaklega frá eldra fólki, að íbúar megi nú ekki vera vanþakklátir við Landsvirkjun, fyrirtækið hafi alltaf verið svo „gott“ við sveitina. Í seinni tíma hljómar þetta í mínum eyrum eins og foreldri undirokuðu eiginkonunnar sé að segja henni að sætta sig við ofbeldið, beygja sig undir vilja ríka karlsins og ekki vera svona erfið við hann þar sem hún eigi honum nú svo margt að þakka. En hefur Landsvirkjun haft svona góð áhrif á samfélagið eins og sumir vilja halda fram? Við skoðun á opinberum gögnum, bæði frá Hagstofu Íslands og af ársreikningum sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem og nágrannasveitarfélögunum Hrunamannhreppi og Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu, kemur annað í ljós. Mannfjöldaþróun Byrjum á að skoða mannfjöldaþróun frá 1950, sjá mynd 1. Árin frá 1950 til 1965 er fjöldi fólks í þáverandi Skeiðahreppi og Gnúpverjahreppi meiri en í Hrunamannahreppi. Framkvæmdir við Búrfellsvirkjun hefjast um 1965 og virkjunin komin í rekstur um 1969. Við það flytja margar fjölskyldur í Gnúpverjahrepp og búa árið um kring í Búrfellsvirkjun (sjá aukningu í fjölda 1970). Þegar börnin eru komin á framhaldsskólaaldur fara þessar fjölskyldur að flytja í burtu frá Búrfelli þannig að árið 1990 er eingöngu ein barnafjölskylda eftir með fasta búsetu í Búrfelli. Árið 2018 fjölgaði fólki í Skeiða- og Gnúpverjahreppi tengt uppbyggingu á Búrfelli II, en sú fólksfjölgun fjaraði út og enn frekari fækkun hefur orðið frá árinu 2020 til dagsins í dag. Mannfjöldaþróun 1950-2022 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð. Íbúaþróun er sýnd á 10 ára fresti 1950-2020 ásamt íbúafjölda 2022. Til samanburðar fór íbúafjöldi vaxandi í Hrunamannahreppi upp úr 1980 með tilkomu ylræktar og atvinnuuppbyggingu tengdri henni. Í Bláskógabyggð má sjá samskonar aukningu vegna ylræktar en mikil aukning varð eftir 2010 þegar ferðamannaiðnaðurinn fór á flug. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur samskonar tækifæri í atvinnuuppbyggingu í ylrækt og ferðaþjónustu eins og Hrunamannahreppur og Bláskógabyggð en það er ekki verið að nýta þau í eins miklum mæli. Fólksfjölgun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi frá árinu 1950 til dagsins í dag er 26% á meðan fólksfjölgun í Hrunamannahreppi er 78% og 108% í Bláskógabyggð. Fjölgun fólks á Íslandi hefur aukist um 63% síðan 1950 þannig að bæði Bláskógabyggð og Hrunamannahreppur eru yfir landsmeðaltali, en Skeiða- og Gnúpverjahreppur minna en helmingur af landsmeðaltali. Þróun á tekjum En hvað með tekjur sveitarfélaganna? Er ekki svo gott að búa með Landsvirkjun því þar eru tryggar góðar tekjur í gegnum fasteignaskatta? Ég skoðaði tekjur og rekstrarafkomu per íbúa í þessum áðurnefndu þremur sveitarfélögum árin 2007-2021 og uppreiknaði tekjurnar að núvirði, sjá mynd 2. Á árunum 2007-2011 er Skeiða- og Gnúpverjahreppur með hæstu tekjurnar per íbúa af þessum sveitarfélögum en eftir það, tengt vexti í ferðaþjónustu, hafa Bláskógabyggð og Hrunamannahreppur haft mun meiri tekjur. Á þessu tímabili hafa tekjur Skeiða- og Gnúpverjahrepps vaxið um 28% en 58% í Hrunamannhreppi og 49% í Bláskógarbyggð. Tekjuaukning Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2018 má rekja til uppbyggingar á Búrfelli II og tekjufall/tap hjá Bláskógarbyggð árið 2021 má líklega rekja til Covid. Rekstrartekjur per íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og Bláskógarbyggð. Uppreiknað að núvirði janúar 2023. Þegar rekstrarniðurstaða per íbúa er skoðuð (sjá mynd 3) á þessum 15 árum þá eru Hrunamannhreppur og Bláskógabyggð tvisvar sinnum hvor með neikvæða niðurstöðu á meðan Skeiða- og Gnúpverjahreppur er fjórum sinnum með neikvæða niðurstöðu, eða tap samtals upp á 191 þúsund per íbúa á meðan tapið hjá Hrunamannahreppi var 89 þúsund og Bláskógabyggð 51 þúsund. Samtals hagnaður þessi 15 ár voru 653 þúsund per íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 736 þúsund í Hrunamannahreppi og 1.029 þúsund í Bláskógabyggð. Árið 2018 er eina árið þar sem rekstrarniðurstaðan er áberandi hæst, en eins og áður segir er það tilkomið vegna uppbyggingar á Búrfelli II. Árin tvö sem fylgja þar á eftir eru rekin með tapi. Rekstrarniðurstaða per íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð. Uppreiknað að núvirði janúar 2023. Í þessum samanburði er það sveitarfélag sem á að hafa það svo gott vegna sambúðar með Landsvirkjun, að koma verst út. Minnstar tekjur, versta rekstrarniðurstaðan og fólksfjölgun langt undir landsmeðaltali og margfalt lægri en samanborið við nágrannasveitarfélög. Ég tel þetta vera birtingamynd andvaraleysis sem varð þegar tekjustreymi varð tryggt með tilkomu Búrfellsvirkjunar. Með nægum tekjum hvarf þörf á að finna nýjar leiðir til tekjuöflunar í sveitasjóð. Engin neyð sem kenndi naktri konu að spinna. Nágrannasveitarfélögin höfðu ekki þetta trygga tekjustreymi og þurftu því að finna aðrar leiðir til tekjuöflunar, þ.e. neyðin kenndi þeim að spinna. Þau leystu þetta með með fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu m.a. í ylrækt og öflugri ferðaþjónustu. Þessi atvinnuuppbygging hefur skilað sér í íbúafjölgun yfir landsmeðaltali og hærri tekjum per íbúa. Eftir situr Skeiða- og Gnúpverjahreppur með sínar föstu tekjur af Landsvirkjun, færra fólk og fábreyttara atvinnulíf. Þægindaramminn Ef við komum aftur að samlíkinguna við undirokuðu eiginkonuna þá má segja að hún hafi dottið inn á þægindaramma þar sem ekkert neyddi hana eða hvatti til að efla sig og dafna. Inni í þægindaramma verður enginn vöxtur og á endanum verður þægindaramminn hamlandi. Þetta sýnir, svo að ekki verður um villst, að sambúðin er ekki eins hagkvæm og ábatasöm eins og margir vilja meina. Og nú ætlar ríki valdakarlinn að ganga enn lengra og heimta óþarfa lýtaaðgerð á eiginkonunni til þess að geta grætt meira á henni, án þess að það sé komin ástæða fyrir aðgerðinni, þ.e. ekki eru komnar fram upplýsingar um hvað eigi að gera við orkuna. Í viðtali við Harald Þór Jónsson, sveitastjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Morgunblaðinu 6. janúar og síðan í grein frá Haraldi í sama miðli 9. janúar síðastliðnum má sjá tilraun undirokuðu eiginkonunnar til að standa á sínu. Eiginkonan er að átta sig á því að hún hefur núna völd sjálf. Það þarf þó að tryggja að hún valdeflist almennilega en leggist ekki með lappirnar upp í loftið um leið og einhver loforð berast og detti þar með enn lengra inn í þægindaramman sinn. Ég vil hvetja sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps til að valdeflast gegn þessum yfirgangi og hafna byggingu Hvammsvirkjunar. Þær framkvæmdir gætu haft örlítil jákvæð áhrif til skamms tíma, en alvarleg og varanleg neikvæð áhrif til framtíðar fyrir núverandi og framtíðaríbúa sveitarinnar eins og gögnin sýna sem ég hef lagt hér fram. Einnig vil ég benda á að meirihluti Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis bókaði að rannsaka þyrfti samfélagsleg áhrif virkjana í neðri hluta Þjórsár sem hluta af rammaáætlun – og er víst ekki vanþörf á miðað við ofangreint. Ég hvet sveitastjórn að þrýsta á að slíkar rannsóknir fari fram, og að Landsvirkjun komi ekki að þeim rannsóknum ef það á að trúa og treysta niðurstöðunum. Höfundur er fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 6. janúar síðastliðinn við sveitastjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Harald Þór Jónsson, kemur fram að skoða þurfi áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar á samfélagið. Samfélagsleg áhrif Landsvirkjunar á þetta litla samfélag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þaðan sem ég er ættuð og ber sterkar taugar til, hafa lengi verið mér hugleikin. Ég tek undir þetta hjá Haraldi. Á árunum 2005-2015 bjó ég á Austurlandi og tók þátt í uppbyggingu og rekstri á álverinu á Reyðarfirði. Þar varð ég vitni að fórnum sem voru gerðar á umhverfinu með það að markmiði að vera til hagsbóta fyrir samfélagið. Framkvæmdirnar voru mjög umdeildar og ekki allir sáttir við þær. Hins vegar upplifði ég, persónulega, breytingarnar á samfélaginu að mestu sem jákvæðar. Eftir dvölina á Austurlandi flutti ég á höfuðborgarsvæðið, nær heimaslóðum í Gnúpverjahreppi. Vitandi af fyrirætlunum um Hvammsvirkjun og reynslu af breytingu á samfélagi að austan fór ég að fylgjast með og rýna í áhrif af veru Landsvirkjunar í sveitinni og fyrirhuguðu virkjanabrölti. Ég sá aftur á móti hvergi þau jákvæðu áhrif sem ég hafði upplifað fyrir austan, heldur þvert á móti neikvæð áhrif. Samband Landsvirkjunar við samfélagið Samband Landsvirkjunar við samfélagið í Gnúpverjahreppi (núverandi Skeiða- og Gnúpverjahreppi) hófst við byggingu Búrfellsvirkjunar á sjöunda áratug síðustu aldar. Báðir aðilar höfðu hag af sambandinu. Samfélagið fékk aukið fjármagn í sveitarsjóð sem gerði þeim kleift að reisa eitt stærsta félagsheimili Suðurlands og íbúar fengu vinnu bæði við uppbyggingu og rekstur virkjunarinnar. Þegar ég ólst upp heyrði ég oft talað um hvað sveitin væri heppin að hafa Landsvirkjun. Þakklæti í garð Landsvirkjunar var eitthvað sem ég skynjaði oft hjá eldri kynslóðinni og ég man að ég hugsaði oft á yngri árum hversu heppin við værum að hafa Landsvirkjun. Ég var meira að segja með plön um að ná mér í menntun sem myndi henta orkuiðnaðinum þar sem ég gæti búið í sveitinni og unnið í Búrfelli. Þeir sveitungar sem fengu vinnu í Búrfelli voru taldir heppnir og fólk ánægt með að fyrirtækið væri að ráða íbúa. Einnig fengu ungmenni, þar á meðal ég, vel launuð sumarstörf við að sinna umhverfi virkjunarsvæðisins og græða upp land og rækta skóga. En með tímanum hefur þetta samband súrnað þar sem stóri aðilinn í sambandinu vill ávallt meira. Mér dettur oft í hug samlíking á sambandinu við staðalmyndir ríka valdakarlsins og undirokuðu eiginkonunnar þar sem ríki valdakarlinn ætlast til þess að eiginkonan hlýði sér í einu og öllu þar sem hann sé svo góður við hana. Hann fái að ganga á rétt hennar gegn því að hún njóti gæðanna sem fylgja fjármagni ríka karlsins. Landsvirkjun ætlast nú til þess að samfélagið og sveitastjórnir við Þjórsá hagi sér eins og undirokuð eiginkona og veiti sér framkvæmdaleyfi til þess að byggja 95 megavatta Hvammsvirkjun. Til þess að hún geti orðið að veruleika þarf að koma fyrir 4 ferkílómetra stóru inntakslóni. Ef af verður yrði þetta næststærsta lónið í Þjórsá, fjórum sinnum stærra en Bjarnalón við Búrfellsvirkjun. Til samanburðar þá er allt landsvæði Seltjarnaness 2 ferkílómetrar. Ef lónið yrði sett yfir höfuðborgarsvæðið þá myndi það drekkja öllu landi sem er vestan við Suðurgötu, þ.e. allur Vesturbærinn og Seltjarnanesið. Þetta lón á að setja niður í miðri sveit, yfir lönd bænda og íbúa. Eftir að Landsvirkjun fór að verða ágengari á samfélagið með fyrirætlanir um Hvammsvirkjun fóru að heyrast gagnrýnisraddir í garð fyrirtækisins. Þessar gagnrýnisraddir fengu þá oft andsvar, sérstaklega frá eldra fólki, að íbúar megi nú ekki vera vanþakklátir við Landsvirkjun, fyrirtækið hafi alltaf verið svo „gott“ við sveitina. Í seinni tíma hljómar þetta í mínum eyrum eins og foreldri undirokuðu eiginkonunnar sé að segja henni að sætta sig við ofbeldið, beygja sig undir vilja ríka karlsins og ekki vera svona erfið við hann þar sem hún eigi honum nú svo margt að þakka. En hefur Landsvirkjun haft svona góð áhrif á samfélagið eins og sumir vilja halda fram? Við skoðun á opinberum gögnum, bæði frá Hagstofu Íslands og af ársreikningum sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem og nágrannasveitarfélögunum Hrunamannhreppi og Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu, kemur annað í ljós. Mannfjöldaþróun Byrjum á að skoða mannfjöldaþróun frá 1950, sjá mynd 1. Árin frá 1950 til 1965 er fjöldi fólks í þáverandi Skeiðahreppi og Gnúpverjahreppi meiri en í Hrunamannahreppi. Framkvæmdir við Búrfellsvirkjun hefjast um 1965 og virkjunin komin í rekstur um 1969. Við það flytja margar fjölskyldur í Gnúpverjahrepp og búa árið um kring í Búrfellsvirkjun (sjá aukningu í fjölda 1970). Þegar börnin eru komin á framhaldsskólaaldur fara þessar fjölskyldur að flytja í burtu frá Búrfelli þannig að árið 1990 er eingöngu ein barnafjölskylda eftir með fasta búsetu í Búrfelli. Árið 2018 fjölgaði fólki í Skeiða- og Gnúpverjahreppi tengt uppbyggingu á Búrfelli II, en sú fólksfjölgun fjaraði út og enn frekari fækkun hefur orðið frá árinu 2020 til dagsins í dag. Mannfjöldaþróun 1950-2022 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð. Íbúaþróun er sýnd á 10 ára fresti 1950-2020 ásamt íbúafjölda 2022. Til samanburðar fór íbúafjöldi vaxandi í Hrunamannahreppi upp úr 1980 með tilkomu ylræktar og atvinnuuppbyggingu tengdri henni. Í Bláskógabyggð má sjá samskonar aukningu vegna ylræktar en mikil aukning varð eftir 2010 þegar ferðamannaiðnaðurinn fór á flug. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur samskonar tækifæri í atvinnuuppbyggingu í ylrækt og ferðaþjónustu eins og Hrunamannahreppur og Bláskógabyggð en það er ekki verið að nýta þau í eins miklum mæli. Fólksfjölgun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi frá árinu 1950 til dagsins í dag er 26% á meðan fólksfjölgun í Hrunamannahreppi er 78% og 108% í Bláskógabyggð. Fjölgun fólks á Íslandi hefur aukist um 63% síðan 1950 þannig að bæði Bláskógabyggð og Hrunamannahreppur eru yfir landsmeðaltali, en Skeiða- og Gnúpverjahreppur minna en helmingur af landsmeðaltali. Þróun á tekjum En hvað með tekjur sveitarfélaganna? Er ekki svo gott að búa með Landsvirkjun því þar eru tryggar góðar tekjur í gegnum fasteignaskatta? Ég skoðaði tekjur og rekstrarafkomu per íbúa í þessum áðurnefndu þremur sveitarfélögum árin 2007-2021 og uppreiknaði tekjurnar að núvirði, sjá mynd 2. Á árunum 2007-2011 er Skeiða- og Gnúpverjahreppur með hæstu tekjurnar per íbúa af þessum sveitarfélögum en eftir það, tengt vexti í ferðaþjónustu, hafa Bláskógabyggð og Hrunamannahreppur haft mun meiri tekjur. Á þessu tímabili hafa tekjur Skeiða- og Gnúpverjahrepps vaxið um 28% en 58% í Hrunamannhreppi og 49% í Bláskógarbyggð. Tekjuaukning Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2018 má rekja til uppbyggingar á Búrfelli II og tekjufall/tap hjá Bláskógarbyggð árið 2021 má líklega rekja til Covid. Rekstrartekjur per íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og Bláskógarbyggð. Uppreiknað að núvirði janúar 2023. Þegar rekstrarniðurstaða per íbúa er skoðuð (sjá mynd 3) á þessum 15 árum þá eru Hrunamannhreppur og Bláskógabyggð tvisvar sinnum hvor með neikvæða niðurstöðu á meðan Skeiða- og Gnúpverjahreppur er fjórum sinnum með neikvæða niðurstöðu, eða tap samtals upp á 191 þúsund per íbúa á meðan tapið hjá Hrunamannahreppi var 89 þúsund og Bláskógabyggð 51 þúsund. Samtals hagnaður þessi 15 ár voru 653 þúsund per íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 736 þúsund í Hrunamannahreppi og 1.029 þúsund í Bláskógabyggð. Árið 2018 er eina árið þar sem rekstrarniðurstaðan er áberandi hæst, en eins og áður segir er það tilkomið vegna uppbyggingar á Búrfelli II. Árin tvö sem fylgja þar á eftir eru rekin með tapi. Rekstrarniðurstaða per íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð. Uppreiknað að núvirði janúar 2023. Í þessum samanburði er það sveitarfélag sem á að hafa það svo gott vegna sambúðar með Landsvirkjun, að koma verst út. Minnstar tekjur, versta rekstrarniðurstaðan og fólksfjölgun langt undir landsmeðaltali og margfalt lægri en samanborið við nágrannasveitarfélög. Ég tel þetta vera birtingamynd andvaraleysis sem varð þegar tekjustreymi varð tryggt með tilkomu Búrfellsvirkjunar. Með nægum tekjum hvarf þörf á að finna nýjar leiðir til tekjuöflunar í sveitasjóð. Engin neyð sem kenndi naktri konu að spinna. Nágrannasveitarfélögin höfðu ekki þetta trygga tekjustreymi og þurftu því að finna aðrar leiðir til tekjuöflunar, þ.e. neyðin kenndi þeim að spinna. Þau leystu þetta með með fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu m.a. í ylrækt og öflugri ferðaþjónustu. Þessi atvinnuuppbygging hefur skilað sér í íbúafjölgun yfir landsmeðaltali og hærri tekjum per íbúa. Eftir situr Skeiða- og Gnúpverjahreppur með sínar föstu tekjur af Landsvirkjun, færra fólk og fábreyttara atvinnulíf. Þægindaramminn Ef við komum aftur að samlíkinguna við undirokuðu eiginkonuna þá má segja að hún hafi dottið inn á þægindaramma þar sem ekkert neyddi hana eða hvatti til að efla sig og dafna. Inni í þægindaramma verður enginn vöxtur og á endanum verður þægindaramminn hamlandi. Þetta sýnir, svo að ekki verður um villst, að sambúðin er ekki eins hagkvæm og ábatasöm eins og margir vilja meina. Og nú ætlar ríki valdakarlinn að ganga enn lengra og heimta óþarfa lýtaaðgerð á eiginkonunni til þess að geta grætt meira á henni, án þess að það sé komin ástæða fyrir aðgerðinni, þ.e. ekki eru komnar fram upplýsingar um hvað eigi að gera við orkuna. Í viðtali við Harald Þór Jónsson, sveitastjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Morgunblaðinu 6. janúar og síðan í grein frá Haraldi í sama miðli 9. janúar síðastliðnum má sjá tilraun undirokuðu eiginkonunnar til að standa á sínu. Eiginkonan er að átta sig á því að hún hefur núna völd sjálf. Það þarf þó að tryggja að hún valdeflist almennilega en leggist ekki með lappirnar upp í loftið um leið og einhver loforð berast og detti þar með enn lengra inn í þægindaramman sinn. Ég vil hvetja sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps til að valdeflast gegn þessum yfirgangi og hafna byggingu Hvammsvirkjunar. Þær framkvæmdir gætu haft örlítil jákvæð áhrif til skamms tíma, en alvarleg og varanleg neikvæð áhrif til framtíðar fyrir núverandi og framtíðaríbúa sveitarinnar eins og gögnin sýna sem ég hef lagt hér fram. Einnig vil ég benda á að meirihluti Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis bókaði að rannsaka þyrfti samfélagsleg áhrif virkjana í neðri hluta Þjórsár sem hluta af rammaáætlun – og er víst ekki vanþörf á miðað við ofangreint. Ég hvet sveitastjórn að þrýsta á að slíkar rannsóknir fari fram, og að Landsvirkjun komi ekki að þeim rannsóknum ef það á að trúa og treysta niðurstöðunum. Höfundur er fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar