Handbolti

Ó­trú­legur sigur Sví­þjóðar og Spánn fer á­fram með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eric Johansson skoraði 11 mörk fyrir Svíþjóð  í kvöld.
Eric Johansson skoraði 11 mörk fyrir Svíþjóð í kvöld. Jozo Cabraja/Getty Images

Svíþjóð kemur fullt sjálfstrausts inn í milliriðilinn með Íslandi á HM í handbolta eftir 35 marka sigur á Úrúgvæ í kvöld. Þá vann Spánn öruggan sigur á Íran og fer þar af leiðandi með fullt hús stiga inn í milliriðil.

Spánn lenti ekki í neinum vandræðum gegn Íran í kvöld og vann öruggan 13 marka sigur, lokatölur 35-22. Alex Dujshebaev og Ferran Solé voru markahæstir í liði Spánar með sex mörk hvor.

Sigurinn þýðir að Spánn endar A-riðil með fullt hús stiga. Svartfjallaland kemur þar á eftir með fjögur stig, Íran með tvö stig og Síle endar á botninum án stiga.

Í B-riðli vann Pólland þriggja marka sigur á Sádi-Arabíu, 27-24. Pólland endar í 3. sæti riðilsins en Frakkland fór áfram með fullt hús stiga og Slóvenía endaði í 2. sæti með fjögur stig.

Ísland fer í milliriðil með liðunum úr C-riðli og þar vann Svíþjóð ótrúlegan 35 marka sigur á Úrúgvæ, lokatölur 47-12. Eric Johansson var markahæstur í liði Svíþjóðar með 11 mörk þar á eftir kom Hampus Wanne með 10 mörk.

Svíþjóð vinnur C-riðil örugglega með fullt hús stiga, Brasilía endar í 2. sæti með fjögur stig og Grænhöfðaeyjar enda í 3. sæti og komast þar af leiðandi í milliriðil.


Tengdar fréttir

Frakkland áfram með fullt hús stiga

Fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta eru nú búnir. Frakkland vann Slóveníu og er komið áfram í milliriðil með fullt hús stiga. Þá er Brasilía komin áfram í milliriðil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×