Bæjarstjórn sem ekkert hlustar eða gerir Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson skrifar 17. janúar 2023 07:32 Nú fóru fram mótmæli þann 15. desember 2022 og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur ekki ennþá hlustað á okkur. Bæjarstjórnin er föst á því að byggja Samfélagsmiðstöð sem verður á neðstu hæð íbúðarblokkar. Í samfélagsmiðstöðinni verður frístundamiðstöðin Þorpið sem er tómstundastarf fyrir börn og ungmenni. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Fötluðum hefur oft á tíðum verið strítt af börnum og hefur það marg oft sýnt sig að börn og fatlaðir eiga ekkert sameiginlegt. Áður en fyrrum húsnæði Fjöliðjunnar brann voru teikningar gerðar af tilvonandi stækkun á húsnæðinu. Hvers vegna eru þær teikningar ekki notaðar við byggingu á nýja húsnæðinu? Bæjarstjórn hefur ennþá tíma til að endurskoða ákvörðun sína varðandi húsnæði fyrir Fjöliðjuna og framkvæma frekar upprunalega ákvörðun um stækkun á Dalbrautinni. Önnur lausn er að Akraneskaupstaður kaupi allt húsnæðið á Smiðjuvöllum 28, þar sem starfsemi Fjöliðjunnar er að hluta til í núna. Flöskumóttakan og Búkolla yrðu þá vel staðsettar með gott aðgengi fyrir íbúa bæjarins. Með þessu fyrirkomulagi gætu allir starfsmenn Fjöliðjunnar starfað saman undir sama þaki og allir væru glaðir. Það særir okkur að það standi til að slíta okkur samstarfsfélagana í sundur. Væri það ekki frábær lausn að bærinn keypti Smiðjuvelli 28? Ég myndi segja það, en bæjarstjórnin þykist vita betur og meira en við sem vinnum í Fjöliðjunni. Mér var sagt að fulltrúar bæjarstjórnar sinna einnig öðrum störfum en ég legg til að þeir kynni sér almennilega starfsemi Fjöliðjunnar með því að vinna í 2-3 daga hjá okkur. Eins og staðan er núna er starfsemi Fjöliðjunnar í tveimur húsnæðum sem hefur verið okkur virkilega erfitt. Til stóð að það fyrirkomulag yrði tímabundið en miðað við áætlun bæjarstjórnar verður það varanlegt. Hvernig er kostnaðurinn við að vera í tveimur húsnæðum minni en að leyfa okkur að vera öllum saman í einu húsnæði? Hvernig væri að við skagamenn færum að sýna samstöðu og láta í okkur heyra? Eða er ykkur alveg sama um starfsemina okkar? Höfundur er starfsmaður Fjöliðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú fóru fram mótmæli þann 15. desember 2022 og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur ekki ennþá hlustað á okkur. Bæjarstjórnin er föst á því að byggja Samfélagsmiðstöð sem verður á neðstu hæð íbúðarblokkar. Í samfélagsmiðstöðinni verður frístundamiðstöðin Þorpið sem er tómstundastarf fyrir börn og ungmenni. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Fötluðum hefur oft á tíðum verið strítt af börnum og hefur það marg oft sýnt sig að börn og fatlaðir eiga ekkert sameiginlegt. Áður en fyrrum húsnæði Fjöliðjunnar brann voru teikningar gerðar af tilvonandi stækkun á húsnæðinu. Hvers vegna eru þær teikningar ekki notaðar við byggingu á nýja húsnæðinu? Bæjarstjórn hefur ennþá tíma til að endurskoða ákvörðun sína varðandi húsnæði fyrir Fjöliðjuna og framkvæma frekar upprunalega ákvörðun um stækkun á Dalbrautinni. Önnur lausn er að Akraneskaupstaður kaupi allt húsnæðið á Smiðjuvöllum 28, þar sem starfsemi Fjöliðjunnar er að hluta til í núna. Flöskumóttakan og Búkolla yrðu þá vel staðsettar með gott aðgengi fyrir íbúa bæjarins. Með þessu fyrirkomulagi gætu allir starfsmenn Fjöliðjunnar starfað saman undir sama þaki og allir væru glaðir. Það særir okkur að það standi til að slíta okkur samstarfsfélagana í sundur. Væri það ekki frábær lausn að bærinn keypti Smiðjuvelli 28? Ég myndi segja það, en bæjarstjórnin þykist vita betur og meira en við sem vinnum í Fjöliðjunni. Mér var sagt að fulltrúar bæjarstjórnar sinna einnig öðrum störfum en ég legg til að þeir kynni sér almennilega starfsemi Fjöliðjunnar með því að vinna í 2-3 daga hjá okkur. Eins og staðan er núna er starfsemi Fjöliðjunnar í tveimur húsnæðum sem hefur verið okkur virkilega erfitt. Til stóð að það fyrirkomulag yrði tímabundið en miðað við áætlun bæjarstjórnar verður það varanlegt. Hvernig er kostnaðurinn við að vera í tveimur húsnæðum minni en að leyfa okkur að vera öllum saman í einu húsnæði? Hvernig væri að við skagamenn færum að sýna samstöðu og láta í okkur heyra? Eða er ykkur alveg sama um starfsemina okkar? Höfundur er starfsmaður Fjöliðjunnar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar