Sexan – jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar 17. janúar 2023 14:30 Tímarnir breytast og mennirnir með og tímarnir eru sannarlega að breytast. Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Rafræn samskipti eru æ algengari og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar leiðir til að eiga samskipti. Tæknin hefur sannarlega gert okkur lífið auðveldara á margan hátt og samskipti yfir netið eru fljótleg og þægileg. Ný tækni er hvorki góð né slæm í sjálfu sér, það hvernig við nýtum hana er það sem mestu máli skiptir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og fullorðnu fólki virðist oft fatast flugið þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Stafrænt ofbeldi má skilgreina sem það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til háttsemi sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til eða hóta að dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 eru 26 aðgerðir sem allar hafa það að markmiði að fræða börn og ungmenni auk þess að vera ætlað að tryggja undirbúning starfsfólks sem á í samskiptum við, eða starfar með börnum og ungmennum til að mæta auknum kröfum um forvarnir, fræðslu og viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Meðal aðgerða er fræðsluátak um kynferðislega friðhelgi sem Jafnréttisstofa ber ábyrgð á. Fræðsluátakinu er ætlað að fjalla einkum um eðli og afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. Jafnréttisstofa hefur því tekið höndum saman með Neyðarlínunni, Ríkislögreglustjóra, Menntamálastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofu, Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV um að ýta úr vör stuttmyndasamkeppni, sem hlotið hefur nafnið SEXAN. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 10.-31. janúar 2023. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina en dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og kvikmyndagerðar velur svo þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar nk. Það er von okkar að Sexan geti orðið að árlegum viðburði þar sem nemendur 7. bekkja sjá um að búa til fræðsluefni fyrir börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa, því hverjir skilja betur hvernig best er að nálgast börn og unglinga en þau sjálf? Nánari upplýsingar um Sexuna má finna á heimasíðu Neyðarlínunnar, 112.is/sexan. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tímarnir breytast og mennirnir með og tímarnir eru sannarlega að breytast. Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Rafræn samskipti eru æ algengari og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar leiðir til að eiga samskipti. Tæknin hefur sannarlega gert okkur lífið auðveldara á margan hátt og samskipti yfir netið eru fljótleg og þægileg. Ný tækni er hvorki góð né slæm í sjálfu sér, það hvernig við nýtum hana er það sem mestu máli skiptir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og fullorðnu fólki virðist oft fatast flugið þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Stafrænt ofbeldi má skilgreina sem það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til háttsemi sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til eða hóta að dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 eru 26 aðgerðir sem allar hafa það að markmiði að fræða börn og ungmenni auk þess að vera ætlað að tryggja undirbúning starfsfólks sem á í samskiptum við, eða starfar með börnum og ungmennum til að mæta auknum kröfum um forvarnir, fræðslu og viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Meðal aðgerða er fræðsluátak um kynferðislega friðhelgi sem Jafnréttisstofa ber ábyrgð á. Fræðsluátakinu er ætlað að fjalla einkum um eðli og afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. Jafnréttisstofa hefur því tekið höndum saman með Neyðarlínunni, Ríkislögreglustjóra, Menntamálastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofu, Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV um að ýta úr vör stuttmyndasamkeppni, sem hlotið hefur nafnið SEXAN. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 10.-31. janúar 2023. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina en dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og kvikmyndagerðar velur svo þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar nk. Það er von okkar að Sexan geti orðið að árlegum viðburði þar sem nemendur 7. bekkja sjá um að búa til fræðsluefni fyrir börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa, því hverjir skilja betur hvernig best er að nálgast börn og unglinga en þau sjálf? Nánari upplýsingar um Sexuna má finna á heimasíðu Neyðarlínunnar, 112.is/sexan. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar