Hafnarfjörður tekur við 450 flóttamönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 16:10 Nichole, Guðmundur og Rósa við undirritun samningsins. Hafnarfjarðarbær tekur á móti 450 flóttamönnum samkvæmt nýjum samningi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning þess efnis. Þetta er sjötti samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Auk Hafnarfjarðarbæjar hafa Akureyri, Árborg, Hornafjörður, Reykjanesbær og Reykjavíkurborg undirritað samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að markmiðið með samræmdri móttöku flóttafólks sé að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Lögð sé áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þ.m.t. íslenskunámi. Fagleg móttaka kalli á virkt samtal og samvinnu allra hlutaðeigandi aðila. Hafnarfjarðarbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem samþykkti þátttöku í tilraunaverkefni um samræmda móttöku árið 2020 og býr að dýrmætri reynslu og þekkingu í málaflokki flóttafólks. „Það er gleðiefni að Hafnarfjarðarbær hafi undirritað nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks, enda er mikilvæg og kærkomin þekking til staðar í bæjarfélaginu varðandi móttöku flóttafólks. Ég óska Hafnfirðingum einlæglega til hamingju,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Reynslan við móttöku flóttafólks sýnir að þjónustuþörf og stuðningsþörf er mjög mikil fyrstu dagana og vikurnar meðan fólk er að fóta sig á ókunnum slóðum og ákveða hvar það vill festa rætur til framtíðar. Þetta hefur kallað á mikla og sérhæfða þjónustu fagfólks, eflingu innviða og sértæka þjónustu á ýmsum sviðum og því mikilvægt skref að fjármögnun þjónustunnar sé tryggð með þessum samningi,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Félagsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta er sjötti samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Auk Hafnarfjarðarbæjar hafa Akureyri, Árborg, Hornafjörður, Reykjanesbær og Reykjavíkurborg undirritað samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að markmiðið með samræmdri móttöku flóttafólks sé að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Lögð sé áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þ.m.t. íslenskunámi. Fagleg móttaka kalli á virkt samtal og samvinnu allra hlutaðeigandi aðila. Hafnarfjarðarbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem samþykkti þátttöku í tilraunaverkefni um samræmda móttöku árið 2020 og býr að dýrmætri reynslu og þekkingu í málaflokki flóttafólks. „Það er gleðiefni að Hafnarfjarðarbær hafi undirritað nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks, enda er mikilvæg og kærkomin þekking til staðar í bæjarfélaginu varðandi móttöku flóttafólks. Ég óska Hafnfirðingum einlæglega til hamingju,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Reynslan við móttöku flóttafólks sýnir að þjónustuþörf og stuðningsþörf er mjög mikil fyrstu dagana og vikurnar meðan fólk er að fóta sig á ókunnum slóðum og ákveða hvar það vill festa rætur til framtíðar. Þetta hefur kallað á mikla og sérhæfða þjónustu fagfólks, eflingu innviða og sértæka þjónustu á ýmsum sviðum og því mikilvægt skref að fjármögnun þjónustunnar sé tryggð með þessum samningi,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Félagsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira