Stúdentagarðarnir, sem nefndir hafa verið til heiðurs liðinnar tíðar munu einfaldlega bera nafnið „Saga“ og er búist við því að 111 stúdentar flytji þangað inn strax í marsmánuði.
Félagsstofnun stúdenta (FS) keypti undir lok árs 2021, 27 prósenta hlut í húsnæðinu á móti ríkinu á 4,9 milljarða króna. Koma á 113 stúdentaíbúðum fyrir á fjórðu til sjöundu hæð í norðurálmu hótelsins gamla. Þá óskaði FS einnig eftir því að fá að hefja veitingarekstur á fyrstu hæð hússins.
Þá verður hótelið einnig nýtt sem húsnæði undir kennslu fyrir menntavísindasvið en sviðið hefur verið staðsett í Stakkahlíð og þá ansi aftengt miðju háskólasvæðisins.
Myndir af íbúð á nýju stúdentagörðunum má sjá hér að neðan.







