Kastar fram hugmynd um mjúklokun sem stoppi vanbúna bíla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2023 11:32 Oft þarf að grípa til þess ráðs að loka vegum vegna ófærðar, á meðan óveður gengur yfir. Vísir/Vilhelm „Við sjáum þetta þannig að lokanir eru til gagns sé þeim beitt rétt, sagði Harald Teitsson, formaður félags hópferðaleyfishafa og formaður hópbifreiðanefndar Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu stofnunarinnar. Harald varpaði fram þeirri hugmynd að beita mætti svokallaðri mjúklokun vega í meira mæli, þegar veður eru válynd. Fyrirkomulag vetrarþjónustu og starfsemi vaktstöðvar Vegagerðarinnar voru til umfjöllunar á umræddum fundi í morgun. Á fundinum lýstu fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja reynslunni af starfseminni um vetur á Íslandi. „Við sjáum þetta þannig að lokanir eru til gagns sé þeim beitt rétt. Við vitum það að vandinn hefur verið svolítið mikið að litlu bílarnir hafa verið að festast, á milli vegriða jafn vel. Þá er ekkert hægt að moka og þá fer allur peningurinn bara út um gluggann,“ sagði Harald sem fenginn var til að koma með sjónarhorn hópferðafyrirtækja, það er rútufyrirtækja, á vetraþjónustu Vegagerðarinnar. Óveður eru tíð á Íslandi og samgöngutruflanir af völdum þeirra ekki nýjar af nálinni. Sjaldgæft er þó að jafn víðtækar samgöngutruflanir verði og gerðist fyrir jólin, þegar um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum vegna ófærðar á Reykjanesbraut. Benti Harald á að í því tilfelli hafi Reykjanesbrautin sjálf að mestu verið fær, vandamálið hafi hins vegar verið helst verið á hringtorgum þar mikill snjór safnaðist saman. Erfitt reyndist að vinna á þeim fyrir þau snjóruðningstæki sem voru í notkun. Bað hann Vegagerðina um að taka þetta til skoðunar, annað hvort við hönnun vega eða þá með því að nota sérhæfðari snjóruðningstæki. Þá kallaði hann eftir því að svokallaðri mjúklokun vega yrði beitt í meira mæli. Fjarstýrðar slár og fjórhjóladrifnir bílar „Við sjáum svolítið þannig að það þurfi að breyta þessum lokunum þannig að hugsanlega verði hægt að hafa mjúklokun sem fer þá mjög hratt í gang og stoppar allar vanbúna bíla,“ sagði Harald. Benti hann á að í Noregi væri fjarstýrðum slám komið fyrir á lykilvegum sem væri þá hægt að loka með hraði þegar tilefni væri til, sem myndi þá minnka líkurnar á því að vanbúnir bílar kæmust í vandræði. „Við getum séð það sem fulla lokun en við getum séð mjúka lokun þá með björgunarsveitum á þessum stöðum sem skipta máli, eða að Vegagerðin sjálf geri það,“ sagði Harald. Ferðamenn koma til Íslands, hvort sem það er vetur eða sumar.Vísir/Hanna Sér hann fyrir sér að með slíkri mjúklokun væri hægt að leyfa þeim sem eru á vel búnum bílum að halda áfram. „Þegar er búið er að gefa mjúklokun þá mega 4x4 bílar, rútur og vörubílar kannski halda áfram, svo fremi sem þeir séu fullklárir í vetrarslaginn. Það gæti til dæmis verið einhver litakóðun. Rúturnar fái á sig einhvern miða, bláan Vegagerðamiða, og þá segjum við með því að við séum fullútbunir til að ráða við þetta,“ sagði Harald. Þá væri aðalmálið fyrir rútufyrirtæki að mokstri vær haldið áfram, svo að lokunartími væri sem stystur. „Við þolum alveg nokkurra klukkutíma stopp, ekkert vandamál, við getum alveg sniðið okkar ferðir að því. En ef þetta er orðið langtímalokun er þetta orðið erfiðara.“ Æfa fylgdarakstur Þá benti Harald á að ef útlit væri fyrir langtímalokun væri gott að koma upp kerfi og viðbragðsáætlun í kringum fylgdarakstur, þar sem margir bílar safnast saman og fara yfir torfæra vegi í fylgd snjóruðningstækja. „Það þarf að æfa þetta því að þetta getur hjálpað, sérstaklega þegar það eru lengri lokanir.“ Í lok fundarins svaraði Árni Gísli Árnason, forstöðumaður vöktunar og upplýsinga hjá Vegagerðinni, vangaveltum Haralds. Benti hann á að lokunarhlið Vegagerðarinnar væru í dag þess eðlis að senda þyrfti mannskap á staðinn til að loka þeim. Því tæki það alla jafna nokkurn tíma að loka vegum. Fastir bílar eftir óveður á Hellisheiðinni í febrúar á síðasta ári.Vísir/Vilhelm „Þá getur það verið að valda því að fleiri lenda í erfiðum aðstæðum en kannski þyrfti að vera,“ sagði Árni Gísli. Benti hann þó á nú væri í gangi tilraunaverkefni á Tröllaskaga á Norðurlandi, þar sem verið er að prófa fjarstýrð lokunarhlið. „Það er ein af þessum áskorunum sem við sjáum fyrir okkur, hvernig við getum gert þetta hraðar og fyrr.“ Veður Ferðamennska á Íslandi Bílar Slysavarnir Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Óveður á Kjalarnesi og vegurinn lokaður vegna umferðaróhapps Þjóðvegur 1 um Kjalarnes er lokaður vegna umferðaróhapps. Tilkynning þess efnis má sjá á vef Vegagerðarinnar. Fram kemur á vef RÚV að hjólhýsi þveri veginn. 8. desember 2022 17:15 Reyndu allt til að halda veginum opnum við fordæmalausar aðstæður Vegamálastjóri telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar þegar óveðrið gekk yfir í vikunni en mögulega hefði verið hægt að opna fyrr. Vegagerðin skoðar nú hvort og þá hvað hefði mátt fara betur en um hafi verið að ræða fordæmalausar aðstæður. 22. desember 2022 21:00 Samgönguinnviðir hafi ekki verið byggðir upp á sama hraða og flugstöðin Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur mögulegt að samgöngur að Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið byggðar upp á sama hraða og flugstöðin sjálf. Auka þurfi eftirlit og koma á fót skýrum verkferlum. Mikilvægt sé að staðan sem kom upp vegna lokun Reykjanesbrautar fyrr í vikunni komi aldrei upp aftur. 22. desember 2022 13:15 „Við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina“ Vegagerðin telur það hafa verið rétta ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í rúman sólarhring út af óveðrinu líkt og gert var. Sérstakur samráðshópur hefur verið stofnaður til að fara yfir lokunina. 21. desember 2022 13:27 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Fyrirkomulag vetrarþjónustu og starfsemi vaktstöðvar Vegagerðarinnar voru til umfjöllunar á umræddum fundi í morgun. Á fundinum lýstu fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja reynslunni af starfseminni um vetur á Íslandi. „Við sjáum þetta þannig að lokanir eru til gagns sé þeim beitt rétt. Við vitum það að vandinn hefur verið svolítið mikið að litlu bílarnir hafa verið að festast, á milli vegriða jafn vel. Þá er ekkert hægt að moka og þá fer allur peningurinn bara út um gluggann,“ sagði Harald sem fenginn var til að koma með sjónarhorn hópferðafyrirtækja, það er rútufyrirtækja, á vetraþjónustu Vegagerðarinnar. Óveður eru tíð á Íslandi og samgöngutruflanir af völdum þeirra ekki nýjar af nálinni. Sjaldgæft er þó að jafn víðtækar samgöngutruflanir verði og gerðist fyrir jólin, þegar um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum vegna ófærðar á Reykjanesbraut. Benti Harald á að í því tilfelli hafi Reykjanesbrautin sjálf að mestu verið fær, vandamálið hafi hins vegar verið helst verið á hringtorgum þar mikill snjór safnaðist saman. Erfitt reyndist að vinna á þeim fyrir þau snjóruðningstæki sem voru í notkun. Bað hann Vegagerðina um að taka þetta til skoðunar, annað hvort við hönnun vega eða þá með því að nota sérhæfðari snjóruðningstæki. Þá kallaði hann eftir því að svokallaðri mjúklokun vega yrði beitt í meira mæli. Fjarstýrðar slár og fjórhjóladrifnir bílar „Við sjáum svolítið þannig að það þurfi að breyta þessum lokunum þannig að hugsanlega verði hægt að hafa mjúklokun sem fer þá mjög hratt í gang og stoppar allar vanbúna bíla,“ sagði Harald. Benti hann á að í Noregi væri fjarstýrðum slám komið fyrir á lykilvegum sem væri þá hægt að loka með hraði þegar tilefni væri til, sem myndi þá minnka líkurnar á því að vanbúnir bílar kæmust í vandræði. „Við getum séð það sem fulla lokun en við getum séð mjúka lokun þá með björgunarsveitum á þessum stöðum sem skipta máli, eða að Vegagerðin sjálf geri það,“ sagði Harald. Ferðamenn koma til Íslands, hvort sem það er vetur eða sumar.Vísir/Hanna Sér hann fyrir sér að með slíkri mjúklokun væri hægt að leyfa þeim sem eru á vel búnum bílum að halda áfram. „Þegar er búið er að gefa mjúklokun þá mega 4x4 bílar, rútur og vörubílar kannski halda áfram, svo fremi sem þeir séu fullklárir í vetrarslaginn. Það gæti til dæmis verið einhver litakóðun. Rúturnar fái á sig einhvern miða, bláan Vegagerðamiða, og þá segjum við með því að við séum fullútbunir til að ráða við þetta,“ sagði Harald. Þá væri aðalmálið fyrir rútufyrirtæki að mokstri vær haldið áfram, svo að lokunartími væri sem stystur. „Við þolum alveg nokkurra klukkutíma stopp, ekkert vandamál, við getum alveg sniðið okkar ferðir að því. En ef þetta er orðið langtímalokun er þetta orðið erfiðara.“ Æfa fylgdarakstur Þá benti Harald á að ef útlit væri fyrir langtímalokun væri gott að koma upp kerfi og viðbragðsáætlun í kringum fylgdarakstur, þar sem margir bílar safnast saman og fara yfir torfæra vegi í fylgd snjóruðningstækja. „Það þarf að æfa þetta því að þetta getur hjálpað, sérstaklega þegar það eru lengri lokanir.“ Í lok fundarins svaraði Árni Gísli Árnason, forstöðumaður vöktunar og upplýsinga hjá Vegagerðinni, vangaveltum Haralds. Benti hann á að lokunarhlið Vegagerðarinnar væru í dag þess eðlis að senda þyrfti mannskap á staðinn til að loka þeim. Því tæki það alla jafna nokkurn tíma að loka vegum. Fastir bílar eftir óveður á Hellisheiðinni í febrúar á síðasta ári.Vísir/Vilhelm „Þá getur það verið að valda því að fleiri lenda í erfiðum aðstæðum en kannski þyrfti að vera,“ sagði Árni Gísli. Benti hann þó á nú væri í gangi tilraunaverkefni á Tröllaskaga á Norðurlandi, þar sem verið er að prófa fjarstýrð lokunarhlið. „Það er ein af þessum áskorunum sem við sjáum fyrir okkur, hvernig við getum gert þetta hraðar og fyrr.“
Veður Ferðamennska á Íslandi Bílar Slysavarnir Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Óveður á Kjalarnesi og vegurinn lokaður vegna umferðaróhapps Þjóðvegur 1 um Kjalarnes er lokaður vegna umferðaróhapps. Tilkynning þess efnis má sjá á vef Vegagerðarinnar. Fram kemur á vef RÚV að hjólhýsi þveri veginn. 8. desember 2022 17:15 Reyndu allt til að halda veginum opnum við fordæmalausar aðstæður Vegamálastjóri telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar þegar óveðrið gekk yfir í vikunni en mögulega hefði verið hægt að opna fyrr. Vegagerðin skoðar nú hvort og þá hvað hefði mátt fara betur en um hafi verið að ræða fordæmalausar aðstæður. 22. desember 2022 21:00 Samgönguinnviðir hafi ekki verið byggðir upp á sama hraða og flugstöðin Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur mögulegt að samgöngur að Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið byggðar upp á sama hraða og flugstöðin sjálf. Auka þurfi eftirlit og koma á fót skýrum verkferlum. Mikilvægt sé að staðan sem kom upp vegna lokun Reykjanesbrautar fyrr í vikunni komi aldrei upp aftur. 22. desember 2022 13:15 „Við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina“ Vegagerðin telur það hafa verið rétta ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í rúman sólarhring út af óveðrinu líkt og gert var. Sérstakur samráðshópur hefur verið stofnaður til að fara yfir lokunina. 21. desember 2022 13:27 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43
Óveður á Kjalarnesi og vegurinn lokaður vegna umferðaróhapps Þjóðvegur 1 um Kjalarnes er lokaður vegna umferðaróhapps. Tilkynning þess efnis má sjá á vef Vegagerðarinnar. Fram kemur á vef RÚV að hjólhýsi þveri veginn. 8. desember 2022 17:15
Reyndu allt til að halda veginum opnum við fordæmalausar aðstæður Vegamálastjóri telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar þegar óveðrið gekk yfir í vikunni en mögulega hefði verið hægt að opna fyrr. Vegagerðin skoðar nú hvort og þá hvað hefði mátt fara betur en um hafi verið að ræða fordæmalausar aðstæður. 22. desember 2022 21:00
Samgönguinnviðir hafi ekki verið byggðir upp á sama hraða og flugstöðin Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur mögulegt að samgöngur að Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið byggðar upp á sama hraða og flugstöðin sjálf. Auka þurfi eftirlit og koma á fót skýrum verkferlum. Mikilvægt sé að staðan sem kom upp vegna lokun Reykjanesbrautar fyrr í vikunni komi aldrei upp aftur. 22. desember 2022 13:15
„Við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina“ Vegagerðin telur það hafa verið rétta ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í rúman sólarhring út af óveðrinu líkt og gert var. Sérstakur samráðshópur hefur verið stofnaður til að fara yfir lokunina. 21. desember 2022 13:27