Skemmdir á sýningum Stríðsárasafnsins vegna mikils leka Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 07:00 Frá Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Stöð 2 Mikils leka hefur orðið vart í sýningarhúsnæði Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði eftir áramót og hafa sýningar safnsins orðið fyrir tjóni. Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs Fjarðabyggðar þar sem stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar sveitarfélagsins leggja til við ráðið að tryggð verði varsla muna. Ennfremur segir telur stjórn að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt sé að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum. Pétur Þór Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sem rekur Stríðsárasafnið, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísaði á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Gamlir hertrukkar á lóð Stríðsárasafnsins.Stöð 2 Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að sérstakur myndaveggur með afritum af ljósmyndum hafi skemmst talsvert í rigningaveðri síðustu vikurnar. „Þetta eru engar verulegar skemmdir og er búið að ganga frá safnmunum þannig að ekki verði frekara tjón. Nú er verið að meta skemmdirnar og hvað þurfi að gera.“ Haraldur segir að safnið sé ekki í hættu og að safnið muni opna á ný í byrjun júní líkt og fyrirhugað var. Safnið er opið yfir sumarmánuðina, frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst. Meta kostnað við endurbyggingu bragganna Lekaskemmdirnar nú koma í kjölfar mikils óveðurs sem gekk yfir Austurland í september síðastliðinn. Þar urðu miklar skemmdir á bröggum frá stríðstímanum sem voru á lóðinni en hafa nú verið fjarlægðir. Á fundi bæjarráðs á mánudag segir að bæjarráð feli framkvæmdasviði sveitarfélagsins að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggunum. Reist árið 1995 Á vef Fjarðabyggðar kemur fram að Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði hafi verið reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. „Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.“ Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Menning Tengdar fréttir Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs Fjarðabyggðar þar sem stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar sveitarfélagsins leggja til við ráðið að tryggð verði varsla muna. Ennfremur segir telur stjórn að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt sé að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum. Pétur Þór Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sem rekur Stríðsárasafnið, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísaði á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Gamlir hertrukkar á lóð Stríðsárasafnsins.Stöð 2 Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að sérstakur myndaveggur með afritum af ljósmyndum hafi skemmst talsvert í rigningaveðri síðustu vikurnar. „Þetta eru engar verulegar skemmdir og er búið að ganga frá safnmunum þannig að ekki verði frekara tjón. Nú er verið að meta skemmdirnar og hvað þurfi að gera.“ Haraldur segir að safnið sé ekki í hættu og að safnið muni opna á ný í byrjun júní líkt og fyrirhugað var. Safnið er opið yfir sumarmánuðina, frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst. Meta kostnað við endurbyggingu bragganna Lekaskemmdirnar nú koma í kjölfar mikils óveðurs sem gekk yfir Austurland í september síðastliðinn. Þar urðu miklar skemmdir á bröggum frá stríðstímanum sem voru á lóðinni en hafa nú verið fjarlægðir. Á fundi bæjarráðs á mánudag segir að bæjarráð feli framkvæmdasviði sveitarfélagsins að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggunum. Reist árið 1995 Á vef Fjarðabyggðar kemur fram að Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði hafi verið reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. „Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.“
Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Menning Tengdar fréttir Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02