Portúgalar fögnuðu of snemma og Brassarnir náðu að jafna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 16:11 Portúgalar héldu að þeir væru búnir að vinna leikinn á móti Brössum í dag. Vísir/Vilhelm Portúgal og Brasilía gerðu 28-28 jafntefli í fyrsta leiknum í milliriðli Íslands eftir mikla dramatík í lokin. Portúgalar héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leikslok og fögnuðu meira að segja sigrinum en leikurinn var ekki búinn. Hinn ungi Francisco Costa kom Portúgal í 28-27 og eftir að leiktíminn rann út þá tóku Portúgalar meira að segja sigurhringinn inn á velli. Fljótlega kom þó í ljós að dómarar leiksins voru ekki búnir að flauta leikinn af. Dómararnir fóru síðan í skjáinn og komu til baka með með rautt spjald á Alexis Borges, leikmann Portúgala, og dæmdu víti. Frönsku systurnar Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura dæmdu leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, var afar áhugasamur á bak við frönsku tvíburasysturnar þegar þær skoðuðu lokasekúndurnar á skjánum.RÚV Atvikið var ekki endursýnt í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Svo virðist sem Borges hafi ekki verið þremur metrum frá þegar Brasilíumenn tóku lokaskot sitt úr aukakasti. Hann varði skotið en fékk á sig rautt spjald og víti fyrir brotið. Jean Pierre Dupoix skoraði jöfnunarmark Brasilíu úr vítinu en það var hans tíunda mark í leiknum. Antonio Areia var markahæstur hjá Portúgal með sjö mörk úr sjö skotum en fjögur af mörkum hans komu úr vítaköstum. Eftir leikinn eru báðar þjóðir með þrjú stig sem þýðir að íslenska landsliðið kemst upp fyrir þær með sigri á Grænhöfðaeyjum á eftir. Brasilíumenn eru sýnd veiði en ekki gefin og það sýndu þeir heldur betur í fyrsta leik sínum í milliriðli okkar Íslendinga sem kallast milliriðill tvö. Portúgalar voru með frumkvæðið framan af leik og einu marki yfir í hálfleik, 12-11. Brasilíska liðið skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir, 15-13. Portúgalar svöruðu með þremur mörkum í röð og komust aftur yfir en liðin skiptust síðan á því að ná forystunni í seinni hálfleiknum. Portúgalar komust reyndar aftur tveimur mörkum yfir en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og náðu í stigið sem þeir fögnuðu vel í leikslok. Milliriðill eitt fór líka af stað í dag og þar áttu Slóvenar ekki í neinum vandræðum með Írana og unnu sautján marka sigur, 38-21, eftir að hafa verð 20-9 yfir í hálfleik. Slóvenar eru þar með komnir með fjögur stig en þeir tóku tvö stig með sér úr sínum riðli. HM 2023 í handbolta Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Portúgalar héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leikslok og fögnuðu meira að segja sigrinum en leikurinn var ekki búinn. Hinn ungi Francisco Costa kom Portúgal í 28-27 og eftir að leiktíminn rann út þá tóku Portúgalar meira að segja sigurhringinn inn á velli. Fljótlega kom þó í ljós að dómarar leiksins voru ekki búnir að flauta leikinn af. Dómararnir fóru síðan í skjáinn og komu til baka með með rautt spjald á Alexis Borges, leikmann Portúgala, og dæmdu víti. Frönsku systurnar Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura dæmdu leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, var afar áhugasamur á bak við frönsku tvíburasysturnar þegar þær skoðuðu lokasekúndurnar á skjánum.RÚV Atvikið var ekki endursýnt í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Svo virðist sem Borges hafi ekki verið þremur metrum frá þegar Brasilíumenn tóku lokaskot sitt úr aukakasti. Hann varði skotið en fékk á sig rautt spjald og víti fyrir brotið. Jean Pierre Dupoix skoraði jöfnunarmark Brasilíu úr vítinu en það var hans tíunda mark í leiknum. Antonio Areia var markahæstur hjá Portúgal með sjö mörk úr sjö skotum en fjögur af mörkum hans komu úr vítaköstum. Eftir leikinn eru báðar þjóðir með þrjú stig sem þýðir að íslenska landsliðið kemst upp fyrir þær með sigri á Grænhöfðaeyjum á eftir. Brasilíumenn eru sýnd veiði en ekki gefin og það sýndu þeir heldur betur í fyrsta leik sínum í milliriðli okkar Íslendinga sem kallast milliriðill tvö. Portúgalar voru með frumkvæðið framan af leik og einu marki yfir í hálfleik, 12-11. Brasilíska liðið skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir, 15-13. Portúgalar svöruðu með þremur mörkum í röð og komust aftur yfir en liðin skiptust síðan á því að ná forystunni í seinni hálfleiknum. Portúgalar komust reyndar aftur tveimur mörkum yfir en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og náðu í stigið sem þeir fögnuðu vel í leikslok. Milliriðill eitt fór líka af stað í dag og þar áttu Slóvenar ekki í neinum vandræðum með Írana og unnu sautján marka sigur, 38-21, eftir að hafa verð 20-9 yfir í hálfleik. Slóvenar eru þar með komnir með fjögur stig en þeir tóku tvö stig með sér úr sínum riðli.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða