Handboltaskórnir í allt öðru landi en hann þegar hann fékk kallið til spila á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2023 14:31 Pol Valera sést hér í leik með spænska landsliðinu en hann þykir líklegur sem framtíðarstjarna liðsins. Getty/Catherine Steenkeste Spánverjar þurftu að gera breytingu á liði sínu á heimsmeistaramótinu í handbolta og kalla út mann. Sá sem fékk kallið var hins vegar í skemmtiferð með konunni í Englandi. Leikstjórnandinn Ian Tarrafeta, sem er liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar hjá Pays d’Aix UC, meiddist á HM og því þurfti að kalla út annan leikmann í staðinn. Tarrafeta rifbeinsbrotnaði í leik á móti Svartfjallalandi. Spænski landsliðsþjálfarinn ákvað að kalla út Pol Valera í staðinn en Valera lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2021 en hafði aldrei tekið þátt í stórmóti. ÚLTIMA HORAPol Valera se incorpora a la concentración de los Hispanos para sustituir al lesionado Ian Tarrafeta.#HispanosRTVE15ene #POLSWE2023 https://t.co/jN41NWI7IB— Teledeporte (@teledeporte) January 15, 2023 Hinn 24 ára gamli Valera spilar með liði BM Granollers og hefur gert það undanfarin sex tímabil. Valera var vissulega í 35 manna hópi Spánverja en átti samt ekki von á því að heyra í landsliðsþjálfaranum á miðju móti. Hann hafði nýtt HM-fríið til að skella sér með konunni til Lundúna. „Þjálfarinn hringdi í mig á sunnudaginn þegar ég var staddur í London með kærustunni. Ég var auðvitað mjög ánægður og fann fyrsta flugið hingað sem var í boði,“ sagði Pol Valera í samtali við TV 2 SPORT eftir sigur Spánverja á Írönum. Það var aftur á móti smá vandamál þegar kom að búnaðinum til að spila handbolta. Það var enginn ástæða til að taka slíka hluti með til London. „Handboltaskórnir og allt íþróttadótið mitt var á Spáni en pabbi minn sendi það strax til Kraká og ég vil þakka honum fyrir það. Allt er í góðu núna,“ sagði Valera. „Ég er virkilega ánægður með að vera hérna og fá að taka þátt í þessu móti sem er það stærsta í heimi. Það hefur verið ánægjulegt að spila með þessum strákum og þetta er eins og draumur fyrir mig. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu,“ sagði Valera. Pol Valera, recently called up for the World Championship, joins FC Barcelona in February on a contract to 2026, @mundodeportivo reports.https://t.co/INyUlp7qgs#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 16, 2023 „Allir bestu leikmenn Spánar eru hér. Þetta er mér mjög mikilvægt og ég ætla að gefa allt mitt í þetta. Draumur minn er fyrst og fremst að vinna þetta mót og svo kannski spænsku deildina og Meistaradeildina einn daginn,“ sagði Valera. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og er því líklegur til að taka fleiri stór skref á sínum ferli á næstunni. HM 2023 í handbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Leikstjórnandinn Ian Tarrafeta, sem er liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar hjá Pays d’Aix UC, meiddist á HM og því þurfti að kalla út annan leikmann í staðinn. Tarrafeta rifbeinsbrotnaði í leik á móti Svartfjallalandi. Spænski landsliðsþjálfarinn ákvað að kalla út Pol Valera í staðinn en Valera lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2021 en hafði aldrei tekið þátt í stórmóti. ÚLTIMA HORAPol Valera se incorpora a la concentración de los Hispanos para sustituir al lesionado Ian Tarrafeta.#HispanosRTVE15ene #POLSWE2023 https://t.co/jN41NWI7IB— Teledeporte (@teledeporte) January 15, 2023 Hinn 24 ára gamli Valera spilar með liði BM Granollers og hefur gert það undanfarin sex tímabil. Valera var vissulega í 35 manna hópi Spánverja en átti samt ekki von á því að heyra í landsliðsþjálfaranum á miðju móti. Hann hafði nýtt HM-fríið til að skella sér með konunni til Lundúna. „Þjálfarinn hringdi í mig á sunnudaginn þegar ég var staddur í London með kærustunni. Ég var auðvitað mjög ánægður og fann fyrsta flugið hingað sem var í boði,“ sagði Pol Valera í samtali við TV 2 SPORT eftir sigur Spánverja á Írönum. Það var aftur á móti smá vandamál þegar kom að búnaðinum til að spila handbolta. Það var enginn ástæða til að taka slíka hluti með til London. „Handboltaskórnir og allt íþróttadótið mitt var á Spáni en pabbi minn sendi það strax til Kraká og ég vil þakka honum fyrir það. Allt er í góðu núna,“ sagði Valera. „Ég er virkilega ánægður með að vera hérna og fá að taka þátt í þessu móti sem er það stærsta í heimi. Það hefur verið ánægjulegt að spila með þessum strákum og þetta er eins og draumur fyrir mig. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu,“ sagði Valera. Pol Valera, recently called up for the World Championship, joins FC Barcelona in February on a contract to 2026, @mundodeportivo reports.https://t.co/INyUlp7qgs#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 16, 2023 „Allir bestu leikmenn Spánar eru hér. Þetta er mér mjög mikilvægt og ég ætla að gefa allt mitt í þetta. Draumur minn er fyrst og fremst að vinna þetta mót og svo kannski spænsku deildina og Meistaradeildina einn daginn,“ sagði Valera. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og er því líklegur til að taka fleiri stór skref á sínum ferli á næstunni.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira