Yfirgnæfandi meirihluti blaðamanna samþykkti kjarasamning Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 13:35 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Rúmlega 98 prósent félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands greiddu atkvæði með samþykkt nýs skammtímakjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífsins. Af þeim sem voru á kjörskrá hjá Félagi fréttamanna greiddu rúmlega 96 prósent atkvæði með samþykkt samningsins. Atkvæðagreiðslu um samning Blaðamannafélagsins við Samtök atvinnulífsins, ásamt framlengdum samningi Félags fréttamanna við SA/RÚV ohf lauk á hádegi og voru niðurstöður atkvæðagreiðslunnar birtar á vef Blaðamannafélagsins nokkru síðar. Þar kemur fram að alls hafi 124 greitt atkvæði um samning BÍ við SA, 122 með og tveir á móti, það er rúmlega 98 prósent samþykktu. Alls voru 397 á kjörskrá. „Af þeim 49 sem voru á kjörskrá Félags fréttamanna greiddu 29 atkvæði; 28 með en 1 á móti. Það samsvarar því að 96,5% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Niðurstöðurnar hafa verið tilkynntar viðsemjendum BÍ hjá Samtökum atvinnulífsins og til Ríkissáttasemjara, sem heldur utan um gagnagrunn allra kjarasamninga. Með hinu formlega samþykki samninganna taka þeir gildi. Þeir eru afturvirkir til 1. nóvember 2022 og gilda út janúar 2024. Uppsöfnuð launahækkun þriggja mánaða – nóvember, desember og janúar – ætti því að koma til útborgunar til félagsmanna um næstu mánaðamót. Kjarasamningar við viðsemjendur BÍ sem standa utan Samtaka atvinnulífsins eru flestir frágengnir. Greidd verða atkvæði um þá inni á hverjum vinnustað sem um ræðir,“ segir á vef Blaðamannafélagsins. Samningurinn var kynntur félagsmönnum í síðustu á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir; Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn; og svo borinn undir atkvæði. Einnig var samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem séu félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Vísir er í eigu Sýnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um samning Blaðamannafélagsins við Samtök atvinnulífsins, ásamt framlengdum samningi Félags fréttamanna við SA/RÚV ohf lauk á hádegi og voru niðurstöður atkvæðagreiðslunnar birtar á vef Blaðamannafélagsins nokkru síðar. Þar kemur fram að alls hafi 124 greitt atkvæði um samning BÍ við SA, 122 með og tveir á móti, það er rúmlega 98 prósent samþykktu. Alls voru 397 á kjörskrá. „Af þeim 49 sem voru á kjörskrá Félags fréttamanna greiddu 29 atkvæði; 28 með en 1 á móti. Það samsvarar því að 96,5% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Niðurstöðurnar hafa verið tilkynntar viðsemjendum BÍ hjá Samtökum atvinnulífsins og til Ríkissáttasemjara, sem heldur utan um gagnagrunn allra kjarasamninga. Með hinu formlega samþykki samninganna taka þeir gildi. Þeir eru afturvirkir til 1. nóvember 2022 og gilda út janúar 2024. Uppsöfnuð launahækkun þriggja mánaða – nóvember, desember og janúar – ætti því að koma til útborgunar til félagsmanna um næstu mánaðamót. Kjarasamningar við viðsemjendur BÍ sem standa utan Samtaka atvinnulífsins eru flestir frágengnir. Greidd verða atkvæði um þá inni á hverjum vinnustað sem um ræðir,“ segir á vef Blaðamannafélagsins. Samningurinn var kynntur félagsmönnum í síðustu á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir; Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn; og svo borinn undir atkvæði. Einnig var samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem séu félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Vísir er í eigu Sýnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56