Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2023 18:08 Frystiskipið Silver Copenhagen. Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation telja nokkuð víst að það flytji íslenska hvalkjötið. Fjord Shipping Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. Í frétt á heimasíðu samtakanna í gær, um uppsetningu hvalkjötssjálfsala í Tókýó og fleiri borgum, kemur fram að um þrjúþúsund tonn af kjöti á leið til Japans sigli núna framhjá austur Afríku eftir að hafa verið flutt með leynd frá Íslandi um jólin. Ætlunin sé að flytja árlega langreyðarkjöt sem slátrað sé á Íslandi með samningi sem gæti mögulega haldið hnignandi hvalveiðum við Ísland gangandi. „Samkvæmt rannsóknum okkar er skipið sem flytur kjötið næstum örugglega „Silver Copenhagen“, sem núna er leið til Singapore,“ segir Astrid Fuchs í pósti til fréttastofu en hún stýrir stefnumótun samtakanna. Samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic er Silver Copenhagen núna við eyjuna Mauritius á leið yfir Indlandshaf með stefnu á Singapore. Græna línan táknar áætlaða siglingaleið.Marine Traffic Hún vísar til siglingasíðunnar Marinetraffic. Þar má sjá að norska skipið Silver Copenhagen er núna á siglingu á Indlandshafi sunnan við eyjuna Mauritius með Singapore sem næsta áfangastað. Skipið fór nýlega framhjá eyjunni Madagascar eftir að hafa siglt fyrir Góðrarvonarhöfða skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Frystiskipið Silver Copenhagen er í eigu skipafélagsins Fjord Shipping sem er með höfuðstöðvar í Måløy á vesturströnd Noregs. Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu dögum kom fram að flutningaskip hafi lestað hvalkjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól. Leið skipsins virðist því hafa legið suður Atlantshaf og niður með ströndum Afríku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um útflutning hvalkjötsins: Hvalveiðar Japan Umhverfismál Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Í frétt á heimasíðu samtakanna í gær, um uppsetningu hvalkjötssjálfsala í Tókýó og fleiri borgum, kemur fram að um þrjúþúsund tonn af kjöti á leið til Japans sigli núna framhjá austur Afríku eftir að hafa verið flutt með leynd frá Íslandi um jólin. Ætlunin sé að flytja árlega langreyðarkjöt sem slátrað sé á Íslandi með samningi sem gæti mögulega haldið hnignandi hvalveiðum við Ísland gangandi. „Samkvæmt rannsóknum okkar er skipið sem flytur kjötið næstum örugglega „Silver Copenhagen“, sem núna er leið til Singapore,“ segir Astrid Fuchs í pósti til fréttastofu en hún stýrir stefnumótun samtakanna. Samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic er Silver Copenhagen núna við eyjuna Mauritius á leið yfir Indlandshaf með stefnu á Singapore. Græna línan táknar áætlaða siglingaleið.Marine Traffic Hún vísar til siglingasíðunnar Marinetraffic. Þar má sjá að norska skipið Silver Copenhagen er núna á siglingu á Indlandshafi sunnan við eyjuna Mauritius með Singapore sem næsta áfangastað. Skipið fór nýlega framhjá eyjunni Madagascar eftir að hafa siglt fyrir Góðrarvonarhöfða skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Frystiskipið Silver Copenhagen er í eigu skipafélagsins Fjord Shipping sem er með höfuðstöðvar í Måløy á vesturströnd Noregs. Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu dögum kom fram að flutningaskip hafi lestað hvalkjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól. Leið skipsins virðist því hafa legið suður Atlantshaf og niður með ströndum Afríku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um útflutning hvalkjötsins:
Hvalveiðar Japan Umhverfismál Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42
Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42