„Skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2023 19:03 Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari Tindastóls. Vísir/Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor. „Það er bara gott held ég,“ sagði Pavel aðspurður um spennustigið fyrir leikinn. „Það er kannski bara svolítið skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik. Hins vegar er ég náttúrulega ekki að fara að spila sem gerir þetta aðeins auðveldara. Nú þarf ég bara að treysta á aðra þannig að spennustigið mitt er bara þægilegt eins og er.“ Pavel segir að þjálfaraverkefnið leggist vel í sig og að þessi stutti tími sem hann hafi fengið með Tindastólsliðinu hafi verið góður tími. Hann segir það þó hafa verið skrýtna tilfinningu að ganga inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta síðasta vor. „Ég passaði mig á að gera smá grín að þessu. Það þarf að viðurkenna þetta því þetta gerðist og þetta er auðvitað smá skrýtið auðvitað. En ég held að það sé bara til marks um hversu góðir og samviskusamir piltar þetta eru og ástæðan fyrir því að ég vildi gera þetta.“ „Tilfinningin sem ég hafði fyrir Tindastól og Sauðárkróki var að einhverjir svona hlutir eru ekki vandamál þarna. Þetta eru bara þannig karakterar og þannig persónur að það var enginn að spá í svona smáatriðum. Þetta eru strákar sem eru viljugir og duglegir þannig að þeir eru ekkert að pæla í svona hlutum,“ sagði Pavel, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pavel fyrir leik Tindastóls og ÍR Leikur ÍR og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Subway-deild karla Tindastóll ÍR Tengdar fréttir Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
„Það er bara gott held ég,“ sagði Pavel aðspurður um spennustigið fyrir leikinn. „Það er kannski bara svolítið skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik. Hins vegar er ég náttúrulega ekki að fara að spila sem gerir þetta aðeins auðveldara. Nú þarf ég bara að treysta á aðra þannig að spennustigið mitt er bara þægilegt eins og er.“ Pavel segir að þjálfaraverkefnið leggist vel í sig og að þessi stutti tími sem hann hafi fengið með Tindastólsliðinu hafi verið góður tími. Hann segir það þó hafa verið skrýtna tilfinningu að ganga inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta síðasta vor. „Ég passaði mig á að gera smá grín að þessu. Það þarf að viðurkenna þetta því þetta gerðist og þetta er auðvitað smá skrýtið auðvitað. En ég held að það sé bara til marks um hversu góðir og samviskusamir piltar þetta eru og ástæðan fyrir því að ég vildi gera þetta.“ „Tilfinningin sem ég hafði fyrir Tindastól og Sauðárkróki var að einhverjir svona hlutir eru ekki vandamál þarna. Þetta eru bara þannig karakterar og þannig persónur að það var enginn að spá í svona smáatriðum. Þetta eru strákar sem eru viljugir og duglegir þannig að þeir eru ekkert að pæla í svona hlutum,“ sagði Pavel, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pavel fyrir leik Tindastóls og ÍR Leikur ÍR og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Subway-deild karla Tindastóll ÍR Tengdar fréttir Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30