Jóhann: Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun Árni Jóhannsson skrifar 20. janúar 2023 20:29 Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin í viðtalinu en hann langaði að segja ansi margt. Vísir/Vilhelm Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, þurfti að vanda orðaval sitt þegar hann ræddi við blaðamann eftir leik. Hann langaði að segja ýmislegt en vissi það að hann myndi ekkert græða á því en það var að skilja á honum að dómararnir höfðu áhrif á lund leikmanna hans og hlutir sem hans menn gátu stjórnað gengu ekki upp. Jóhann var spurður að því í upphafi hvort hans menn hafi misst hausinn í lok fyrri hálfleiks en staðan var jöfn 32-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði þó í stöðunni 47-34 fyrir Valsmenn. Heimamenn skoruðu sex stig í einni sókn nánast á þeim tímapunkti og voru ákvarðanir dómara ekki alveg skýrar úr blaðamannastúkunni og fóru þær verulega í taugarnar á Grindvíkingum. Jóhann þurfti nokkur andartök til að finna svarið. „Já já, segjum það bara. Við misstum hausinn og þegar við einbeittum okkur að hlutum sem við stjórnum þá gekk vel. Við misstum hausinn og ég þar með talinn og eftir höfðinu dansa limirnir og ég verð að taka þetta á mig.“ Jóhann var þá spurður út í áður nefnt augnablik þar sem Valsmenn náðu að skvetta sex stigum í einu á gestina og hvort hann gæti lýst því. „Þeir voru bara grimmari en við. Við vildum fá einhverjar villur þarna. Augljóst fyrir mér en ég stóð náttúrlega lengst út í rassgati. Við vorum bara mjúkir og þeir vildu þetta meira. Sú gamla góða tugga.“ Er þá verkefni hans að brýna fyrir mönnum að vera harðari af sér? „Já já það má alveg tala um það. Mig langar að segja svo mikið en ég ætla ekki að gera það. Ég græði ekkert á því. Við bara misstum hausinn og það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þeir fóru út um gluggann því það þarf orku í þá og við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Svo náðum við að minnka muninn niður í 5-6 stig í þriðja leikhluta en svo má segja að sami farsi hafi farið af stað í þriðja og fjórða leikhluta og því fór sem fór.“ Var það þá dómarafarsi sem Jóhann átti við? „Það eru þín orð en ekki mín. Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun og við vorum beðnir um að taka tillit til þess og ég ætla mér að vera á þeim vagni. Ég missti svolítið hausinn og liðið mitt þar af leiðandi líka og eftir höfðinu dansa limirnir.“ Að lokum var Jóhann spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt við leikinn. „Já það eru strákar að fá mínútur hjá okkur og er að fá að hlaupa á veggi. Þeir fá reynslu í bankann og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að finna.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Jóhann var spurður að því í upphafi hvort hans menn hafi misst hausinn í lok fyrri hálfleiks en staðan var jöfn 32-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði þó í stöðunni 47-34 fyrir Valsmenn. Heimamenn skoruðu sex stig í einni sókn nánast á þeim tímapunkti og voru ákvarðanir dómara ekki alveg skýrar úr blaðamannastúkunni og fóru þær verulega í taugarnar á Grindvíkingum. Jóhann þurfti nokkur andartök til að finna svarið. „Já já, segjum það bara. Við misstum hausinn og þegar við einbeittum okkur að hlutum sem við stjórnum þá gekk vel. Við misstum hausinn og ég þar með talinn og eftir höfðinu dansa limirnir og ég verð að taka þetta á mig.“ Jóhann var þá spurður út í áður nefnt augnablik þar sem Valsmenn náðu að skvetta sex stigum í einu á gestina og hvort hann gæti lýst því. „Þeir voru bara grimmari en við. Við vildum fá einhverjar villur þarna. Augljóst fyrir mér en ég stóð náttúrlega lengst út í rassgati. Við vorum bara mjúkir og þeir vildu þetta meira. Sú gamla góða tugga.“ Er þá verkefni hans að brýna fyrir mönnum að vera harðari af sér? „Já já það má alveg tala um það. Mig langar að segja svo mikið en ég ætla ekki að gera það. Ég græði ekkert á því. Við bara misstum hausinn og það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þeir fóru út um gluggann því það þarf orku í þá og við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Svo náðum við að minnka muninn niður í 5-6 stig í þriðja leikhluta en svo má segja að sami farsi hafi farið af stað í þriðja og fjórða leikhluta og því fór sem fór.“ Var það þá dómarafarsi sem Jóhann átti við? „Það eru þín orð en ekki mín. Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun og við vorum beðnir um að taka tillit til þess og ég ætla mér að vera á þeim vagni. Ég missti svolítið hausinn og liðið mitt þar af leiðandi líka og eftir höfðinu dansa limirnir.“ Að lokum var Jóhann spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt við leikinn. „Já það eru strákar að fá mínútur hjá okkur og er að fá að hlaupa á veggi. Þeir fá reynslu í bankann og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að finna.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54