Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 08:33 Joe Biden var ekki heima á meðan húsleitin stóð yfir. AP/Susan Walsh Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. Biden leyfði rannsakendum að leita á heimili hans, eftir að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka meðhöndlun forsetans á leynilegum skjölum. Slík skjöl höfðu áður fundist á á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma er Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta. Sjá einnig: Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni Bidens að húsleitin á föstudaginn hafi tekið nærri því þrettán tíma. Lögmaðurinn sagði að ekki væri komið í ljós hvort skjölin væru enn leynileg og hversu mikilvæg þau væru. Það ætti eftir að koma í ljós við rannsókn. Fréttaveitan segir einnig að rannsóknin á skjölum í fórum Bidens flæki yfirstandandi rannsókn Dómsmálaráðuneytisins á Donald Trump. Hann tók hundruð leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu 2021 og neitaði að skila þeim í marga mánuði. Þá þurftu rannsakendur FBI að verða sér út um leitarheimild á heimili Trumps í Flórída þar sem mikið magn leynilegra skjala fannst. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Það var 2. nóvember sem lögmenn Bidens fundu fyrst „lítið magn“ leynilegra skjala í læstum skáp á einkaskrifstofu Bidens. Skjölin voru komin til Þjóðskjalasafnsins degi seinna. Fleiri skjöl fundust í bílskúr Bidens þann 20. desember. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá frekari skjalafundum sem Hvíta húsið viðurkenndi í janúar. Í yfirlýsingu sem birt var þann 14. janúar sagði að fimm blaðsíður sem merktar væru sem leynilegar hefðu fundist í geymslu inn af bílskúr Bidens og að skjölin hefðu fundist þann 12. janúar. Fleiri skjöl fundust svo á föstudaginn. Í heildina er um að ræða tiltölulega fáar blaðsíður og Biden og lögmenn hans hafa unnið með rannsakendum og Þjóðskjalasafninu en málið þykir þó hið vandræðalegasta fyrir Biden, sem hefur verið mjög gagnrýninn á Trump vegna máls hans. Mikill munur er þó á málunum tveimur. AP segir að aðili þurfi vísvitandi að taka skjöl án heimildar til að glæpur hafi verið framinn. Biden hefur lýst yfir furðu sinni á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Biden leyfði rannsakendum að leita á heimili hans, eftir að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka meðhöndlun forsetans á leynilegum skjölum. Slík skjöl höfðu áður fundist á á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma er Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta. Sjá einnig: Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni Bidens að húsleitin á föstudaginn hafi tekið nærri því þrettán tíma. Lögmaðurinn sagði að ekki væri komið í ljós hvort skjölin væru enn leynileg og hversu mikilvæg þau væru. Það ætti eftir að koma í ljós við rannsókn. Fréttaveitan segir einnig að rannsóknin á skjölum í fórum Bidens flæki yfirstandandi rannsókn Dómsmálaráðuneytisins á Donald Trump. Hann tók hundruð leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu 2021 og neitaði að skila þeim í marga mánuði. Þá þurftu rannsakendur FBI að verða sér út um leitarheimild á heimili Trumps í Flórída þar sem mikið magn leynilegra skjala fannst. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Það var 2. nóvember sem lögmenn Bidens fundu fyrst „lítið magn“ leynilegra skjala í læstum skáp á einkaskrifstofu Bidens. Skjölin voru komin til Þjóðskjalasafnsins degi seinna. Fleiri skjöl fundust í bílskúr Bidens þann 20. desember. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá frekari skjalafundum sem Hvíta húsið viðurkenndi í janúar. Í yfirlýsingu sem birt var þann 14. janúar sagði að fimm blaðsíður sem merktar væru sem leynilegar hefðu fundist í geymslu inn af bílskúr Bidens og að skjölin hefðu fundist þann 12. janúar. Fleiri skjöl fundust svo á föstudaginn. Í heildina er um að ræða tiltölulega fáar blaðsíður og Biden og lögmenn hans hafa unnið með rannsakendum og Þjóðskjalasafninu en málið þykir þó hið vandræðalegasta fyrir Biden, sem hefur verið mjög gagnrýninn á Trump vegna máls hans. Mikill munur er þó á málunum tveimur. AP segir að aðili þurfi vísvitandi að taka skjöl án heimildar til að glæpur hafi verið framinn. Biden hefur lýst yfir furðu sinni á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira